Mun meiri virðisauki en af stóriðju.

 Einkennilegt er það að í vikulegum og stundum daglegum síendurteknum viðtölum við talsmenn atvinnulífsins minnast þeir aldrei á ferðaþjónustuna. 

Daginn eftir hrunið 2008 jókst eftirspurnin eftir ferðum til Íslands en á það minntist ekki nokkur maður, heldur var öll hugsunin við það hvort hér gætu risið sem flest álver eftir svo og svo mörg ár.  

Það er búið að fara margsinnis í gegnum það að mun meiri virðisauki rennur hlutfallslega inn í þjóðarbúið af sjávarútvegi og ferðaþjónustu en af stóriðju. 

Ástæðan er tvíþætt.

Hráefni sjávarútvegsins er tekið upp úr auðlindalögsögu landins og er því eign okkar frá byrjun en til stóriðjunnar þarf að kaupa hráefni yfir þveran hnöttinn til þess að framleiða annað hráefni úr því og selja.  

Orkusamningarnir og allir aðrir samningar við hin erlendu stóriðjufyrirtæki eru þannig að arður þessara fyrirtækja er langstærsti liður starfseminnar og rennur úr landi.

Útreikningarnir varðandi ferðaþjónustuna eru flóknari en leiða til svipaðrar niðurstöðu, sem sé þeirrar, að virðisaukinn sem rennur inn í þjóðfélagið sé hlutfallslega meira en tvöfalt meiri en vegna stóriðjunnar.  

Meðal annars er það vegna þess að jafnvel þótt öll náttúra og orka landsins yrði sett í að framleiða fyrir álver fengi aðeins 2% vinnuafls þjóðarinnar atvinnu í álverunum.

Og jafnvel þótt menn segðu að með afleiddum störfum gæti þetta komist upp í 8% standa 92% vinnuaflsins út af, og þessi 92% kalla stóriðjufíklar í háðungarskyni "eitthvað annað" og átelja mig og skoðanasystkini mín fyrir að halda því fram að þar liggi sóknarfæri sem dugi. 


mbl.is Ferðamenn skila 155 milljörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Stóriðjan á Reyðarfirði styrkir ferðaþjónustuaðila á staðnum og reyndar alla aðra þjónustu líka. Fyrir daga stóriðjunnar var nánast vonlaust að reka hótel á Reyðarfirði. Í dag er rekstrargrundvöllurinn mun betri.

Á Eskifirði er rekin afar athyglisvert ferðaþjónustufyrirtæki, http://mjoeyri.is/ . Með fjölgun íbúa í Fjarðabyggð vegna álversins og bættri þjónustu á alla lund í sveitarfélaginu, hefur rekstrargrundvöllur þess fyrirtækis stórbatnað.

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.2.2010 kl. 11:06

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

.... og þegar ég tala um að stóriðjan "styrki" ferðaþjónustuna, þá er ég ekki að tala um ölmusustyrki

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.2.2010 kl. 11:10

3 identicon

Ómar finnst þér ekki að við þurfum að setja skýrari leikreglur utan um ferðamennskuna áður? Stýra aðgangi ferðamanna um landið? Núverandi fyrirkomulag er glórulaust. Hvað hafa skátarnir t.d. efni á að sækja marga túrista á mokkasíum upp á jökul? Hingað koma menn, leigja sér bílaleigubíl, drulla og míga þar sem þeim sýnist. Henda rusli og vaða um landið eins og enginn sé eigandinn. Meðan svo er, á maður þá að gleðjast yfir þessari frétt?

PS. Ég tala nú ekki um sölu kvikmyndafyrirtækja og auglýsingafyrirtækja á tökustöðum ,,locations" til erlendra aðila og skilja svo við sig eins og innrásarher. Hirða svo allar tekjurnar. Tekjur ríkisins af þessu eru svo litlar sem engar þar sem fyrirtæki borga jú skatta af hagnaði, sem þessi fyrirtæki passa sig á að sýna aldrei. Eigum við að fagna þessari þróun?

Birgir (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 11:48

4 Smámynd: Sigurður Hrellir

Birgir, það sem þú segir um kvikmyndafyrirtækin er ósanngjarnt að tvennu leyti. Annars vegar ganga flestir mjög vel um þó svo að dæmi séu til um það sem þú nefnir. Sum kvikmyndafyrirtæki fara aftur og aftur á sömu staðina og vilja að sjálfsögðu ekki koma að þeim eins og innrásarher hafi gengið um svæðið. Á að dæma alla út frá skussunum eða horfa til reynslunnar og setja reglur? Væri ekki skynsamlegra að hafa eftirlit með þessu og jafnvel að krefjast trygginga þegar mikið stendur til?

Hitt atriðið sem þú gleymir er að þjóðarbúið hagnast af gjaldeyristekjum, skattlagningu og síðast en ekki síst landkynningu sem af þessu hlýst. Kvikmyndir teknar hérlendis er besta landkynning sem hugsast getur og má líta á sem ókeypis markaðssetningu.

Og þú Gunnar ættir að tala varlega um ölmusustyrki. Hvað er það annað en ölmusa að láta Alcoa fjármagna byggingu íþróttahúss á Reyðarfirði? Þetta kallast að kaupa sér velvild.

Sigurður Hrellir, 18.2.2010 kl. 12:05

5 Smámynd: Baldvin Kristjánsson

Alltaf sama spurningin, hvort samfélagið sé betra, það sem spunnið er úr fáum, öflugum þráðum, eða mörgum þynnri. Svarið liggur fyrir í þróuðum löndum sem vinna eftir rannsóknum og niðurstöðum, ekki sleggjudómum og þeim sem hrópa hæst.

Nóg að skoða rannsóknir og útgefnar skýrslur hjá leiðandi löndum eins og Ástralíu og Kanada.

Þjóðhagslega hagstæðustu rekstrareiningarnar eru þær sem auka tekjur án mikillar fjárfestingar og eru dreifðar um allt samfélagið - þ.e. betri nýting þeirrar fjárfestingar sem þegar var fyrir hendi í samfélaginu. Gott dæmi um þetta er afskekktur bóndi sem leigir ferðamanni aukaherbergi og veiðistöng. Engin fjárfesting, en hlutfallslega miklar tekjur.

Í framhaldinu hafa þessi lönd lagt gríðarlega áherslu að efla fyrirliggjandi tekjustofna (heimamanna og þeirra styrk) - ekki risalánapakka sem ryðja út öðrum samfélagsstoðum, gríðarlegu fjármögnunarútstreymi og einhæfingu.

Ég man sérstaklega eftir því þegar Ástralía breytti áherslum í ferðaþjónustu, af risaverkefnum með japanskan markhóp sem eyddi miklum upphæðum pr. dag. Markhópur sem nýtti breiðþotur, hótel og rútur í japanskri eigu - yfir á bakpokaputtalinga sem dvöldu lengi í landinu, gengu um sveitirnar með gat á malnum og dreifðu þannig brauðmolum upp um afskekktar sveitir. Þessi markhópu var miklu verðmætari að raunvirði fyrir samfélagið heldur en japaninn.

Samskonar dæmi eru frá Svíþjóð og Finnlandi. Sveitarfélögin þar hafa flutt áhersluna á að styðja fjárfestingargetu heimamanna, sem dreifast þétt um sveitarfélagið.

Nú er ég að athuga hvort ég eigi að koma frekar með fyrirtækið mitt til Íslands eða Svíþjóðar. Alveg sama hvað ég skoða, allt er Svíþjóð í vil - nema villimennskan.

Baldvin Kristjánsson, 18.2.2010 kl. 12:23

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ertu svo skyni skroppinn Sigurður, að þú gerir ekki greinarmun á styrkjum til samfélagsverkefna og styrkjum til fyrirtækja?

Alcoa styrkti byggingu knattskyrnuhallarinnar um 200 miljónir króna, sem er að mig minnir um þriðjungur af heildarkostnaði við bygginguna. En þetta var ekki eingöngu styrkur því þetta var einnig samningur um að Alcoa fengi aðgang að höllinni fyrir starfsmenn sína og gátu þeir því sleppt að byggja íþróttaaðstöðu við álverið, eins og upphaflegu áætlanirnar gerðu ráð fyrir.

Í dag fær Alcoa fjóra tíma í viku í höllinni, tvo kvenna og tvo karlatíma, auk þess að hafa aðgang að húsinu fyrir sérstakar uppákomur á vegum fyrirtækisins.

Alcoa styrkir ótal tómstunda og menningarverkefni á Austurlandi og einnig hafa þeir styrkt heilbrigðisstofnanir, björgunarsveitir og fleira. Hér eystra tekur fólk þessu fagnandi, en "Latte-lepjandi 101 liðið"  lítur auðvitað á þetta eins og verið sé að múta fólki hér til góðvildar í garð fyrirtækisins.

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.2.2010 kl. 13:55

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Kvikmyndafyrirtæki og útlendingar eru englar miðað við stóra hópa Íslendinga sem láta ekki nægja að ganga eins og svín um landið, heldur ekur maður á eftir þeim um götur borgarinnar og horfir á þá henda sígarettum og rusli út um bílgluggana.

Í mörgum ríkjum Bandaríkjanna liggur 130 þúsund króna sekt við því að henda bjórdós eða sígarettu á almannafæri. 

"Latte-lepjandi 101 liðið", - þegar allt um þrýtur er maður afgreiddur með svona frösum þótt aldrei fari ég á kaffihús í Reykjavík 101 og hafi ekki átt heima þar í 65 ár. 

Synd að Gunnar Th. skuli ekki hafa verið uppi á dögum Fjölnismanna og Jóns Sigurðssonar  til að klína á þá frösum eins og "bjórlepjandi kaffihúsaliðið í kóngsborginni."

Ómar Ragnarsson, 18.2.2010 kl. 14:11

8 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Gunnar, klisjan þín um "latte lepjandi 101 liðið" er að vera svolitið þreytandi. Við erum ein þjóð og eigum að haga okkur samkvæmt þessu. En veist þú hversu margir fluttu frá Austurlandi þrátt fyrir Alcoa og alla ölmusur sem þeir veittu? Ég sé ekki betur að þaðan flytja jafn margir íslendingar af landi brott eins og annarstaðar á landi. 

Úrsúla Jünemann, 18.2.2010 kl. 14:20

9 Smámynd: Baldvin Kristjánsson

Svona var nú Stapinn og íþróttahúsið í Njarðvík byggt á sínum tíma, með "aðstoð" vallarins.

Hvað eruð þið að ergja ykkur á bullukollum? Þessi Gunnar er súr í hausnum, látið greyið vera.

drekk þó ekki latte.

Baldvin Kristjánsson, 18.2.2010 kl. 15:07

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Latte-lepjandi 101 liðið" er það eina sem þið takið eftir í athugasemd minni... eða kjósið að taka eftir, því þið hafið engin rök, bara bull. Ég vissi að þetta færi í taugarnar á ykkur, en Ómar, þú misskilur þessa nafngift. Þú þarft ekki að búa í 101 og ekki drekka latte til þess að tilheyra þessum hópi.

Úrsúla, veistu hversu margir brottfluttir Austfirðingar væru ef ekki væri álverið? Veistu hvaðan af Austurlandi þetta fólk er að flytja? Er álverið á Grundartanga að koma í veg fyrir að fólk flytji frá Hellisandi á Snæfellsnesi?

Fólk með svona athugasemdir opinberar hversu hræðilega illa upplýst það er, en tjáir sig samt kokhraust um málin.

Lesið nú athugasemd mína aftur og sleppið úr henni "Latte-lepjandi 101 liðið" og setjið í staðinn "andstæðingar framkvæmdanna á Austurlandi" í staðinn.

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.2.2010 kl. 15:52

11 Smámynd: Baldvin Kristjánsson

hvað stendur eftir í athugasemdinni-

"þráhyggjubullukollar þráhyggjubullukollur þráhyggjubullukollur kaffilatte"

þegar maður tekur "kaffillatte út?"

Baldvin Kristjánsson, 18.2.2010 kl. 16:37

12 Smámynd: Óskar Þorkelsson

lattle lepjandi 101 liðið vs landasullandi leigubílstjórum.. hmmm 

Óskar Þorkelsson, 18.2.2010 kl. 20:15

13 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það lá við að núna svelgdist mér á latteinu hérna á 101num í Stórholtinu.

Þakka þér fyrir það Gunnar Th. að tala ekki niður til okkar hasshausanna hér af meiri þrótti en raun ber vitni.

Rio Tinto Alcoa er gott fyrirtæki og hvar sem það drepur niður sínum velskapaða fæti er það af mikilli gætni og hæversku gert. Eiginlega nokkurs konar félagsmálastofnun hvar sem það birtist. Peningar eru ekki hvatinn að þeirra velgengni heldur þráin til þess að styrkja góð málefni og vernda fólkið og umhverfi þess.

Árni Gunnarsson, 18.2.2010 kl. 20:29

14 Smámynd: Óskar Þorkelsson

he he góður Árni

Óskar Þorkelsson, 18.2.2010 kl. 20:37

15 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Nú erum við komin í gamalkunnar skotgrafir. Þegar varað er  við einhæfri ráðstöfun orkuauðlindanna í stóriðju og bent á arðsemi viðfangsefna, sem þurfa minni orku til að halda hjólum sínum gangandi, þá sjá þeir, sem búa undir vegg þessara verksmiðja, sig knúna að verja viðvarandi fjárfestingu til þess arna fram í rauðan dauðann.

Þessi ágreiningur byggist á misskilningi og er hreinn óþarfi.

Það mun enginn taka stóriðjuna frá þessu fólki og við njótum þess sem gert hefur verið. Til að verja það framtak er engin nauðsyn að haga hlutunum á þann veg um aldur og ævi. Það er alveg tímabært að byggja léttan iðnað og fjölbreytta þjónustu við hlið þessarar atvinnugreinar, þannig að hvorir tveggja fái að njóta sín.

Þeim áherslum er alls ekki stefnt gegn stóriðjunni.

Og vangaveltur um, hvort loka eigi einhverjum álverum, eiga alveg rétt á sér og kunna að vera raunhæfar. Slíkar vangaveltur um álverið í Straumsvík tel ég raunhæfari en stækkunaráform. Hafnarfjarðarbær hlýtur að taka afleiðingum ákvarðana um íbúðahverfi á Hvaleyrarholti og á Völlunum með því að þrengja kost álversins í Straumsvík.

Sigurbjörn Sveinsson, 18.2.2010 kl. 20:59

16 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég held að það sé í eðli allra manna að vilja láta gott af sér leiða og ef það er hvati til þess þá er það bara ágætt. Auðvitað er öllum fyrirtækjum nauðsynlegt að eiga gott samstarf við nærsamfélagið. Það eru engin ný sannindi í því.

En sumir láta láta samsæriskenningar alveg fara með sig og halda að allt svona sé gert af illum hvötum. Hún kemur örugglega mörgum á óvart, mannauðs og umhverfisstefna Alcoa. Fyrirtækið hefur hlotið mörg alþjóðleg verðlaun á þeim sviðum undanfarin ár.

Andstæðingar svona iðnaðar nærast á gömlum draugasögum um fyrirtæki af þessu tagi, hvernig þau hafa farið með fólk og náttúru, svo eftir stendur sviðin jörð í fjölbreyttri merkingu þess orðs.

Tímarnir hafa breyst... verst að þið skulið ekki hafa áhuga á að kynna ykkur það

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.2.2010 kl. 21:31

17 identicon

Það er ekkert að því að við Íslendingar veljum fjölbreytt atvinnulíf. Það er klárlega margt verra en stóriðja af tegundinni álver eða hvað annað sem hingað rekur og uppfyllir settar kröfur. Sama gildir um allan annan iðnað eins og ferðaiðnaðinn. Þessi frétt um aukinn áhuga erlendra ferðamanna til landsins er þannig bara gleðiefni.

Það sem hinsvegar er óþolandi í þessu öllu er getuleysi Íslenskra stjórnvalda til að undirbúa þessa hluti skammarlaust og í sátt við þjóðina. Stjórnvöldum virðist fyrirmunað að búa þannig um hnútanna að vel takist til og allir geti verið sáttir við niðurstöðuna. Stjórnvöld eru bókstaflega með allt á hælunum í þessum málum. Varðandi álverin þá er nánast verið að grátbiðja þessi fyrirtæki að flytjast hingað með starfssemi sína. Þannig er þjóðin látin taka erlend lán á okurvöxtum til að byggja orkuver til að tryggja þessum fyrirtækjum orku á tombóluverði um ókomna framtíð.

Núna er það ferðamannaiðnaðurinn. Varðandi aðgang að náttúruperlum okkar þá er bara frítt spil, hvort sem þú ert ferðamaður, ferðasali eða kvikmyndaframleiðandi. Bara go ahead hér eru engar girðingar truntastu bara yfir eins og þér þóknast. Aðalatriðið virðist vera að túristinn svari spurningunni ,,How do you like Iceland?" Voila! Þjóðin þrífur svo upp eftir þig skítinn og ruslið.

Birgir Már (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 21:42

18 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Lán sem Landsvirkjun tók vegna Kárahnjúka, bera langt í frá okurvexti. Þvert á móti var lánshæfismat fyrirtækisins mjög gott fyrir verkefnið.

En því í ósköpunum stillið þið upp málum þannig, að annaðhvort álver- eða eitthvað annað? Afhverju ekki bæði?

Þenslan í efnahagslífinu var ekki mikil vegna Kárahnjúka og álversins. Um 15% þenslunnar eru rakin til framkvæmdanna og það eitt og sér hefði ekki verið vandamál. 

En húsnæðislánabóla Framsóknarflokksins kom á versta tíma í efnahagslegu tilliti um leið og áhrif vegna framkvæmdanna eystra voru hvað mest og í ofanálag bættist svo alheims lánsfjárkreppan við, hin mesta í áratugi. Sá kokteill var baneitraður.

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.2.2010 kl. 22:02

19 Smámynd: Sævar Helgason

Sá atburður varð í Hafnarfirði um daginn að lyfjafyrirtækið  Actavis tilkynnti um 50% stækkun fyrirtækisins . Það þýðir 50-70 ný störf hjá fyrirtækinu. Enginn lántökukostnaður vegna aðfanga Íslendinga er nauðsynlegur - svo sem virkjanakostnaður.  Þetta hefur ekki vakið neina sérstaka athygli.  Þetta eru þó störf sem við getum kallað "eitthvað annað" . Góð hálaunastörf.

Til samanburðar má geta þess að sú 40 þús/árstonna stækkun Rio Tinto í Straumsvík krefst lántöku Íslendinga uppá 25-30 milljarða vegna aðfanga raforku til þessarar stækkunnar. Aðeins 10 varanleg störf skapast í álverinu vegna þessa. 

En á virkjanatímanum eru það verkfræðistofur og verktakar sem fá nokkur hundruð störf í 2-3 ár .  Eru þeir aðilar ekki aðalþrýstiaflið í svona dýrum atvinnulausnum ?

Varðandi samfélagslega aðkomu svona stóriðjuaðila þá er sú uppá koma tiltölulega ný hér á landi.  Öll 33 árin sem Svisslendingar áttu álverið í Straumsvík tóku þeir engan þátt í þannig gjörningum.

Það kemur með hinni amerísku menningu sem fylgir öllum þeim sem nú eiga þessar verksmiðjur....

Sævar Helgason, 18.2.2010 kl. 23:09

20 identicon

Gunnar Th. Þú spyrð hvers vegna ekki bæði álver og „eitthvað annað“. Það er nokkuð góð hugmynd. Svo getum þegar 98% þjóðarinnar hefur atvinnu geta hin tvö prósentin farið að vinna við að moka nýja skurða til að moka ofan í hann aftur, er það ekki?

Ósanngjörn samlíking? Kannski, en Gunnar Th. þú verður aðeins að spá í því hvað það er sem álver framleiða. Álver eru ekki atvinnuframleiðendur, heldur framleiða þeir ál. Ál sem er ýmist notað í vopn, pepsídósir, flugvélar eða hvaðeina. Atvinnan er ill nauðsyn sem framleiðslan krefst. Nú hvers vegna líki ég álframleiðslu við að moka skurð til að fylla hann aftur? Jú, við þurfum ekki allt þetta ál. Framleiðsla á meira áli er sóun. Við þurfum ekki milljón m-16 riffla eða tvö grömm af áli fyrir hvern líter af pepsí sem selst. við þurfum ekki að auka álframleiðslu í heiminum um milljón tonn um leið og flugferðir aukast um eitt prósentustig. Að framleiða eitthvað sem við þurfum ekki er sóun, sóun á frítíma, sóun á náttúruauðlindum, sóun á landsvæði frumbyggja, sóun á ræktsvæði fátæku landanna. Í stað þess að framleiða 200% meira af áli en við þurfum þá væri hægt að nota tíman sem sparast í að mála mynd eða ala upp börnin okkar.

Þess vegna kasta ég fram hugmynd sem er alltof fáheyrð í þessum álversumræðum: Hvað með EKKERT annað? Hvað með að vera sátt með það sem við höfum? Hvað með að njóta lífsins, tjilla, taka sér frí? Við þurfum ekki að drekkja landinu til að eignast flatskjá. Það eina sem við höfum upp úr því er fáránlega rík yfirstétt.

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 19.2.2010 kl. 09:43

21 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta er dálítið "Saving Iceland" hjá þér, Baugsson. Þú færð ekki mörg atkvæði út á þetta

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.2.2010 kl. 17:02

22 identicon

Einmitt Gunnar. Kannski afritaði ég þetta bara beint frá savingiceland.org, kannski er ég meðlimur Saving Iceland sjálfur eða kannski höfða þeirra rök bara svona vel til mín að ég kýs að nota þau í umræðum um stóriðju. En bara vegna þess að einhverjir hippar (skríll, krakkar) hafa bennt á það (eða eitthvað í líkingum við það), þá þýðir það ekki að það sé rangt.

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 19.2.2010 kl. 17:27

23 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"I rest my case"

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.2.2010 kl. 18:04

24 identicon

Ég held að öfgastóriðjuhausinn Gunnar ætti að hætta að tjá bullið sitt, enda sennilega með álheila frá Alcoa. Það er aumt er menn trúa í blindni á stórfyrirtæki sem hafa það eina markmið að græða og ekkert annað...

Anus (IP-tala skráð) 19.2.2010 kl. 18:33

25 Smámynd: Óskar Þorkelsson

landasullarinn er bara eins og hann er :)  
Hann skildi ekki greinina hans Baugson og ákvað af sinni einskæru snilld og mannviti að slá þetta út af borðinu.  en af því að landasullarinn veit allt að eigin viti þá skildi hann eki að Baugson var að benda honum á staðreynd sem hefur verið augljós í 2-3 ár.. það er oframleiðsla á áli í heiminum í dag !!! 
Skál í ál 

Óskar Þorkelsson, 20.2.2010 kl. 01:00

26 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

.. og eiga Íslendingar að sporna gegn því að ál er eftirsóttur málmur á mörkuðum?

Finnst ykkur þið stærri menn með því að uppnefna mig?

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.2.2010 kl. 04:02

27 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ál er sá málmur sem mest er endurunninn og eitt fárra efna sem ekki missir gæði eða rýrnar við endurvinnslu. Um 80% alls áls sem framleitt hefur verið í heiminum frá upphafi, er enn í notkun.

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.2.2010 kl. 04:07

28 Smámynd: Sævar Helgason

"Um 80% alls áls sem framleitt hefur verið í heiminum frá upphafi, er enn í notkun."

Þetta er undarleg fullyrðing.

Bara Bandaríkjamenn henda um einni milljón tonna af áli á sorphaugana á ári hverju í formi umbúða allskonar. Varla er það talið ennþá í notkun.

Það eru ekki mörg ár síðan að endurvinnsla áls í heiminum var um 5 %.... Orkusóunin í heiminum er gríðarleg.. Framleiðsla á áli er gríðarlega orkufrek.

Sævar Helgason, 20.2.2010 kl. 10:01

29 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta er rangt hjá þér Sævar og sjálfsagt hefur einhver öfga umhverfissinninn logið þessu í þig.

Mjög hagkvæmt er fyrir álfyrirtækin að endurvinna ál, en Bandaríkjamenn eru auðvitað á toppnum í sóun og bruðli. Þar er endurvinnsla áldósa aðeins um 50% á meðan hún er 80-95% víðast hvar í Evrópu.

"Alcoa framleiðir mjög sjálfbæra vöru: yfir 70% af því áli sem framleitt hefur verið er enn í notkun, sem jafngildir 586 milljónum tonna af þeim 806 milljónum tonna sem framleidd hafa verið í heildina síðan 1886."
http://www.alcoa.com/iceland/ic/alcoa_iceland/overview.asp 

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.2.2010 kl. 11:27

30 Smámynd: Benedikt Gunnar Ófeigsson

Gunnar Viltu ekki reyna að hrekja það sem Baldvin sagði

"Þjóðhagslega hagstæðustu rekstrareiningarnar eru þær sem auka tekjur án mikillar fjárfestingar og eru dreifðar um allt samfélagið - þ.e. betri nýting þeirrar fjárfestingar sem þegar var fyrir hendi í samfélaginu. Gott dæmi um þetta er afskekktur bóndi sem leigir ferðamanni aukaherbergi og veiðistöng. Engin fjárfesting, en hlutfallslega miklar tekjur."

Er þetta rangt?

Benedikt Gunnar Ófeigsson, 20.2.2010 kl. 12:06

31 identicon

haha, Gunnar þú gefur þér það að tölur sem styðja ekki málstaðinn þinn séu fengnar einhversstaðar frá vafasömum aðilla (kannski réttilega þar sem Sævar vísaði ekki í neitt sér til stuðnings) en svo tekurðu þínar tölur frá Alcóa.

Jæja. Schlesinger (2006) segir að 30% af nýjum álvörum sé úr endurunnu áli. Það þýðir að um 70% af nýjum álvarningi er úr nýju áli. Þetta eru í samræmi við neyslu innan Bandaríkjana þar sem opinberar tölur sýna svipaða stöðu þar í landi (USGS Mineral Resources Program, 2008(pdf))

Nú þessar tölur stangast ekki á við tölurnar frá Alcóa þar sem ég er að tala um nýjar álvörur og Gunnar Th. um álvörur sem nú þegar eru í notkun og það getur vel verið að af þessu nýja áli (70% nýs álvarnings) verði 30% urðað og 70% ennþá í notkun eftir 30 ár.

En það er samt erfitt að meta hvorar tölurnar ætti að nota til að meta sóun í iðnaðinum. En svona til að fá smá tilfinningu fyrir hvert stefnir þá (ef við gefum okkur að tölurnar hans Gunnars Th. séu réttar) þá voru framleidd 38 milljón tonn af nýju áli árið 2007 í öllum heiminum (USGS Mineral Resources Program, 2008) ofaná þau 806 milljón tonn sem framleidd hafa verið frá upphafi (tölur frá Gunnari Th Gunnarssyni, hér að ofan). Þetta þýðir að það tekur okkur rúmt 21 ár að framleiða jafnmikið ál og var framleitt frá 1886 - 2009. Á árunum 2010 - 2030 verður því framleitt rúmur milljarður tonna af álvörum þar af um 700 milljónir tonna úr nýju áli og 300 milljónir tonna úr endurnýttu. Heildarmagn endurnýts áls í umferð fer þá úr 70% niður í tæp 60% á tuttugu árum sem þýðir að 40% af öllu áli sem hefði getað verið endurnýtt er farið á haugana.

En það er ekki þetta sem ég er að gagnrýna. Heldur er það framleiðslan sem slík. Hvað höfum við að gera með 38 milljón ný tonn af áli árlega? Sérstaklega ef það kostar okkur ónýtt hálendi, ónýt ræktunarsvæði, mengun, frekari fátækt og fárríka yfirstétt? Allavega þá er ég tilbúinn að fórna tveggjabílalífsstílnum til þess að snúa þessu við.

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 20.2.2010 kl. 12:21

32 identicon

Já, og svo er ég ekki að segja Ísland eigi að standa hetjulega gegn kapítalismanum og snúa þessari þróun við.  Heldur einfaldlega að við ættum ekki að taka þátt í þessari vitleysu. Við ættum að sjá hversu heimskulegt þetta er og fara frekar með krakkana í sund heldur en að sækjast eftir því að fá að vinna fyrir þessa vitleysingja sem þröngva þessari þróun áfram.

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 20.2.2010 kl. 12:35

33 Smámynd: Sævar Helgason

"Þetta er rangt hjá þér Sævar og sjálfsagt hefur einhver öfga umhverfissinninn logið þessu í þig."

 Ég er nokkuð kunngur álgeiranum eftir tæpra 40 ára viðveru enda einn af frumherjum álvinnslu hér á landinu. 

Þau eru mörg álverin og álvinnslurnar sem ég hef haft viðkomu í einkum í Evrópu. Mörg þeirra eru nú aflögð . Elsta álverið af þeim var Í Rohnedalnum og stofnsett fyrir árið 1900 - merkilegt álver frá upphafinu.Og ýmsar voru framleiðsluaðferðirnar við vinnsluna.  Fáein af þessum álverum stunduðu endurvinnslu og þá einkum á áli frá valsverkum - afskurðarál. Vegna þessara samskipta í álheiminum öðlaðist ég talsverða þekkingu á álvinnslu og markaðsmálum þess.

En eitt losnaði ég við að fá - álvinnslu á heilann. Heimurinn er fjölbreyttari en svo að hengja sig á einhverja einsleitni.

Hinsvegar er ég umhverfissinnaður og mikill útivistarmaður um áratugi og er hvatamaður þess að um Ísland sé gengið af virðingu - þó vil ég nýta okkar dýrmætu orkulindir af skynsemi -án þess að valda óafturkræfum stórspjöllum sem urðu vegna Kárahnjúka...

Sævar Helgason, 20.2.2010 kl. 15:41

34 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Benedikt, það er ekki hægt að segja að þetta sé rangt, en dæmið er samt ekki svona einfalt.

-

Baugsson, notkun áls hefur aukist mikið á undanförnum áratugum og framtíðarspárnar tala um enn meiri aukningu. Ástæðan er auðvitað sú að í áli sameinarðu þrjá mikla kosti í einu efni en það er styrkur, léttleiki og ending.

Ekki er meiri sóun í áli en öðrum efnum og á meðan markaðurinn krefst áls, þá verður ál framleitt einhversstaðar.

-

Engin ein aðgerð hefði styrkt byggðina á Mið-Austurlandi nánda nærri jafn mikið og álverið á Reyðarfirði hefur gert. Í könnun sem gerð var hér á Austurlandi fyrir um 18 mánuðum síðan, kemur fram að um 90% íbúa á Austurlandi eru ánægðir með þau áhrif sem álver Alcoa á Reyðarfirði hefur haft á búsetuskilyrði á svæðinu.

Um 7% voru óánægð og fyrir einhverja furðulega tilviljun reyndust þessi 7% nánast öll vera kjósendur vinstri- grænna

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.2.2010 kl. 16:09

35 identicon

Gunnar Th. Ef að þú spyrðir svín á sláturbúi hvort þau væru ánægð með hlutskipti sitt á búinu, þá myndu þau ábyggilega segja já. Ef þú spyrðir kínverskt verkafólk sem vinnur fyrir minna en 100 kall á tíman á meðan forstjórinn þeirra fær 10.000 kall á tíman, hvort þau væru ánægð með tilkomu verksmiðjunar, þá myndu eflaust 90% þeirra segja já. Þetta er ein af afleiðingum marxískrar firringar. Auk þess hafa fjölmiðlar haft gífurlega mótandi áhrif í gegnum tíðina. Ég meina, afhverju ætti nokkur að berjast fyrir því að fá enn einan arðræningja inn í héraðið sitt, að vinna fyrir mann sem tekur 90% af því sem þú býrð til og gefur þér 10%, kaupir sér svo þyrlu, fjölmiðil og tuttugu nýjar verksmiðjur í kringum heimin á meðan þú færð nóg til að borga fyrir húsið þitt og leikskólapláss fyrir krakkann sem þú hefur ekki lengur tíma til að ala upp sjálfur? Afhverju ætti nokkur að vilja þetta?

Gunnar Th. Markaðurinn er ekki jafnfrjáls og nýfrjálshyggjupostular vilja gefa sér. Feitir hvítir karlar í jakkafötum hafa hreðjartak á honum. Þeir kaupa af hvorum öðrum, nota töfraorð eins og viðskiptavild, fjárfestingu og hlutafjáraukningu, og búa til framboð og eftirspurn sem er annaðhvort stórlega ýkt eða ekki til. Ofan á þetta vinna tugþúsund mans við það að segja milljörðum manna hvað þau þurfa og hvað þau vilja. Það er ekki frjáls vilji sem stjórnar neyslumynstri vesturlanda heldur auglýsingar. Og ef að maður framleiðir tíuþúsund tonn af áli á ári vill selja meira af álinu sínu, þá borgar hann sérfræðingunum sínum til að plata fólk í að kaupa eitthvað sem það þarf ekki. Þessu ferli hefur verið gefið hið sakleysislega nafn markaðssetning. Morð á indjánum, eyðilegging ræktsvæða og skemdir á náttúrunni er ekki réttlætanlegt með vísan í markaðinn nema að þessari vestrænu hugarstýringu verði hætt

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 20.2.2010 kl. 17:11

36 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Landasullarinn kvartar yfir að vera uppnefndur en uppnefnir fólk hér að ofan :D magnaður gaur.. 

annars stendur ekki steinn yfir steini hjá í rökum landasullarans varðandi álið og álframleiðslu.   

Óskar Þorkelsson, 20.2.2010 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband