Skynsamleg ákvörðun. Myndir.

Ég tel ákvörðun Almannavarnarnefndar um gönguleyfi upp á Fimmvörðuháls á eigin ábyrgð skynsamlega.

Gildir vonandi líka um vélsleða.  

Ég hef nú flogið fram og til baka við eldstöðina í tvo daga og fór upp Fimmvörðuháls í nótt.

P1011295

Efstu myndirnar hér á síðunni eru teknar úr norðvestri, fyrst yfir Fljótshlíðina í átt tll eldstöðvarinnar, en síðan er mynd, sem sýnir, talið frá vinstri, Almenninga, Húsadal, Þórsmörk, Goðaland og Fimmvörðuháls. 

Þar sést gufumökkurinn við stóran hraunfoss ofan í Hrunagil en hægra megin við hann nýja eldfellið, svart á lit.  

P1011296

Fólk þarf að gæta að vindátt og finna út frá henni hvar askan fellur.

Þá getur verið gott að hringja í veðursímann, 9020600 og velja númer 5, flugveðurlýsinguna. Þar er sagt hver vindáttin sé í 1500 metra hæð sem er aðeins lægri en Eyjafjallajökull.

Einnig velja 2 og síðan 3, en þá heyrist spá fyrir Suðurland. 

Sérstakasta fyrirbrigði þessa goss finnst mér vera hraunfossinn niður í hina djúpu Hrunagjá, en hann sést á einni af myndunum, sem ég tók í dag og birti hér á síðunni.

Líkast til um 200 metra hár. 

P1011298

Á fyrstu myndinni er horft yfir Almenninga, Þórsmörk og Goðaland og gufumökkurinn efst úr Hrunagjá er vinstra megin en nýja eldfellið síðan svart hægra megin.  

P1011299

Neðstu myndirnar eru teknar á flugi fyrir sunnan eldstððina.  

En í lokin: 

AÐVÖRUN!

Þar sem hraunið bræðir fönnina svo að úr verður mikill gufusvelgur er STÓRHÆTTULEGT AÐ KOMA OF NÁLÆGT.

P1011300

Þetta sáu menn í dag þegar mikil gufsprenging varð þar og grjót þeyttist yfir svæði sem fólk stóð á rétt áður.


mbl.is Heimilt að ganga á Fimmvörðuháls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. mars 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband