Góð tímasetning í Kastljósi.

Það kann að vera tilviljun að umfjöllun Kastljóss um bókhald Landsbankans í kvöld og um bókhald Glitnis í gærkvöldi komi á sama tíma og nýtt samkomulag í Icesave-málinu byrjar að líta dagsins ljós.

Samkvæmt útttektum franskra og norskra sérfræðinga áttu þrír íslenskir bankar að vera komnir í gjörgæslu íslenska fjármálaeftirlitsins minnst einu ári fyrir Hrun og þá hefðu aldrei orðið til það Icesave-mál, sem olli svo gríðarlegu tjóni sem raun bar vitni. 

Í kvöld bættist ofan á að fram kom að íslenska fjármálaeftirlitið lét hæpnar skýringar í svörum Landsbankans við athugasemdir nægja og gerði ekkert frekar í málinu. 

Ég hef áður bloggað um það að ég teldi að Icesave-málið snerist fremur um siðræn efni en lagakróka og að aðal galli fyrra samkomulags hafi verið siðræns eðlis, sem sé það að ákaflega ósanngjarnt væri að hver íslenskur skattgreiðandi væri látinn bera 25 sinnum þyngri byrði vegna málsins en skattgreiðendur í Bretlandi og Hollandi. 

Hvað sem líður lagatæknilegum atriðum er ljóst að siðferðilega ábyrgð á því að láta þessi ósköp gerast liggur í þremur löndum, Bretlandi, Hollandi og Íslandi. 

Allar þessar þrjár þjóðir geta auðvitað sagt að almenningur eigi ekki að bera ábyrgð á verkum óreiðumanna. En það kemur fyrir lítið. 

Stærstur hluti viðskiptamanna var "almenningur" og jafnvel þótt "óreiðumenn" í föllnum einkafyrirtækjujm verði sóttir til saka og dæmdir eru þessir gríðarlegu fjármunir tapað fé, sem á einn eða annan hátt lendir á "almenningi". 

Þegar íslensk yfirvöld ákváðu að tryggja allar inneignir í íslenskum bönkunum og útibúum þeirra var innistæðueigendum augljóslega mismunað eftir þjóðernum með því að þetta gilti ekki um útibú þeirra erlendis. 

Þegar menn meta samninga, sem gerðir voru, verður að líta á í hvaða aðstöðu menn voru á hverjum tíma þegar verið var að reyna að semja um málið.

Í Wikileaks-skjölunum kemur fram, að á þeim tíma sem fyrstu samningaviðræðurnar stóðu, töldu Bretar og Hollendingar kröfur Íslendinga "barnalegar", svo bjöguð var mynd ráðamanna þessara tveggja af þessu máli. 

Smám saman urðu skrif og álit sanngjarnra manna í erlendum fjölmiðlum til þess að málstaður okkar styrktist svo mjög að þessi nýi samningur er miklu betri en hinir fyrri og nær því að kallast "fair deal", sanngjörn lausn. 


mbl.is Drög að frumvarpi verið gerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýjar vígstöðvar.

Í aldir hefur valdabarátta í heiminum staðið um landsvæði, fólk, auðlindir og hráefni.

Þegar Þjóðverjum fjölgaði miklu hraðar en Frökkum raskaði það valdahlutföllum í Evrópu, Þjóðverjum í hag. 

Þeir töldus sig þó bera skarðan hlut frá borði í keppni um yfirráð yfir nýlendum og auðlindum og hráefnum þeirra og það var undirrót tveggja heimsstyrjalda sem var í raun sama styrjöldin. 

Þjóðverjar höfðu sem sé farið fram úr Frökkum í mannfjölda en töldu sig vanta land. 

Ef Hitler hefði látið það eiga sig að ofsækja Gyðinga og "óæðri" kynþætt Slava í Austur-Evrópu heldur nýtt sér allan þann mannauð, sem mögulegt var að nýta, hefðu Þjóðverjar líklega sigrað í styrjöldinni og orðið á undan Bandaríkjamönnum að smíða kjarnorkuvopn. 

Hitler áttaði sig sem betur fer ekki á því að tríðsgæfan byggðist ekki aðeins á landvinningum heldur einnig "mannvinningum", að virkja mannauð vísindamanna og afburðafólks af öðru kyni en hinu germanska. 

Á 21. öld eru komnar til sögunnar nýjar vígstöðvar, þar sem hernaðurinn berst um tölvu- og netkerfi heimsins og hersveitirnar eru ekki hefðbundnir stórherir heldur skæruliðasveitir sem stunda skæruhernað á vefnum og í tölvunum. 

Hefðbundinn herafli er ekki lengur aðalatriðið heldur hernaður gegn skæruliðum hryðjuverkamanna um allan heim. 

Undirrótin er þó sem fyrr að ná og halda yfirráðum yfir auðlindum og hráefnum, sama ástæðan og leiddi til stríðs Bandaríkjamnna og Japana 1941-45. 

En hernaðarátökin fara að mestu fram á vígvöllum í net- og tölvuheimum eða þá sem staðbundin átökum hér og þar við hryðjuverkamenn. 


mbl.is Barist í Netheimum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. desember 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband