Allt fyrir málefnið. Alveg eins og kallinn!

Ég hef aldrei safnað skeggi alla mína hunds og kattartíð og datt aldrei í hug að ég myndi gera það, - ekki einu sinni fá mér mottu eins og pabbi gamli fékk sér síðustu árin. 

En þegar Guðrún Agnarsdóttir, sú mikilhæfa og mæta kona, hringdi í mig og bað mig um að taka þátt í átaki Krabbameinsfélagsins varð að sjálfsögðu ekki vikist undan því að fengnu leyfi konu minnar.

Mig hefur aldrei dreymt um þetta og mottan kemur mjög hægt og virðist næsta tjásuleg og mislit.

Það hefði þá verið munur að láta hana vaxa þegar liturinn var eldrauður eins og áramótablys.

Faðir minn heitinn staulaðist á hækjum og fór í hjólastól síðustu árin auk þess að vera með mottuna sína.

Nú virðist sá gamli vera að lifna við í syni sínum og það er kannski það skemmtilegasta við þessa motturækt.  


mbl.is Gamall draumur rætist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta lýst mér vel á Ómar.

Endilega settu mynd af þér, hérna á bloggið, þegar mottan er orðin sæmilega myndarleg!

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 22:33

2 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Sammála síðasta ræðumanni...

Svo er það með mig að ég hef ekki verið þekktur fyrir að vera skegglaus svo auðvellt er að sjá hjá mér skeggið.

Vel að merkja, þó dökkhærður sé þá var skeggið rauðleitt hér áður en er farið að grána þó ég sé ekki orðinn fertugur... :)

kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 10.3.2010 kl. 22:48

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég var að velta því fyrir mér hvort viðeigandi eða leyfilegt væri að lita skeggið rautt á hliðstæðan hátt og konur lita hár sitt. Hvað finnst mönnum um það?

Ómar Ragnarsson, 11.3.2010 kl. 00:20

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hitlersskegg takk!

Þá taka stóriðjufíklarnir mark á þér.

Og svalur með stelpurnar á ÁST í miðbænum.

Þorsteinn Briem, 11.3.2010 kl. 07:28

5 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Sjálfur hef ég neitað að gera slíkt, en það er mitt mál.

Ef menn vilja lita skegg sitt þá er það þeirra mál, efast ekki um að það gæti komið vel út. Það er svo alltaf spurning hvort þú hittir á rétta litinn. Ef ekki þá myndi ég sleppa því að lita.

Kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 11.3.2010 kl. 09:11

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Bara að heyra hvað öðrum finnst. Finnst persónulega réttast að koma til dyranna eins og ég er skeggjaður.

Ómar Ragnarsson, 11.3.2010 kl. 13:47

7 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Þar er ég svo hjartanlega sammála.

kveðja

Ólafur Björn Ólafsson, 11.3.2010 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband