Mörg spurningarmerki ???

Lagið sem við sendum núna í Söngvakeppnina er afar líkt síðasta lagi sem sami höfundur sendi hér um árið og lenti þá í 12. sæti. Á þetta lag eitthvað meiri möguleika en það lag?  

Á hinn bóginn er spurningin hvort Evrópubúar hafi nokkra hugmynd umþetta eða muni eftir laginu sem sent var hérna um árið.

Hafði það áhrif á íslensku kjósendurna að Hera Björk hefði átt skilið að vera send fyrir hönd Dana með fínt lag og frábæran flutning í keppnina í fyrra og að við Íslendingar vildum bæta henni það upp?

Það er hægt að breyta um svip á lögum og endurbæta? Ég hef reynslu af því að slíkt sé hægt, tll dæmis með því að breyta um útsetningu og flutning og setja inn eitthvað nýtt sem frískar það upp en spurningin er hvort það breytir nokkru sem málið skiptir.

Í allri keppni skiptir miklu máli hverjir keppinautarnir eru. Verða hin lögin þannig núna að það hjálpi Heru Björk til að koma betur út en ella?

Ævinlega eru tískusveiflur á sveimi í dægurlögum. Fellur þetta lag betur í kramið en hið líka lag hér um árið?

Öllum þessum spurningum verður svarað í Noregi þegar þar að kemur.

Það mun aftur koma upp spurningin sem nú er á kreiku um það hvort Jógvan hinn færeyski hefði getað komist lengra en Hera Björk.    


mbl.is „Gerum pottþétt breytingar"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð Pálsson

Lagið sem Hera Björg söng var eina lagið í gær sem mig langaði að heyra aftur. Vonandi skiptir það ekki máli þó að það sé líkt eldra lagi.

Annað: Evrópumenn munu horfa á Heru Björk og segja; "Þessir Íslendingar eru greinilega ekki á horriminni"! En Hera er frábær söngkona sem mun verða okkur til sóma!

Davíð Pálsson, 7.2.2010 kl. 21:08

2 identicon

Þetta lag, rétt eins og It's My Life, er dæmigert miðjumoð sem á nákvæmlega enga möguleika á að skara fram úr í Eurovison.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 7.2.2010 kl. 21:45

3 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Ég verð nú bara að segja eins og er að mér finnst ég hafa heyrt þetta lag hundrað sinnum í Eurovision og er þar afleiðandi löngu orðin leið á því. Að vísu get ég sagt það sama um i.þ.m. tvö önnur lög (þ.e. lög Írisar og Jogvans) stolin eður ei. 'Eg vildi fá Hvanndalsbræður þjóðinni veitir ekkert af smá kátínu og jákvæðni allra síst nú.

Hulda Haraldsdóttir, 7.2.2010 kl. 23:16

4 identicon

Sæll Ómar. Eg gerði heiðalega tilraun til að hlusta á þig og Bubba í Færibandinu s.s. mánudagskvöld hjá ruv. Mikið leiðist mér það þegar menn eins og þú sem hafa frá nægu að segja fær ekki frið til þess að tjá sig fyrir stöðugum framíköllum þáttagerðamanns.Ég held að lengsta eintal þitt hafi náð 15 sec. Þetta er ekki nógu gott því að ég hafði mikinn áhuga á að hlusta á þann viskubrunn sem þú ert. Um sönglagakeppnina gilda það lögmál að fjöldinn velur besta lagið á þeim tímapunkti þegar við hinn sem ekki sigruðum með vali okkar förum að hafa uppi mótbárur er það jafn vitlaust og að deila við dómarann. Besta lagið og sem hefði verið hægt að útfæra til mikillar augnablikshrifningar á sviði í Noregi var Sleðalagið sem fimm ungir menn fluttu við einstakan samhljóm. Hugsaðu þér ef laginu textanum hefði verið snúið meira í áttina að snjó að renna sér stór mynd verið látin fylla baksviðið af skíðabrekkum og fólki að leika sér í fönninni og þeir félagarnir fimm sætu á afsöguðum tréstubbum og létu fallega lag hljóma margraddað og dásamlegt í einfald leika sínum. Það er sannfæring mín að þetta lag hefði sigrað Evróvison.

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ 

B.N. (IP-tala skráð) 7.2.2010 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband