25.12.2010 | 20:53
Ýmist of eða van.
Hann var byrjaður að bæta í vindinn þegar ég skaust nú síðdegis austur á Hvolsvöll til þess að huga að FRÚnni sem hefur staðið þar bundin á túninu hjá Jóni Loga bónda í einn mánuð.
Rafhlaðan orðin of máttlaus til að starta svo að það þurfti að notast við "Armstrong" til að koma henni í gang (handsnúa skrúfunni) og láta hreyfilinn síðan ganga svolítið og hitna.
Þar næst að lyfta flöpunum upp svo að vængirnir taki minna vindálag á sig.
Síðan tók við að breiða sorppoka yfir mælaborðið og framsætið til þess að láta ekki leka niður í sætin þegar stórviðrisrigngin kemur, því að í hinni láréttu íslensku rigningu er þessi 35 ára gamla flugvél ekki vatnsheld.
Ef sætin verða rennandi blaut skapast raki í vélinni sem hefur í gegnum tíðina hálfeyðilagt talstöðina og gæti eyðilagt það litla sem eftir er af henni.
Á leiðinni austur lenti ég nokkrum bílum fyrir aftan "lestarstjóra" sem ók á 40 kílómetra hraða og bjó til margra kílómetra lest á eftir sér.
Á einum stað á leiðinni hafði bíll runnið út af, að öllum líkindum eftir of hraðan akstur miðað við aðstæður. Eða þá að "lestarstjóri" hafi á endanum freistað einhvers úr lestinni til þess að reyna vonlausan framúrakstur.
Já, svona er íslenska umferðin, - .það er annað hvort of eða van.
![]() |
Ekkert ferðaveður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
25.12.2010 | 15:41
Jólalegra en á Íslandi?
Hvít jól eru sjaldgæf á Englandi en hins vegar oftar á meginlandinu. Þorfinnur og Ástrós eru í Brussel og því ekki við jólahátíðahaldið hér heima að þessu sinni en segja að afar jólalegt og vetrarlegt sé í Belgíu og það dragi úr söknuði yfir því að vera ekki hér heima.
Þess má geta að um þetta leyti 1944 var talsverður snjór í Benelux-löndunum og það átti stóran þátt í því hve miklum usla síðasta sókn Hitlers um Ardennafjöllin olli.
Dögum saman var hríðardimma í lofti og bandamenn gátu því ekki notað yfirburði sína í lofti til þess að stöðva sóknina í fæðingu.
Hér í gamla daga hefði snjór ekki valdið eins miklum usla varðandi samgöngur og þau gera nú.
Flugvallakerfi Breta og Frakka er greinilega ekki nógu vel búið til þess að ráða við þá miklu umferð, sem er jafnan í kringum hátíðarnar.
Einstakt hlýtur að teljast að tvisvar á sama ári geri náttúran svona mikinn skurk í flugsamgöngum í Evrópu, fyrst eldur og aska Eyjafjallajökuls og nú hinn kald og hvíta truflun.
![]() |
Mörg þúsund manns strandaglópar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)