Fyrir Jón og Gunnu og fjölskyldu þeirra.

Það var ákaflega gefandi að hitta fólkið, sem á RUV, þann tíma sem ég dvaldi í útvarpshúsinu í dag. Stofnun RUV árið 1930 var mun meiri menningarbylting en tilkoma Sjónvarpsins 36 árum síðar og síðan þá hafa tengsl þjóðarinnar og þessarar eignar hennar ætíð verið náin og mikil.

Í dag komu hinir raunverulegu eigendur fyrirtækisins, þeir er það kusu, í heimsókn og fengu að kynna sér þetta hús, en þó kannski miklu frekar fólkinu, sem þar vinnur, og aðstöðu þess. 

Það var fólk á öllum aldri og af öllum stigum, sem kom þarna í dag, og þótt þetta hafi aðeins verið brot af þjóðinni var það ákaflega mikilvægt að opna húsið fyrir eigendunum og gefa þeim kost á að þefa af andrúmsloftinu og því framleiðsluveri menningar sem fjölmiðill er. 

Það er þekkt fyrirbæri að þjónustustofnunum sé hætt við að fara að lifa sjálfstæðu og sjálfhverfu lífi án þeirra tengsla sem bráðnauðsynleg eru við fólkið sem á að þjóna og við getum kallað samheitinu Jón og Gunnu og fjölskyldu þeirra.

Aldrei má gleymast fyrir hverja opinberir starfsmenn vinna. 


mbl.is Opið hús hjá RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Sá meðbyr sem RYV hafði fyrstu 75 árin hefur snúist upp í mótbyr siðan Páll tók við stjórn. Dagdskrárstjórn er í molum og engin heil brú í fréttamatinu hjá Óðni Jónssyni. Útvarp allra starfsmanna er nær sanni

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 23.10.2010 kl. 23:58

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Er ekki dálítil alhæfing fólgin í því að segja "útvarp allra starfsmanna?"  Varla þó þeirra tuga starfsmanna sem orðið hefur að segja upp vegna mikils niðurskurðar.

Ómar Ragnarsson, 24.10.2010 kl. 00:08

3 identicon

Mest hefur mér sárnað hvernig stjórnendur hafa hunsað öryggishlutverk Rásar 1 í þeim hamförum sem gengu yfir 2000 og 2008.

Davíð Kristjánsson (IP-tala skráð) 24.10.2010 kl. 00:18

4 identicon

Tek það þó fram að þjóðfélags spegillinn sem væntanlega RUV á að þjóna er mjög góður.

Davíð Kristjánsson (IP-tala skráð) 24.10.2010 kl. 00:24

5 identicon

Ruv er tímaskekkja,væri nóg ad vera med eina ràs. Mætti leggja nidur ràs tvö og sjónvarpid.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 24.10.2010 kl. 09:24

6 identicon

Eftir að svæðisstöðvarnar á Egilsstöðum og Ísafirði voru nánast þurrkaðar út, ætti að breyta nafni Rúv í SÚR, SvæðiÚtvarp Reykjavíkur...

Daus (IP-tala skráð) 25.10.2010 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband