26.12.2010 | 21:35
Nauðsyn friðar og hvíldar.
Í meira en öld hafa tækniframfarir mannanna miðast að því að létt þeim lífið, minnka stritið og auka velmegun.
En þarna er um að ræða fyrirbæri sem líkist peningi á þann hátt að á honum eru tvær hliðar.
Önnur hliðin lýtur að því að auka afköst við framleiðslu og þjónustu á alla lund. Sé eingöngu hugsað um þá hlið mála verður afleiðingin stanslaus törn sem er í raun í andstöðu við markmiðið um að létta lífið og minnka stritið.
Sífellt kemur fram gagnrýni á svonefndan helgidagafrið undir þeim formerkjum að um sé að ræða úrelt fyrirbrigði sem þjóni öfgafullum og einstrengingslegum sjónarmiðum kirkjunnar.
En þörf mannsins fyrir hæfilegan skammt af friði og ró er ekki trúarlegt atriði heldur heilsufræðilegt.
Maðurinn hefur sem sé þörf fyrir að slaka á og gera það á þann hátt að utanaðkomandi áreiti sé sem minnst. Þar haldast í hönd líkamleg slökun og andleg.
Þegar litið er á hvað þessar stundir lögbundins helgidagafriðar eru hlutfallslega örfáar á hverju ári, miðað við það að dagar ársins eru 365, sést vel hve óþarft það er að hafa horn í síðu þessa friðar.
Það er alveg nóg af hraða, hávaða og streitu í nútímaþjóðfélagi. Þessi þrjú atriði eru í raun andstæða þess markmiðs tækni og framfara að auka andlega og líkamlega vyfirellíðan mannsins ef þau ná að verða svo fyrirferðarmikil að allt snúist um þau.
![]() |
Brutu lög um helgidagafrið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.12.2010 | 20:33
Sérstaða Vestfjarða enn og aftur.
Enn og aftur eru Vestfirðingar og velunnarar þeirra minntir á sérstöð þessa landshluta varðandi samgöngur og öryggismál, að ekki sé minnst á aðrar hliðar þeirrar þjónustu og aðstöðu sem krafist er i nútímasamfélagi.
Minni á fyrr blogg mín um samgöngumál á Vestfjörðum.
![]() |
Tafir á sjúkraflugi vegna veðurs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.12.2010 | 12:49
Frægð að endemum skárri en engin frægð?
Nú eru þeir dagar þegar árið 2010 er gert upp og það markverðasta, sem gerðist dregið fram.
Í ensku er orðið "infamy" notað sem nokkurs konar samheiti yfir orðin "illræmdur" og "frægð að endemum."
Roosevelt notaði þetta orð um 7. desember 1941 þegar Japanir réðust á Perluhöfn og sagði um þann dag: "It will live in infamy".
Nú er Eyjafjallajökull kominn á þennan stall en oft reyna útlendingar að komast hjá því að nefna þetta erfiða nafn með því að tala um "íslenska eldfjallið".
Svona fyrirbrigði eru til um víða veröld og má nefna nöfn eins Pompei, Örlygsstaði eða Hirosima sem dæmi.
Oft draga þau að sér þúsundir ferðamanna og er frægðin því jákvæð að því leyti. Gosið í Eyjafjallajökli 2010 og í Heimaey 1973 munu því koma sér vel fyrir ferðaþjónustuna á næstu árum.
![]() |
Þorparinn Eyjafjallajökull |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)