Mörg spurningarmerki ???

Lagið sem við sendum núna í Söngvakeppnina er afar líkt síðasta lagi sem sami höfundur sendi hér um árið og lenti þá í 12. sæti. Á þetta lag eitthvað meiri möguleika en það lag?  

Á hinn bóginn er spurningin hvort Evrópubúar hafi nokkra hugmynd umþetta eða muni eftir laginu sem sent var hérna um árið.

Hafði það áhrif á íslensku kjósendurna að Hera Björk hefði átt skilið að vera send fyrir hönd Dana með fínt lag og frábæran flutning í keppnina í fyrra og að við Íslendingar vildum bæta henni það upp?

Það er hægt að breyta um svip á lögum og endurbæta? Ég hef reynslu af því að slíkt sé hægt, tll dæmis með því að breyta um útsetningu og flutning og setja inn eitthvað nýtt sem frískar það upp en spurningin er hvort það breytir nokkru sem málið skiptir.

Í allri keppni skiptir miklu máli hverjir keppinautarnir eru. Verða hin lögin þannig núna að það hjálpi Heru Björk til að koma betur út en ella?

Ævinlega eru tískusveiflur á sveimi í dægurlögum. Fellur þetta lag betur í kramið en hið líka lag hér um árið?

Öllum þessum spurningum verður svarað í Noregi þegar þar að kemur.

Það mun aftur koma upp spurningin sem nú er á kreiku um það hvort Jógvan hinn færeyski hefði getað komist lengra en Hera Björk.    


mbl.is „Gerum pottþétt breytingar"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. febrúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband