Jólalegra en á Íslandi?

Hvít jól eru sjaldgæf á Englandi en hins vegar oftar á meginlandinu. Þorfinnur og Ástrós eru í Brussel og því ekki við jólahátíðahaldið hér heima að þessu sinni en segja að afar jólalegt og vetrarlegt sé í Belgíu og það dragi úr söknuði yfir því að vera ekki hér heima.

Þess má geta að um þetta leyti 1944 var talsverður snjór í Benelux-löndunum og það átti stóran þátt í því hve miklum usla síðasta sókn Hitlers um Ardennafjöllin olli. 

Dögum saman var hríðardimma í lofti og bandamenn gátu því ekki notað yfirburði sína í lofti til þess að stöðva sóknina í fæðingu. 

Hér í gamla daga hefði snjór ekki valdið eins miklum usla varðandi samgöngur og þau gera nú.

Flugvallakerfi Breta og Frakka er greinilega ekki nógu vel búið til þess að ráða við þá miklu umferð, sem er jafnan í kringum hátíðarnar. 

Einstakt hlýtur að teljast að tvisvar á sama ári geri náttúran svona mikinn skurk í flugsamgöngum í Evrópu, fyrst eldur og aska Eyjafjallajökuls og nú hinn kald og hvíta truflun. 


mbl.is Mörg þúsund manns strandaglópar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband