22.3.2010 | 22:33
Nýtt fell, hraun og ferðamenn.
Gígurinn sem er smám saman að hlaðast upp á Fimmvörðuhálsi verður nú sennilega með fellsnafn frekar er fjallsnafn þegar gosinu í honum lýkur. Meðfylgjandi er ljósmynd sem ég tók af þessari nýju eldstöð á flugi í hádeginu í dag þegar við Guðmundur Bergkvist kvikmyndatökumaður Sjónvarpsins tókum þar kvikmyndir og ljósmyndir.
Fellið er enn ekki stærra en það að það gæti næstum því kallast hóll en ætli við verðum ekki að giska á að gosið verði það langvinnt að fellsnafn eða fjallsnafn verði fyrir valinu.
Nýja hraunið verður sennilega talið merkilegra því að það mun vafalaust renna alla leið niður í Goðaland og verða stórvaxandi fjölda erlendra ferðamanna mikið ánægjuefni að skoða.
Ef þessi eldstöð verður svona hæfilega "prúð" eins og hefð er fyrir, getur þessi viðburður orðinn einn af fáum jákvæðum á þeim tímum sem mikil þörf er á auknum gjaldeyristekjum.
![]() |
Nýtt fjall á Fimmvörðuhálsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.3.2010 | 09:39
Hvíld frá fjármálafréttunum.
Síðusta áratug hefur yfirbragð frétta á íslenskum fjölmiðlum breyst mun meira en við gerum okkur grein fyrir. Sonur minn og tengdadóttir, sem voru við nám í Danmörku, urðu forviða þegar þau komu heim til Íslands og sáu alveg nýja mynd á fréttunum, því að engu líkara var en að þetta væru viðskiptablöð og ljósvakarásir sem sérhæfðu sig í slíkum fréttum.
Stundum voru nær öll "helst" í fréttunum viðskiptafréttir eða snerust um peninga á einn eða annan hátt.
Ástandið breyttist ekkert við hrunið og eftir það, heldur má segja að þetta hafi færst í aukana ef eitthvað er, - fréttirnar eru bara nýjar hliðar viðskiptalífsins, hrikaleg töp og ævintýralega fjármálagerninga.
Í gær hitti ég tengdason minn, sem kvað upp úr með það, að jafnvel þótt eldgosafréttir gætu orðið mislitar, væru gosfréttirnar að austan kærkomin hvíld frá öllu viðskipta- og fjármálafréttafárinu, sem hefur ríkt hér.
Hann sagði, að viðbrögð sín hefðu verið að snúast upp í það að vera hættur að leggja það á sig að fylgjast með öllum þessum gríðarlega og langvinna fréttaflutningi.
Það er að vísu út af fyrir sig ekki gott ef ástandið er orðið þannig að spádómsorð Andra Snæs Magnasonar að fólki yrði "dofið"sé að verða að veruleika.
Kannski mun eldgosafréttirnar gera fólki betur kleift, þegar þeim slotar, að fara að horfast á ný við hinn grimma veruleika fjármálanna, sem við stöndum öll frammi fyrir.
![]() |
Tímabundinn kraftur í gosinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)