Völdin spilla.

Það er ekki að ástæðulausu að Bandaríkjamenn hafa þau ákvæði í stjórnarskrá að forsetinn megi ekki sitja lengur en í tvö kjörtimabil, sama hve góður og gegn maður það er. Ástæðan er einföld og grimm: Völd spilla.

Þau hafa lúmsk og varasöm áhrif á hvern sem er og það er eingöngu undir siðferðis- og viljastyrk valdamanna komið hve vel þeim gengur að verjast þessum áhrifum. 

Völdin geta spillt á ýmsa vegu, bæði þegar sömu valdamennirnir hafa setið of lengi og líka þegar þeir, sem hafa lengi verið utan kjötkatla valdanna, komast loks að. 

Því miður var Hrunstjórnin skipuð þannig, að hvoru tveggja áhrifin voru sterk og erfitt að verjast þeim. 

Með því að viðurkenna að völd spilli er enginn dómur lagður á það fólk, sem verður að verjast þeim fjanda. Allir eru mannlegir og enginn fullkominn. 


mbl.is Fylgdu ekki eigin stefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Blöndal

Ómar, völd spilla. Það er óumdeilt.

Þú talar eins og engin sé spillingin í maeríkunni. Eða að hún sé minni þar en hér.
Hefurðu eitthvað fyrir þér í þeim efnum?

Hvernig ætlarðu að koma í veg fyrir að sömu aðilar,
flokkar í okkar tilfelli, verði spillingunni að bráð?

Páll Blöndal, 4.12.2010 kl. 13:03

2 Smámynd: Páll Blöndal

"ameríkunni" átti þetta að vera

Páll Blöndal, 4.12.2010 kl. 13:04

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Vald spillir, alræðisvald gjörspillir

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.12.2010 kl. 13:26

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Så spiller vi igen ...

Menn sem tala of mikið um spillingu annarra, ættu stundum að líta í eigin barm. Spilling er nefnilega mannlegt eðli. Að fara auðveldu leiðina... er freistandi fyrir marga.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.12.2010 kl. 13:30

5 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Völd spilla - sammála því - líka þau völd sem skapast af því að viðkomandi misnoti fjölmiðla árum og áratugum saman til þess að skapa sér nafn sem gefur falska mynd af viðkomandi aðila.

Sennilega ert þú gleggsta dæmið - atvinnufjölmiðlungur með eitt takmark - að skara eld að þinni eigin köku og þvinga fórnarlömb þín (t.d. Landsvirkjun) til þess að fjármagna ofsóknir á hendur fyrirtækinu og þar með á hendur landsmanna allra.

Fólk sem t.d. bauð sig fram til Stjórnlagaþings átti ekki nokkurn möguleika á móti t.d. þér vegna yfirburða í kynningu í fjölmiðlum gegnum árin. Sú staðreynd að þér hefur alltaf verið hafnað í kosningum - fram að þessu - hafði ekki áhrif enda þátttaka ekki nem um 37%.

Sá sem er í 1 sæti er með ( ef ég man rétt ) 3,1% af atkvæðisbæru fólki í landinu á bakvið sig. Hann þurfti heldur ekki að kynna sig eitt eða neitt.

Þannig að enn og aftur  JÁ- VALD SPILLIR - líka fjölmiðlavald.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 4.12.2010 kl. 13:32

6 identicon

Þess vegna er svo mikilvægt að hafa dæmi eins og Wikileaks.
Hey gefum Kennedy orðið... þó svo að hann hafi ekki alveg farið eftir þessu sjálfur, þá er ræðan snilldin eina.
http://doctore0.wordpress.com/2010/12/02/wikileaks-just-a-thought/

doctore (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 13:46

7 identicon

Bishop Mandell Creighton:

"Power tends to corrupt, and absolute power corrupts absolutely. Great men are almost always bad men."

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 21:59

8 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Stjórnkerfið er þannig uppbyggt á Íslandi að spilling í því er óumflýjanleg. Allir stjórnmálmenn sem komist hafa áfram í sínum flokki vita þetta og hafa orðið að fórna heiðarleikanum (hafi þeir haft hann til að byrja með) til að komast til áhrifa.

Svanur Gísli Þorkelsson, 4.12.2010 kl. 23:29

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ólafur Ingi Hrólfsson. 33% kjósenda taldi með atkvæði sínu rétt að Þorvaldur Gylfason væri einn af 25 þingmönnum á Stjórnlagaþingi.

"Þér hefur alltaf verið hafnað í kosningum" segir þú. Notkun orðsins "alltaf" segir allt um hugsun þína því að "öll" þessi skipti voru aðeins eitt skipti, 2007, og ekki bara það, atkvæðamagnið sem Íslandshreyfingin fékk hefði fleytt tveimur þingmönnum inn á þing, ef ekki hefði verið viðhafður fáránlega hár þröskuldur sem rændi 6000 kjósendum rétti sínum. 

Annað, Ólafur. "Skara eld að eigin köku", segir þú. Rímar það við það að ég bý í 70 fermetra leiguíbúð í blokk og ek um á ódýrasta og minnsta bíl landins? 

En það vefst ekki fyrir þér að bæta því við að ég stundi ofsóknir á hendur landsmönnum öllum. 

Ómar Ragnarsson, 4.12.2010 kl. 23:42

10 identicon

Nú er ég ekki fylgismaður Ómars í umhverfismálum, þó ég sé sammála honum í mörgu er það varðar, en ég hef aldrei skynjað hans umfjöllun um umhverfismál sem ofsóknir á hendur mér.  Það er undarleg árátta einstaklinga í lýðræðisríki að saka þá sem eru ekki samdauna eigin skoðunum um ofsóknir.  Með sömu rökum gæti ég sagt að rétthentir stunduðu ofsóknir á hendur örvhentum með því að nota bara hægri höndina.

Valgeir Guðmundsson (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 11:56

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég myndi heldur aldrei nota það orð "ofsóknir"... ekki í einu einasta samhengi þegar Ómar er annars vegar. Ég tel að slíkt sé fjarri honum á alla lund. 

En ég fer aldrei ofan af því að Ómar misnotaði aðstöðu sína sem ríkisfréttamaður á sínum tíma. Það eru handónýt rök hjá honum að hann hafi sýnt jafn margar "jákvæðar" og "neikvæðar" fréttir frá Kárahnjúkum. Allir sem örlítið hafa kíkt í markaðs og auglýsingafræði, brosa út í annað þegar þeir heyra þá fullyrðingu að þarna sé jafnræði á milli.

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.12.2010 kl. 17:55

12 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Já, mæling með skeiðklukku og talning á fréttum var greinilega ekki nóg, Gunnar.

Ekki heldur Kárahnjúkabókin með sínu jafnræði, þar sem ég bar kaflana, sem túlkuðu rök og sjónarmið virkjanasinna undir Jakob Björnsson svo að ég gæti fengið sem bestar ábendingar og athugasemdir um efnið og rökin, sem þar komu fram. 

Svo var komið 2005-2006 að  fyrir hverja "neikvæða" frétt um Kárahnjúkavirkjun urðu helst að koma tvær "jákvæðar" frá mér, og þegar ég birti tvær fréttir sömu helgina, aðra "jákvæða" og hina "neikvæða" var færð til bókunar kvörtun yfir hinni neikvæðu frá fulltrúa Framsóknarflokksins í Útvarpsráði. 

Sumarið 2006 sá ég að svo var komið að í sívaxandi sjálfsritskoðun, sem þó virtist ekki duga, yrði ég að binda enda á fréttamannsferil minn. 

Ómar Ragnarsson, 5.12.2010 kl. 22:28

13 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Að birta eina "jákvæða" frétt og eina "neikvæða" um tiltekin mál í fjölmiðli, að maður tali ekki um ríkisfjölmiðli sem áunnið hefur sér traust almennings í áranna rás, er EKKI jafnræði, Ómar.

Ég held að þú vitir það manna best, Ómar, að áróðursgildi "frétta" er mikið og góður ljósmyndari eða kvikmyndatökumaður getur gert hina ómerkilegustu hluti athyglisverða. Allt spurning um að finna rétta sjónarhornið... linsan... birtan, o.s.f.v.

Dramatík og "neikvæðar" fréttir vekja meiri athygli og seljast betur. Mannshugurinn virkar bara þannig.

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.12.2010 kl. 22:49

14 Smámynd: Páll Blöndal

Hér er ómaklega og ósmekklega vegið að Ómari.
Við getum verið ósammála um málefnin og leyft okkur að takast
hressilega á um þau, en eigum við ekki að spara persónulegar ásakanir?

Að mínu mati er Ómar trúr sínum málstað og fer geyst á köflum,
en það hvarflar ekki að mér að efast um heiðarleik hans og drengsskap.

Páll Blöndal, 6.12.2010 kl. 01:01

15 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta er hvorki ómaklegt né ósmekklegt, Páll. Þetta er einfaldlega veruleikinn eins og hann blasir við fjölda fólks.

Stundum telur fólk að málstaður sinn sé svo göfugur, að hann réttlæti að farið sé frjálslega með staðreyndir, málstaðnum til framdráttar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.12.2010 kl. 01:24

16 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta er afar sorglegt þegar síðar kemur í ljós að viðkomandi hafi vaðið reyk allan tímann.

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.12.2010 kl. 01:26

17 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Og þegar ég tala um að fara "frjálslega með staðreyndir", þá meina ég að ágiskunum og áliti allskyns fræðinga er flaggað sem staðreyndum í áróðursskyni.

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.12.2010 kl. 01:31

18 identicon

Jæja Gunnar!

Menn bara hættir að virða þig svars?  Getur það verið vegna þess að veruleikinn sem blasir við þér, og fjölda fólks, sé ekki sá sami og blasir við verulegs fjölda annars fólks?  Og hver segir að þú hafir rétt fyrir þér?  Í Íslandsklukkunni minnist Arnas Arneus á fjall fyrir norðan sem heitir Ógöngufjall ef horft er austan á það, Bakrangi úr vesturátt en utan af sjó kölluðu menn það Galta.  Voru þá allir hinir vitleysingar eða höfðu hinir eitthvað til síns máls?  Getur verið að hagsmunir manna liti skoðanir þeirra?  Ef hagsmunir þínir fara ekki saman við hagsmuni annarra er þá augljóst að þínir hagsmunir séu hinir einu réttu?  Hvers vegna eru bara sumir fræðingar, og þá sér í lagi þeir sem hafa skoðanir sem styðja hagsmuni stórfyrirtækja, marktækir? 

Eða í stuttu máli:  Hver hefur einkarétt á því að hafa rétt fyrir sér?

Þorvaldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 12:44

19 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég reikna með að það sé "eðlilegt" að hagsmunir fólks liti skoðanir þeirra. Ég tala hins vegar um "staðreyndir" og þá reynslu sem Reyðfirðingar og aðrir íbúar á Mið-Austurlandi hafa haft af framkvæmdunum.

Ég tala líka um bölsýnisfullyrðingar andstæðinga framkvæmdanna, þar sem ekki stendur steinn yfir steini. Þessum bull-fullyrðingum var ætlað að fá almenning (aðallega á höfuðborgarsvæðinu) sem lítið þekkir til svæðisins, til að taka afstöðu gegn framkvæmdunum.

Þegar einni bull-herferðinni lauk, tók önnur við. Á milli herferðanna létuð þið svo gera skoðanakannanir sem sýndu töluvert fylgi við umhverfissjónarmið ykkar. Svo þegar fullyrðingarnar voru skoðaðar nánar og/eða þegar tíminn leiddi bullið í ljós, þá hrundi fylgið.

Um smekk verður ekki deilt og þeir sem eru þeirrar skoðunar að ekki hefði átt að fórna svæðinu sem fór undir Hálslón, þeir hafa einfaldlega rétt fyrir sér. En í viðleitni sinni til að fá fleira fólk á sveif með sér í baráttunni gegn framkvæmdunum,....

tja... þá byrjaði bullið.

Enn nota

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.12.2010 kl. 13:18

20 identicon

„En í viðleitni sinni til að fá fleira fólk á sveif með sér í baráttunni gegn framkvæmdunum,....

tja... þá byrjaði bullið.“

Sem sagt; trúboð er því aðeins réttmætt að réttur málstaður sé valinn?  Og hver var það nú aftur sem gefur út einkaleyfi á sannleikanum?

Hvort skyldi sá fræðimaður, eða fréttamaður, vera trúverðugri sem gengur erinda stöndugra stórfyrirtækja sem geta fært honum efnahagsleg gæði eða hinn sem gengur gegn hagsmunum auðvaldsins?  Hvort voru það nú aftur farísearnir þarna í eystra í denn sem komu út sem sigurvegarar að lokum?

Þorvaldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 20:59

21 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já, já... Jesú og lærisneiðarnar... og allt það

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.12.2010 kl. 23:43

22 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Trúboð" á aldrei rétt á sér í pólitík, eða þegar verið er að kynna fólki kosti og galla þeirra valkosta sem í boði eru. Einfaldar staðreyndir henta hins vegar ágætlega.

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.12.2010 kl. 23:46

23 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Merkilegt hve "einfaldar staðreyndir" verða fljótt að trúarkreddum í hugum þeirra sem eiga eitthvað undir því að "staðreyndirnar" standist. Og hvað er pólitík annað en úrkynjað trúboð?

Svanur Gísli Þorkelsson, 7.12.2010 kl. 00:50

24 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er mótsögn í þessu hjá þér, Svanur, nema þú sért að meina "trúboð" þeirra sem voru á móti framkvæmdunum.

Málið með virkjanaandstæðingana var nefnilega þannig, að þeir flögguðu ágiskunum og spádómum, sem staðreyndum, sem þær voru auðvitað ekki. Staðreyndirnar sem lágu á borðinu, notuðu þeir sem stóðu í framkvæmdunum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.12.2010 kl. 11:44

25 identicon

Sem sagt: Þeir sem hafa skoðanir sem styðja málstað virkjanasinna fara með staðreyndir.  Það sem menn andstæðrar skoðunar telja fram er bull.

Þú ert vafalaust skynsamur maður. Trúirðu þessu sjálfur? Getur verið að þú trúir þessu? Læðist aldrei að þér sú hugsun að hugsanlega hafi báðir aðilar eitthvað til síns máls og síðan fari það eftir persónulegu mati á áhrifum virkjana á nútímann og framtíðina hvort viðhorfið menn aðhyllast? Getur verið að þér sé ekki ljóst að virkjanir eru ekki hamingjan einber; þeim fylgja alltaf einhverjir ókostir? Ertu alveg viss um að framkvæmdaaðilar hafi flaggað öllum „staðreyndum“ Kárahnjúkavirkjunarmálsins?

Þorvaldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 21:58

26 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég tek undir það sem þú segir, Þorvaldur, að "báðir aðilar [hafi] eitthvað til síns máls og síðan fari það eftir persónulegu mati á áhrifum virkjana á nútímann og framtíðina hvort viðhorfið menn aðhyllast"

Nú er ég einungis að tala um Kárahnjúkavirkjun, en ekki virkjanir almennt. Eins og ég hef marg oft sagt, þá deili ég ekki við fólk ef það segir að fórnin hafi verið of mikil. Ég hef hins vegar gjarnan blandað mér í umræðuna um þessi mál, þegar virkjanaandstæðingar hætta sér út í rökræður um málið. Ég get ekki horft aðgerðarlaus á þegar reynt er að hafa áhrif á skoðanir fólks með bulli.

 Ég dreg í efa að Landsvirkjun hafi reynt að "fela" eitthvað varðandi Kárahnjúkaverkefnið. Geturðu bent á eitthvað slíkt, Þorvaldur.

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.12.2010 kl. 23:52

27 identicon

„...þá deili ég ekki við fólk ef það segir að fórnin hafi verið of mikil.“

Sem sagt; þér finnst allt í lagi að fólk hafi þessar skoðanir.  En hins vegar séu þær rakalausar, tilraunir til að rökstyðja þær eru bull.  Enn spyr ég:  Hver gefur þér einkaleyfi á sannleikanum?

Hvað snertir feluleiki um staðreyndir er það staðreynd að ekki var gert meira veður út af sprungusvæðinu sem stíflan er byggð á en brýna nauðsyn bar til.  Og misgengi á leiðinni sem aðrennslisgöngin liggja um voru svo sem ekki dregin fram í dagsljósið þótt gangagröfturinn tefðist verulega og kostnaðurinn ykist umtalsvert.  En kannski eru þessar staðreyndir bara lygi?

Þorvaldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 8.12.2010 kl. 10:18

28 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta sem þú nefnir, Þorvaldur er ekki lýgi. Þessi atriði rúmuðust á eðlilegan hátt í kostnaðarliðnum "óvissuþættir", en ávalt er gert ráð fyrir slíku í stórum verkum.

 Ráð var fyrir því gert strax í upphafi að ófyrirséðar aðstæður gætu hækkað kostnað við framkvæmdina, mig minnir að reiknað hafi verið með að sú hækkun gæti orðið 8%. (Ef einhver er með nákvæmari tölu, væri ágætt að fá hana)

Þegar fréttist af einhverjum vandamálum við Kárahnjúka, þá stukku virkjanaandstæðingar  hróðugir af stað og dönsuðu eins og púkar á fjósbita í gleði sinni.

Lokauppgjör Landsvirkjunar vegna þessara framkvæmda er opinbert plagg. Ekkert óeðlilegt er við framkvæmdinu, heldur mun hún teljast eitt mesta verkfræðiafrek sem íslenskir vísindamenn hafa unnið.

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.12.2010 kl. 14:20

29 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

.... og ekki skemmir fyrir að arðsemi virkjunarinnar er mun meiri en bjatsýnustu spár gerðu ráð fyrir.

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.12.2010 kl. 14:31

30 identicon

„„...þá deili ég ekki við fólk ef það segir að fórnin hafi verið of mikil.“

Sem sagt; þér finnst allt í lagi að fólk hafi þessar skoðanir. En hins vegar séu þær rakalausar, tilraunir til að rökstyðja þær eru bull. Enn spyr ég: Hver gefur þér einkaleyfi á sannleikanum?“

Þetta var meginefni allra póstanna frá mér.  Nú þætti mér vænt um að fá svar.  Hvernig geta skoðanir verið virðingarverðar en rökin fyrir þeim rakalaust bull?  Sérðu virkilega ekkert athugavert við svona málflutning?  Þú ert skynsamur maður, er það ekki?

Þorvaldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 8.12.2010 kl. 17:09

31 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ókosturinn við lýðræðið, sem útkljáir hvaða skoðanir fólks verða ráðandi þegar til framkvæmda kemur, (eða ekki) er sá að minnihlutahópnum finnst hann kúgaður.

"Baráttan" um Kárahnjúka snerist um meirihluta vilja fólks. Sannur lýðræðissinni trúir því að rétt niðurstaða fáist úr deilumálum, ef óvilhöllum upplýsingum er haldið til haga þannig að fólk fái tækifæri til að mynda sér upplýsta skoðun.

Margar, vægast sagt vafasamar fullyrðingar, litu dagsins ljós frá andstæðingum framkvæmdanna. Stundum tók tíma að koma leiðréttingum til skila, en á meðan stóðu andstæðingarnir, sem að mestu voru drifnir áfram af Náttúrverndarsamtökum Íslands, ásamt  ýmsum "dótturfélögum" s.s. Saving Iceland o.fl., fyrir skoðanakönnunum varðandi Kárahnjúkaverkefnið. Útkoman var góð fyrir andstæðingana og andstaðan við framkvæmdina fór nokkrum sinnum yfir 60%.

En svo hrundi þetta fylgi jafnharðan, þegar tekist hafði að leiðrétta misskilninginn. En það kostaði mikla vinnu og mikil leiðindi.

Meirihluti Íslendinga var samþykkur framkvæmdinni og yfirgnævandi meirihluti Alþingismanna var það líka. Meirihluti borgarstjórnar, sem þurfti að gefa Landsvirkjun samþykki sitt fyrir lántökum í verkefnið, gerði það að vel athuguðu máli. Og síðast, en ekki síst var framkvæmdin einlægur vilji yfir 85% íbúa Mið-Austurlands.

Ég hef aldrei sagst hafa einkaleyfi á sannleikanum, en ég trúi því að rökræður séu enn ekki alveg dottnar úr tísku. Fólk myndar sér skoðanir út frá þeim rökum og staðreyndum sem það hefur á borðinu.

Hver og einn verður að meta þau gögn. Þegar það hefur verið gert er viðkomandi væntanlega sannfærður um hvoru meginn sannleikurinn liggur.

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.12.2010 kl. 23:14

32 identicon

En trúirðu því að báðar skoðanir geti verið jafn réttháar og byggðar á skynsamlegum rökum?  Að sannleikurinn sé ekki absolútt heldur myndaður eftir þeim hagsmunum sem viðkomandi hefur af því að hans skoðun sé viðtekin í samfélaginu.

Það er sannleikur að þeim sem pissar í skóinn sinn mun hlýna á fótunum.  Það er líka sannleikur að þeim sem svo gjörir verður ekki hlýtt nema til skamms tíma; en kannski nógu lengi. En það mun svo reynslan leiða í ljós.

Þorvaldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 01:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband