9.10.2010 | 08:52
Svona verksmiðju vildu menn fá hingað.
Sú var tíð að hér á landi var mikill áhugi á því að reisa súrálsverksmiðju. Svipaður ljómi lék um þá hugmynd og leikur um þá hugsjón að reisa hér minnst eina, jafnvel tvær olíuhreinsistöðvar.
Ég minnist þess að þegar súrálsverksmiðjan var í hámæli hitti ég Davíð Scheving Thorsteinsson og honum var mikið niðri fyrir.
Hann spurði hvort ég eða nokkur landa okkar hefði kynnt okkur hvernig svona verksmiðja væri.
Ég kvaðst ekki hafa gert það og kvaðst efast um að aðrir hefðu gert það, enda gerðist þess ekki þörf, slíkur akkur væri í að "skapa atvinnutækifæri".
Davíð skoraði á mig að skoða málið betur eða fá aðra fréttamenn til að gera það því að vart væri hægt að hugsa sér subbulegri starfsemi.
Með ofangreindu er ég ekki að segja að mengunarslys hefði þurft að gerast á Íslandi. En slysið í Ungverjalandi hefði ekki orðið í því landi, ef viðkomandi súrálsverksmiðja hefði verið annars staðar.
Heyrst hefur að þetta mengunarslys sé mun stærra e mengunarslysið á Mexíkóflóa. n af er látið, jafnvel stærra en
En er ekki umhugunarefni að slík stöð hefur ekki verið reist í vestrænu ríki í 20 ár vegna þess að engir vilja hafa slíka starfsemi hjá sér.
Þeir, sem mjög eru áfram um olíuhreinsistöðvar og súrálsverksmiðjur ættu kannski líka að skoða möguleikann á að Ísland verði miðstöð fyrir vinnslu og geymslu á kjarnorkuúrgangi.
Ekki er vitað til að orðið hafi eins stór slys í þeirri starfsemi og í súráls- og olíuhreinsibransanum.
![]() |
Rýming vegna mengunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
9.10.2010 | 00:15
Það þarf sterk bein til að þola góða daga.
Ofangreint orðtak á vel við það að heilsufari Bandaríkjamanna hrakar og meðalaldur þeirra lækkar.
Meginástæðan er óhollt mataræði og lífstíll. Fyrir 60 árum voru reykingar afar útbreiddar þar en afleiðingar þeirra koma fram mörgum áratugum síðar.
Við Íslendingar verðum að fara að skoða okkar ástand. Íslendingar eru núna orðnir þyngri en frændþjóðir okkar og nágrannaþjóðir og við erum meira að segja þyngri og feitari en stórþjóðir, sem hafa verið álitnar mikið fyrir mat eins og Þjóðverjar og Frakkar.
Ég hef áður minsúkkulaði.nst á varasaman mat sem aldrei er nefndur sem uppspretta heilsufarsvandamáls, en það er .......
súkkulaði.
Ef menn lesa það sem stendur á kókflösku, sést að í hverjum 100 grömmum eru rúmar 100 hitaeiningar sem koma frá fíkniefninu hvítasykri.
En á öllum umbúðum um súkkulaði má lesa að auk sykurs eru 30 prósent af súkkulaðinu fita.
Æ, hvað þetta er nú hastarlegt fyrir þjóð sem tók upp þjóðarréttinn kók og prins fyrir rúmri hálfri öld!
Og hastarlegt fyrir mann eins og mig sem hefur fátt getað ímyndað sér betra en gos og súkkulaði.
Já, ég viðurkenni að ég berst við fíkn í súkkulaði og hef tekið það til bragðs að bragða aðeins eitt Prins póló á viku á nammidögum, sunnudögum, í stað þess að innbyrða þrjú til fjögur á dag.
![]() |
Bandaríkjamenn lifa skemur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)