18.2.2010 | 20:47
Allt of seint. Slæleg viðbrögð.
Í annað sinn í vetur eru viðbrögð samgöngusviðs Reykjavíkurborgar allt of sein varðandi aðgerðir vegna svifryks á götunum.
Fréttin um "rykbindingu" vekur spurningar.
Orðið er venjulega notað um þá aðferð til að sporna gegn rykmyndun, að sett sé efni í rykið sem bindur það. Verður rykbindiefni dreift á göturnar?
Eða er þarna um að ræða rangt orðalag varðandi það að skola eða fjarlægja rykið og drulluna af götunum eins og gert var allt of seint fyrr í vetur?
Hvort sem um er að ræða eru viðbrögðin nú og við sams konar aðstæður fyrr í vetur allt of seint á ferðinni og gagnrýniverð að mínu mati.
Aðfararnótt fyrradags var hiti um þrjú stig í Reykjavík og þá hefði verið auðvelt að skola rykið af götunum án þess að vatnið frysi eða að það þyrfti að salta göturnar á eftir eins og gert var fyrr í vetur.
Á mánudag síðastliðnum lá fyrir að eftir miðja þessa viku og eins langt fram í tímann og séð yrði myndi verða frost í Reykjavík.
Frostkaflanum sem kom um helgina hér í borginni hafði verið spáð og þar á undan fór langur kafli með blautum auðum götum. Þá strax hefði átt að grípa til aðgerða.
En rétt eins og í fyrra skiptið í vetur bregst samgöngusviðið allt of seint við og þar á bæ virðast menn ekki í neinu sambandi við veðurstofuna eða hafa áhuga eða getu til að sinna þessum verkefnum.
Fyrirsjáanlegt var að svifryk myndi stigmagnast þegar tugþúsundir óþarfra nagladekkja slíta upp slitlagi gatnanna og búa til viðbjóðslegt svifryk sem er heilsuspillandi og hvimleitt.
Þessi dekk hafa skóflað götunum upp í allan vetur öllum til ama, leiðinda og kostnaðar.
Lagðar hafa verið fram tillögur á vettvangi borgarstjórnar um þessi mál árum saman án þess að nokkuð hafi gerst.
Ef menn vilja orða það svo að ég gagnrýni þau yfirvöld harðlega sem eiga að fást við þessi mál þá er það rétt orðalag.
![]() |
Rykbinding vegna svifryks |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
18.2.2010 | 10:45
Mun meiri virðisauki en af stóriðju.
Einkennilegt er það að í vikulegum og stundum daglegum síendurteknum viðtölum við talsmenn atvinnulífsins minnast þeir aldrei á ferðaþjónustuna.
Daginn eftir hrunið 2008 jókst eftirspurnin eftir ferðum til Íslands en á það minntist ekki nokkur maður, heldur var öll hugsunin við það hvort hér gætu risið sem flest álver eftir svo og svo mörg ár.
Það er búið að fara margsinnis í gegnum það að mun meiri virðisauki rennur hlutfallslega inn í þjóðarbúið af sjávarútvegi og ferðaþjónustu en af stóriðju.
Ástæðan er tvíþætt.
Hráefni sjávarútvegsins er tekið upp úr auðlindalögsögu landins og er því eign okkar frá byrjun en til stóriðjunnar þarf að kaupa hráefni yfir þveran hnöttinn til þess að framleiða annað hráefni úr því og selja.
Orkusamningarnir og allir aðrir samningar við hin erlendu stóriðjufyrirtæki eru þannig að arður þessara fyrirtækja er langstærsti liður starfseminnar og rennur úr landi.
Útreikningarnir varðandi ferðaþjónustuna eru flóknari en leiða til svipaðrar niðurstöðu, sem sé þeirrar, að virðisaukinn sem rennur inn í þjóðfélagið sé hlutfallslega meira en tvöfalt meiri en vegna stóriðjunnar.
Meðal annars er það vegna þess að jafnvel þótt öll náttúra og orka landsins yrði sett í að framleiða fyrir álver fengi aðeins 2% vinnuafls þjóðarinnar atvinnu í álverunum.
Og jafnvel þótt menn segðu að með afleiddum störfum gæti þetta komist upp í 8% standa 92% vinnuaflsins út af, og þessi 92% kalla stóriðjufíklar í háðungarskyni "eitthvað annað" og átelja mig og skoðanasystkini mín fyrir að halda því fram að þar liggi sóknarfæri sem dugi.
![]() |
Ferðamenn skila 155 milljörðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (36)