Skynsamleg ákvörðun. Myndir.

Ég tel ákvörðun Almannavarnarnefndar um gönguleyfi upp á Fimmvörðuháls á eigin ábyrgð skynsamlega.

Gildir vonandi líka um vélsleða.  

Ég hef nú flogið fram og til baka við eldstöðina í tvo daga og fór upp Fimmvörðuháls í nótt.

P1011295

Efstu myndirnar hér á síðunni eru teknar úr norðvestri, fyrst yfir Fljótshlíðina í átt tll eldstöðvarinnar, en síðan er mynd, sem sýnir, talið frá vinstri, Almenninga, Húsadal, Þórsmörk, Goðaland og Fimmvörðuháls. 

Þar sést gufumökkurinn við stóran hraunfoss ofan í Hrunagil en hægra megin við hann nýja eldfellið, svart á lit.  

P1011296

Fólk þarf að gæta að vindátt og finna út frá henni hvar askan fellur.

Þá getur verið gott að hringja í veðursímann, 9020600 og velja númer 5, flugveðurlýsinguna. Þar er sagt hver vindáttin sé í 1500 metra hæð sem er aðeins lægri en Eyjafjallajökull.

Einnig velja 2 og síðan 3, en þá heyrist spá fyrir Suðurland. 

Sérstakasta fyrirbrigði þessa goss finnst mér vera hraunfossinn niður í hina djúpu Hrunagjá, en hann sést á einni af myndunum, sem ég tók í dag og birti hér á síðunni.

Líkast til um 200 metra hár. 

P1011298

Á fyrstu myndinni er horft yfir Almenninga, Þórsmörk og Goðaland og gufumökkurinn efst úr Hrunagjá er vinstra megin en nýja eldfellið síðan svart hægra megin.  

P1011299

Neðstu myndirnar eru teknar á flugi fyrir sunnan eldstððina.  

En í lokin: 

AÐVÖRUN!

Þar sem hraunið bræðir fönnina svo að úr verður mikill gufusvelgur er STÓRHÆTTULEGT AÐ KOMA OF NÁLÆGT.

P1011300

Þetta sáu menn í dag þegar mikil gufsprenging varð þar og grjót þeyttist yfir svæði sem fólk stóð á rétt áður.


mbl.is Heimilt að ganga á Fimmvörðuháls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Ingólfsson

Ómar þú vonandi ferð sjálfur varlega. Anton Emil Albertsson sýnir mjög greinilegt kortaf hugsanlegri slóð hraunstraumsins og er með  vangaveltur um hvað gæti gerst í nánustu framtíð. Fróðlegt að líta á það.

http://emilhannes.blog.is/blog/emilhannes/entry/1034331/#comments

Sigurður Ingólfsson, 24.3.2010 kl. 22:30

2 Smámynd: Sigurður Ingólfsson

Biðst forláts á nafnabrengli. Þetta er blog Emils H. Valgeirssonar sem ég átti við.

Sigurður Ingólfsson, 24.3.2010 kl. 23:46

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég bý að reynslu af 21 gosi og er raunar smeykari við að rekast á aðrar flugvélar þegar mikil umferð er á gosstöðvum.

Ómar Ragnarsson, 25.3.2010 kl. 00:44

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Spurning um að virkja þennan hraunfoss

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.3.2010 kl. 00:50

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Já, minnir mig á það þegar hreppsnefndarfundur var í Biskupstungum og Hekla byrjaði að gjósa.

Nefndarmenn fóru út á hlað og störðu á fjallið loga stafna á milli og eldi og svörtum reyk.

Þá andvarpaði einn bóndinn: "Ó, hvílík óbeisluð orka! Hugsið ykkur hvað hægt væri að brennimerkja

marga hrúta með þessu!"

Ómar Ragnarsson, 25.3.2010 kl. 07:23

6 Smámynd: Stefán Stefánsson

Það er óneytanlega alltaf spennandi að fylgjast með eldgosum, en jafnframt þurfa menn að vera mjög meðvitaðir um hvað getur skeð.
Þess vegna þarf að vera eitthvert skipulag á ferðum fólks þarna upp að eldstöðvunum og  gera þarf fólki ljósar allar hætturnar, en að sjálfsögðu eru menn á eigin ábyrgð. 

Þarna gæti orðið sprengigos án mikils eða nokkurs fyrirvarða, en þannig varð Víti í Kröflu til árið 1724.
Þú þekkir það líka Ómar að stundum stóð tæpt í Kröflueldum að menn gætu forðað sér undan hraunstraumi.

Stefán Stefánsson, 25.3.2010 kl. 08:58

7 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Flottar myndir, Ómar! Mikið gæfi ég fyrir að fá að fljúga með þér og taka nokkrar ræmur.

Er einhvers staðar kort þar sem þetta er merkt ásamt venjulegu gönguleiðunum? Er hraunrennslið yfir gönguleið? 

Ólafur Þórðarson, 25.3.2010 kl. 19:26

8 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Hér er kortið sem ég leitaði að, ásamt fullt af upplýsingum:  http://www.vedur.is/skjalftar-og-eldgos/frodleikur/greinar/nr/1847

Ólafur Þórðarson, 26.3.2010 kl. 02:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband