Útundan í öllum skilningi.

Þegar núverandi forseti Íslands fór í eina af fyrstu opinberu heimsóknum sínum og leiðin lá til sunnanverðra Vestfjarða gat hann ekki orða bundist yfir því hve lélegar samgöngurnar væru.

Síðan eru liðin 14 ár og ástandið er í meginatriðum hið sama hvað snertir samgöngur til og frá Vesturbyggð. 

Meira að segja var flugbraut Patreksfjarðarflugvallar stytt verulega af ástæðum sem ég hef aldrei skilið og ekki bólar enn á göngunum milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar, sem hefðu átt að hafa forgang. 


mbl.is Vilja bættar samgöngur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nákvæmlega það sem við gátum lagt til mála.

Ég hef fyrr í sumar bloggað um nauðsyn þess að við Íslendingar legðum fram okkar skerf við að rannsaka áhrif öskugosa á flugvélar og flugvélahreyfla.

Því ber að fagna íslensku rannsókninni á áhrif ösku á þotuhreyfla. 

Ég tel að aldrei hefði þurft að stöðva innanlandsflug vegna öskufallsins nema þá helst tvo daga, þegar svifryk var mest í Reykjavík, en báða þá daga var flug leyft! 

Mér er kunnugt um aðra rannsókn háskólamanna á öskumagninu í mekkinum en veit ekki hvort tókst að ljúka henni.  

Sjálfur gerði ég eina tilraun sem ég hef greint frá áður hér á blogginu og var sláandi. 


mbl.is Áhrif ösku á þotuhreyfla skýrð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig er þetta í nágrannalöndunum?

Þegar upp koma álitamál á ýmsum sviðum hér á landi kann að vera gagnlegt að skoða, hvernig málum er háttað hjá þeim þjóðum sem næst okkur standa, til dæmis á Norðurlöndunum.

Þetta gæti til dæmis átt við um það hvernig fræðslu í trúmálum er háttað í skólum og hvernig samband er á milli skóla og kirkju eða annarra trúfélaga. 

Aðstæður hér á landi eru mjög svipaðar og í Danmörku og Noregi, og kirkjan hér, starf hennar og kirkjumenning hefur komið hingað að miklu leyti í gegnum Danmörku. 

Ég sakna þess í umræðunni að ekki skuli hafa verið fjallað um þetta og leitað fanga til þess að bæta umræðuna og reyna að nýta sér reynslu nágrannaþjóðanna í þessum efnum.  

Sem dæmi um það hvernig ný sýn getur fengist á erfið mál get ég nefnt að ferðir mínar til fimm landa vegna álitamála um virkjanir gáfu mér algerlega nýja sýn á þau mál.

Einkum voru ferðirnar til Noregs upplýsandi og opnuðu nýja sýn. 


mbl.is Réttmætt að áhersla sé á þjóðtrú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. október 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband