Nýjar vígstöðvar.

Í aldir hefur valdabarátta í heiminum staðið um landsvæði, fólk, auðlindir og hráefni.

Þegar Þjóðverjum fjölgaði miklu hraðar en Frökkum raskaði það valdahlutföllum í Evrópu, Þjóðverjum í hag. 

Þeir töldus sig þó bera skarðan hlut frá borði í keppni um yfirráð yfir nýlendum og auðlindum og hráefnum þeirra og það var undirrót tveggja heimsstyrjalda sem var í raun sama styrjöldin. 

Þjóðverjar höfðu sem sé farið fram úr Frökkum í mannfjölda en töldu sig vanta land. 

Ef Hitler hefði látið það eiga sig að ofsækja Gyðinga og "óæðri" kynþætt Slava í Austur-Evrópu heldur nýtt sér allan þann mannauð, sem mögulegt var að nýta, hefðu Þjóðverjar líklega sigrað í styrjöldinni og orðið á undan Bandaríkjamönnum að smíða kjarnorkuvopn. 

Hitler áttaði sig sem betur fer ekki á því að tríðsgæfan byggðist ekki aðeins á landvinningum heldur einnig "mannvinningum", að virkja mannauð vísindamanna og afburðafólks af öðru kyni en hinu germanska. 

Á 21. öld eru komnar til sögunnar nýjar vígstöðvar, þar sem hernaðurinn berst um tölvu- og netkerfi heimsins og hersveitirnar eru ekki hefðbundnir stórherir heldur skæruliðasveitir sem stunda skæruhernað á vefnum og í tölvunum. 

Hefðbundinn herafli er ekki lengur aðalatriðið heldur hernaður gegn skæruliðum hryðjuverkamanna um allan heim. 

Undirrótin er þó sem fyrr að ná og halda yfirráðum yfir auðlindum og hráefnum, sama ástæðan og leiddi til stríðs Bandaríkjamnna og Japana 1941-45. 

En hernaðarátökin fara að mestu fram á vígvöllum í net- og tölvuheimum eða þá sem staðbundin átökum hér og þar við hryðjuverkamenn. 


mbl.is Barist í Netheimum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Friðarsinnarnir" sem vilja ekki álver af því þau framleiða hergögn, vilja væntanlega ekki gagnaver heldur?  Í þeim er hægt að geyma her-gögn sem geta eytt lífi á stóru landsvæði.

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.12.2010 kl. 16:52

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Allt þetta tal um nethernað og hryðjuverk á netinu er líður í að koma böndum á internetið. Yfiralþjóðlegar valdastofnanir þola ekki að netið skuli vera vettvangur frjálsrar miðlunar. Núna eru í undirbúningi hér á landi stórfelldar njósnir gegn öllum íslenskum netnotendum. Það stendur til að skylda alla sem selja internet aðgang til að logga alla notkun viðskiptavina og geyma afrit af netpósti og öllum IP samskiptum í 6 mánuði og gera það aðgengilegt yfirvöldum ef þörf krefur. Þetta er stærsta ógnin. Ekki hvort hakkarar brjótast inní tölvukerfi Utanríkisráðuneytis Bandaríkjannna

Menn þurfa að átta sig á hvað er hægt og hvað ekki. Allt tal um að hryðjuverkasamtök geti slökkt á iðnaðartölvum sem stjórna raforkuverum eða almannasamgöngum er fjarstæða. Slik netkerfi eru sjálfstæð og ekki tengd Internetinu. 

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 9.12.2010 kl. 17:15

3 Smámynd: Hannes Baldursson

@Jóhannes: [citation needed] ... er í alvöru verið að reyna að koma á slíkum almenningsnjósnum hér á landi?

Hannes Baldursson, 9.12.2010 kl. 17:25

4 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Það er nú spurning hvort það er verið að reyna að koma þessum njósnum á netinu á? Sumir fullyrða að þetta sé nú þegar orðið svona. Að bandaríska leyniþjónustan CIA og þjóðaröryggisráð Bandaríkjanna stundi akkúrat svona netnjósnir. Það eina sem eftir er sé bara stillingaratriði, að ákveða hvort og hvenær öll tölusamskipti séu hleruð eða afrituð, eða bara sum samskipti. Og svo auðvitað hverjir fái að hlera og afrita hjá hverjum. En fullyrt er að tæknin sé nú þegar til staðar og í notkun.

Jón Pétur Líndal, 9.12.2010 kl. 17:45

5 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Hannes, því miður þá er þetta staðreynd. Og það á meira að segja að ganga svo langt að  skylda internetveiturnar til að geyma allan ruslpóstinn sem er síaður frá og skiptir milljónum eintaka.  Frelsið sem Internetið hefði getað veitt ef því hefði fylgt ábyrgð er að snúast uppí helsi þar sem stóri bróðir hefur fengið enn eitt tækið til að ógnarstjórna.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 9.12.2010 kl. 17:45

6 identicon

Bara leiðrétta moggan og rúv þessi hópur kallar sig Operation Payback og eru Anonymous enn heita það ekki hér er link á wilkipedia um þá og youtube skilaboð frá þeim

http://www.youtube.com/watch?v=kZNDV4hGUGw&feature=player_embedded

https://secure.wikimedia.org/wikipedia/en/wiki/Operation_Payback

Helgi Sæmundsson (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 18:17

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

á meðan ég get spilað online spil er mér sama held ég..

Óskar Þorkelsson, 9.12.2010 kl. 18:17

8 Smámynd: Gunnar

Varðandi netnjósnir Bandarikjamanna þá er langt síðan þær voru settar í gang í samvinnu við ýmis önnur ríki. Fyrirbærið heitir Echelon og fyrir nokkrum árum síðan varð ég áþreifanlega var við tilvist þess. Sjá http://truth.is/?p=610

Gunnar, 9.12.2010 kl. 18:22

9 Smámynd: Gunnar

Prófa að gera tengil virkan: Echelon og Hjalið mitt.

Gunnar, 9.12.2010 kl. 18:23

10 identicon

Jóhannes, ég er ekki sammála fyrri færslu þinni. Það er hægt að hafa áhrif á iðntölvur með tölvuveirum.

Stuxnet er dæmi um vírus sem var hannaður einmitt til þess. Hann byrjar á því að afrita sig á milli Windows véla sem svokallað "rootkit", sem ekki er auðveldlega hægt að sjá keyrandi á vélinni. Á flestum vélum gerir hann engan skaða og bíður í leyni. Ef hann hins vegar finnur iðnstýringarhugbúnað (Industrial Control Software, eða ICS), þá fer hann af stað og kannar hvers kyns búnaði er verið að stýra.

Ef vírusinn finnur stýringu á iðntölvu (Programmable Logic Controller, eða PLC) frá þýska framleiðandanum Siemens AG, þá hleður hann annarri veiru inn í iðntölvuna. Þegar hingað er komið getur vírusinn sent út skipanir sem hreinlega eyðileggja verksmiðjuna. Hann gæti til dæmis látið vélar ofhitna, látið þær missa stjórn, eða látið hættuleg efni losna úr læðingi.

Það er talið að Stuxnet veirunni hafi verið ætlað að valda skemmdum á írönskum kjarnorkuverum. Veiran er það háþróuð að hún hefur örugglega ekki verið hönnuð af einhverju nerði í kjallara einhvers staðar, heldur af leyniþjónustu með öflugt forritunarteymi.

Þórarinn Heiðar Harðarson (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 19:07

11 Smámynd: Zaraþústra

Ríki stunda vissulega eiginlegan nethernað. En mér þykir það gífurlega misvísandi að kalla umtalaðar aðgerðir Anonymous hernaðaraðgerðir. Þetta er miklu líkara mótmælaaðgerðum. Þetta er í líkingu við það að 10.000 manns myndu setjast fyrir framan fjármálafyrirtæki og meinuðu þannig viðskipavinum þess aðgang. Það er ekki verið að reyna komast inn í tölvukerfi þessara fyrirtækja og skemma, heldur verið að tefja viðskipti með því að láta sjálfvirk tölvuforrit heimsækja vefsíður þessara fyrirtækja svo oft að vefþjónarnir anna ekki eftirspurn. Því er eðlilegra að tala um mótmælendur frekar en tölvuþrjóta, þetta er illa hugsuð þýðing hjá fréttamönnum.

Zaraþústra, 9.12.2010 kl. 20:48

12 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þórarinn, ég sagði ekki að það væri ekki hægt að gera skemmdarverk á iðntölvum. Ég sagði að þær væru ekki tengdar Internetinu og því ekki nokkur leið að hakka sig inná þær. Bilið á milli þess sem er fræðilegt og þess sem er mögulegt er nokkuð breytt. Til dæmis umfjöllun um óöryggi GSM síma í fréttum í sumar sem byggði á sænskum tilraunum var rétt í eðli sínu en það gleymdist bara að segja frá því að tilraunin byggðist á að tengt var á milli síma og tölvu með gagnakapli og þannig var hægt að fjarstýra því sem gert var í nafni eigandans. En í daglegri notkun er ekki mikil hætta á að svona gerist.

Stuxnet er þekkt og þess vegna er líka búið að gera ráðstafanir gegn virkninni. En það á ekki að takmarka möguleika netsins vegna þess að þar finnast óprúttnir náungar. Það þarf bara að efla fræðslu og varnir. Fyrirtæki og stofnanir þurfa að takmarka óþarfa aðgengi að netinu og banna notkun samskiptavefja eins og facebook. Svona netnotkun getur fólk sinnt heima hjá sér í eigin tíma

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 9.12.2010 kl. 20:53

13 identicon

Ég er algerlega sammála þessu Jóhannes, það á að efla fræðslu og varnir, í stað þess að takmarka frelsi á internetinu. Njósnir af þeim toga sem þú minnist á væru lítið skárri en að hlera símalínur hjá fólki. Hvar á að draga línuna?

Þórarinn Heiðar Harðarson (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 21:12

14 Smámynd: Hannes Baldursson

@Jóhannes; samkvæmt nokkrum aðilum á netinu sem segjast setja upp iðntölvur eru margar af þeim tengdar staðarneti sem er tengt internetinu. Ef tölva á staðarnetinu sýkist eru sama sem engar varnir milli hennar og iðntölvunnar, það eru til varnir (td. data-diode) en þær eru ekki alltaf notaðar.

Iðntölvurnar þurfa að vera tengdar staðarneti svo forrit sem fylgjast með þeim og stýra hafi aðgang. Sjálfur þekki ég samt iðntölvur ekki það vel þannig ég ætla ekki að fullyrða neitt.

Varðandi netfrelsi er ein leið til að nálgast það; dulkóðun.

Ég veit að í sumum löndum er verið að setja upp "deep packet inspection" hjá þjónustuaðilum. Eina leiðin til að verjast því er að nota dulkóðun, sem er því miður ekki nógu mikið notuð.

Hannes Baldursson, 10.12.2010 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband