4.12.2010 | 12:48
Völdin spilla.
Það er ekki að ástæðulausu að Bandaríkjamenn hafa þau ákvæði í stjórnarskrá að forsetinn megi ekki sitja lengur en í tvö kjörtimabil, sama hve góður og gegn maður það er. Ástæðan er einföld og grimm: Völd spilla.
Þau hafa lúmsk og varasöm áhrif á hvern sem er og það er eingöngu undir siðferðis- og viljastyrk valdamanna komið hve vel þeim gengur að verjast þessum áhrifum.
Völdin geta spillt á ýmsa vegu, bæði þegar sömu valdamennirnir hafa setið of lengi og líka þegar þeir, sem hafa lengi verið utan kjötkatla valdanna, komast loks að.
Því miður var Hrunstjórnin skipuð þannig, að hvoru tveggja áhrifin voru sterk og erfitt að verjast þeim.
Með því að viðurkenna að völd spilli er enginn dómur lagður á það fólk, sem verður að verjast þeim fjanda. Allir eru mannlegir og enginn fullkominn.
![]() |
Fylgdu ekki eigin stefnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (32)