29.3.2010 | 10:54
Fer eftir hugarfari áhorfandans.
Margt það sem sagt er eða sýnt og þykir umdeilanlegt byggist á hugarfari áhorfandans eða áheyrandans.
Gott dæmi um það er ósköp sakleysisleg mynd af Jósef og Maríu, sem hefur valdið úlfaþyt.
Má segja að sá úlfaþytur komi fremur upp um hugarfar gagnrýnenda en þess sem myndina gerði.
Gildir um slíkt hið fornkveðna:
Fegurð hrífur hugann meira ef hjúpuð er /
svo andann gruni ennþá fleira en augað sér.
Eða vísa K. N.
Á undan mér hofróðan hraðaði för. /
Í hálsmáli kjólinn var fleginn. /
Á bakinu öllu engin spjör /
en er nokkuð hinum megin?
![]() |
Bólfimi Jósefs ekki særandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)