10.3.2010 | 21:49
Allt fyrir málefnið. Alveg eins og kallinn!
Ég hef aldrei safnað skeggi alla mína hunds og kattartíð og datt aldrei í hug að ég myndi gera það, - ekki einu sinni fá mér mottu eins og pabbi gamli fékk sér síðustu árin.
En þegar Guðrún Agnarsdóttir, sú mikilhæfa og mæta kona, hringdi í mig og bað mig um að taka þátt í átaki Krabbameinsfélagsins varð að sjálfsögðu ekki vikist undan því að fengnu leyfi konu minnar.
Mig hefur aldrei dreymt um þetta og mottan kemur mjög hægt og virðist næsta tjásuleg og mislit.
Það hefði þá verið munur að láta hana vaxa þegar liturinn var eldrauður eins og áramótablys.
Faðir minn heitinn staulaðist á hækjum og fór í hjólastól síðustu árin auk þess að vera með mottuna sína.
Nú virðist sá gamli vera að lifna við í syni sínum og það er kannski það skemmtilegasta við þessa motturækt.
![]() |
Gamall draumur rætist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
10.3.2010 | 17:07
Athyglisverð þögn.
Stundum var sagt hér í gamla daga að þögn Moggans segði stundum meira en fréttaflutningurinn.

Í gær var haldinn opinn kynningarfundur á mjög umfangsmiklu starfi þeirra sem unnið hafa að Rammaáætlun um virkjanir vatnsafls og jarðvarma og komu þangað fjölmiðlamenn, enda verkefnið eitt hið stærsta sem fengist er við hér á landi varðandi stórmál sem brenna á þjóðinni.
Sömuleiðis kom fram í fjölmiðlum í gær að Svandís Svavarsdóttir undirbyggi nú að friða Gjástykki. Hvorugs þessa sást getið á mbl. is eða í Morgunblaðinu.
Kannski hefur blaðið tekið þá stefnu um Gjástykki, sem Halldór Blöndal orðaði í bréfi til blaðsins: "Og nú vilja menn friða Gjástykki. Hvers vegna veit enginn."Málið kannski afgreitt og best að enginn viti neitt.

Ég kem því á framfæri hér og nú að sé þessi þögn Morgunblaðsins vegna skorts á gögnum og myndum, get ég látið blaðinu og öðrum fjölmiðlum í té bestu, ítarlegustu og fjölbreyttustu myndir sem til eru af svæðinu Leirhnjúkur - Gjástykki, en það svæði er ein órofa heild sem sækja á inn á með virkjanir í tangarsókn vélaherdeildanna úr norðri og suðri.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)