Spurningin um endurvakinn frumleika.

Í þessari kreppu eins og kreppunni miklu á fjórða áratug síðustu aldar má búast við að margar góðar og frumlegar bílategundir líði undir lok. 

Það var enginn smálisti af bílategundum sem hurfu milli 30 og 40, Auburn, Franklin, Noble, Cord, Duesenberg o. s. frv., -  margir þeirra afburðabílar sem eftirsjá var að.

Nú er spurningin hvort bílaframleiðandi, sem vakti athygli um miðja síðustu öld fyrir afar frumlegan bíl, fari sömu leið eða nái að krafla sig upp úr djúpu feni. Þessi fyrsta bílasmíð sænska flugvélaframleiðandans Saab, sem efsta myndin hér er af, var stórkostlegt hönnunarafrek sem fæddi af sér fyrsta fjöldaframleidda bíl verksmiðjanna. ursaab_963848.jpg

Síðustu árin hafa gömul og gróin merki verið að hverfa, svo sem Oldsmobile, Pontiac og Plymouth og aðrar bíltegundir, sem áður buðu upp á frumlega og framsækna hönnun, hafa orðið skugginn af sjálfum sér.

Mest hefur það gerst vegna samvinnu, sem hefur leitt af sér að tveir eða fleiri bílaframleiðendur hafa haft samvinnu um sameiginlega undirvagna eða heilu "boddýin" svo og sameiginlegar vélar og 220px-saab93f_gt750.jpgdrifbúnað.

Saab 92 var hreinræktaður gæðingur í upphafi, og má segja að hann hafi verið fyrsti fjöldaframleiddi smábíllinn sem var almennilega straumlínulagaður því að þótt Volkswagen-bjallan hafi sýnst vera þannig með sínum mjúku og bogadregnu línur, var loftmótstöðustuðull  tiltölulega hár, cx-48.  

Stuðull "Ursaab", sem fyrst var sýndur á bílasýningu, var aðeins CX 30, sem var minnsta loftmótstaða á nokkrum bíl í heiminum næstu hálfa öld!  79saab96_963851.jpg

Vélin var að vísu kópía af þýskuDKW tvígengisvélinni en bíllinn allur var einstakur, sterkur og furðu þægilegur og hentaði auk þess vel fyrir slæma vegi.

Eini gallinn á grófum vegum var púströrið, sem var lægsti punktur, því að gólf bílsins var algerlega slétt, sem var kostur út af fyrir sig.

Aksturseiginleikarnir og getan í rallkeppni voru einstök af svona gamalli hönnun að vera. Þegar ég og Jón bróðir kepptum í heimsmeistarakeppninni 1981 komust nokkrir bílar af þessari gerð á blað, - hétu þá reyndar Saab 96.

Svíinn Eric Carlsson var fyrsta alþjóðlega rallakstursstjarnan upp úr 1960 og gerði Saab 93 frægan. Var með ólíkindum hvað hann gat náð miklu út úr aðeins um 800cc þriggja strokka tvígengis-smávélinni.  

Síðar á sjöunda áratugnum var hann kominn með vatnskælda V-4 fjórgengisvél frá Ford í Þýskalandi og búið að lengja á honum nefið.

Skutbíllinn hét Saab 95 þrátt fyrir það að þetta væri bíll, sem var aðeins um fjórir metrar á lengd, tók hann sjö fullorðna í sæti á þann frumlega hátt, að öftustu tvö sætin sneru öfugt.

800px-1969-saab99.jpgSjá má afturenda á brúnum bíl af þessari gerð á bak við mynd af Saab 99 neðar á síðunni. 

1971, þegar fjölskyldan okkar var orðin sjö manns, neyddist ég til að selja litla Fiat 850 bílinn góða og fá mér stærri.

Þetta hefði verið hentugasti bíllinn en ég féll gersamlega í reynsluakstri fyrir Fiat 128 skutbíl, sem var besti smábíll heims þá með aksturs- og stýriseiginleika og flest annað í sérflokki.

Þá kom í ljós að Saabinn gamli var orðinn úreltur á of mörgum sviðum. 

En í staðinn var kominn Saab 99, sem var mjög vel heppnuð hönnun, frábærlega rúmgóður þótt hann væri aðeins 4,35 metrar að lengd og hjólhafið aðeins 2,35 eða svipað og á Toyota Aygo. 

Seinna var hann lengdur og fékk heiti Saab 900 og var einn af allra fyrstu, ef ekki fyrsti fjöldaframleiddi bíll heims með forþjöppu, sem færði Stig Blomkvist, Per Eklund og fleiri sænskum röllurum marga meistaratitla. 

Hnignun Saab hófst þegar ákveðið var að undirvagn arftaka 900 bílsins yrði með sama undirvagn og Lancia Thema og Fiat Croma. Þá var þetta ekki lengur "ekta" Saab.

Þessi þróun hélt áfram þangað til Saab er orðinn að bíl sem gæti allt eins verið afrbrigðu af Opel eða Chevrolet.

Þótt segja megi svipað um Volva hvað snertir óhjákvæmilegan skyldleika við hina erlendu frændur sína, hefur Volvo þó tekist að verða frumlegri en Saab og snúa því gamla dæmi við að Saab væri framúrstefnubíll en Volvo hversdagslegur, litlaus og ófrumlegur bíll.

Þótt nú sé því fagnað að Saab hafi verið tekinn af gjörgæsludeild verður framtíð þessa fræga merkis erfið. 79saab96_963850.jpg

Það þarf að endurvekja hinn fræga frumleika og nýsköpun sem var aðalsmerki hinna frábæru vagna frá Trollhattan og það er ekki auðvelt á þessari öld ofurveldis tölvuvæddra stórfyrirtækja með herskara færustu sérfræðinga á sínum snærum.  


mbl.is Kaupin á Saab frágengin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rökin fyrir 30 km hámarkshraðanum.

Rökin fyrir því að hafa 30 km hámarkshraða í vissum hverfum í þéttbýli eru nokkur en liggja þó ekki öll í augum uppi. 

Þótt hægt sé að aka um þessi hverfi á meira en 60 kílómetra hraða ef engin umferð er gegnir öðru máli þegar margir eru á ferð. Á 50 kílómetra hraða hreyfist bíll 14 metra á sekúndu. Ekki er hægt að reikna með hraðari viðbragðstíma ökumanns en 0,7 sekúndum og þá á eftir að færa fótinn af bensíninu yfir á bremsurnar.

Og síðan bætist sjálf hemlunarvegalengdin við.  

Ef bílarnir koma á móti hver öðrum styttist vegalengdin á milli þeirra um ca 30 metra áður en bílstjórarnir geta brugðist við.

Þá verður að bæta við tímanum sem tekur að færa fæturna og síðan hemlunarvegalengdinni sjálfri.

Þegar um er að ræða það mikil þrengsli að hverjir 15 eða 30 metrarnir skipta máli liggur nauðsyn lækkaðs umferðrhraða í augum uppi.

Höfuðrökin fyrir samræmdum hámarkshraða eru þó þau að allir vegfarendur, akandi, hljólandi og gangandi, geti miðað hegðun sína við það að hraðinn á öðrum vegfarendum fari ekki langt yfir leyfileg mörk.

Merkilegur hæstaréttardómur féll um þetta fyrir mörgum áratugum, þegar ökumaður bíls, sem ók langt yfir leyfilegum hraða eftir Hringbrau, var dæmdur til að taka á sig alla sök á hörðum árekstri, þótt hinn ökumaðurinn hefði farið af Njarðargötu inn á Hringbrautina, sem var aðalbraut og hafði forgang. 

Rökstuðningurinn var sá að ekki væri hægt að ætlast til þess að ökumaður bílsins, sem ók í veg fyrir bílinn á Hringbrautinni, hefði getað áttað sig á því að bíll, sem var þá langt í burtu, yrði kominn að honum á svona miklum hraða langt yfir leyfilegum mörkum. Fallist var á það að sá sem ók út á Hringbrautina segði satt um það að hann hefði raunar aldrei séð hinn bílinn á þeim forsendum að varla væri hægt að ætlast til þess að menn sæu bíla á löngu færi sem færu svona hratt. 

Sem sagt: Að ökumaður sem ekur langt yfir leyfilegum hraðamörkum sé í 100% "órétti" ef eitthvað ber út af.

Auðvitað geta aðstæður verið breytilegar en ég man vel hvað þetta þótti merkilegur dómur því að fram að því hafði alltaf verið dæmt í gagnstæða átt.  

Ég bý við Háaleitisbraut þar sem er nú 30 km hámarkshraði. Sjá má suma ökumenn aka þar langt yfir leyfilegum hraða þótt búið sé að þrengja götuna og gera hana hlykkjótta.

Þessi gpötukafli er ekki lengri en svo að ökumaður á óleyfilegum hraða græðir í mesta lagi örfáar sekúndur á að bruna eftir götunni og skapa með því vandræði og stórhættu með því.

Svona götur eru margar fjölfarnar svo sem Hamrahlíðin og Barónsstígurinn sem lögreglan var við mælingar á, en um þær gildir að "gróðinn" við að aka þar yfir leyfilegum mörkum er svo lítill að það er ekki hægt að réttlæta hraðakstur á þessum götum.  

 

 

 

  


mbl.is Hraðakstur á Barónsstíg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. febrúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband