8.3.2010 | 19:15
Glöggt gests augað?
Það er ekki furða þótt útlendingum finnist þeir ekki sjá mörg merki um kreppu á Íslandi. Ekki þarf annað en að horfa á alla stóru bílana í umferðinni þar sem á ferð er eyðslufrekasti og mest mengandi bílafloti í Evrópu.
Þetta segir þó ekki alla söguna því að vegna fjarlægðar landsins frá öðrum löndum sitjum við uppi með allt of dýran og stóran bílaflota, sem skilur eftir sig slóð vanskila eða greiðsluerfiðleika upp á tugi milljarða vegna allra bílalánanna sem voru tekin fyrir bílunum á sínum tíma.
Útlendingarnir hafa heldur ekki samanburð við ástandið fyrir hrunið.
Hins vegar er ljóst af ýmsum dæmum, sem komið hafa upp á yfirborðið, að fjöldi fólks notaði sér aðstöðu sína til að færa til fjármuni þannig að eftir hrun geti þeir haft það jafn gott og fyrir hrun og veitt sér mikinn munað sem fyrr.
Það er gömul saga og ný að sumir veriðast geta grætt á hverju sem er, hvort sem það er uppgangur, umsvif, hrun eða vandræðum annarra.
Ein þekktasta fjármálalega "hýena" Bretlands flýtti sér til Íslands þegar hrunið dundi yfir til þess að koma ár sinni fyrir borð og fjárfesta í brunaútsölum.
![]() |
Lítil ummerki um erfiðleika |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.3.2010 | 12:59
Næstum 40 ár aftur í tímann?
Þegar Bandaríkjaher var með þyrlusveit á Keflavíkurflugvelli voru fjórar þyrlur lágmark.
Þyrlur þurfa mun meiri viðhaldstíma en flugvélar og þess vegna verða þær að vera minnst fjórar, - annars koma tímabil þegar ekki er völ á þyrlu til knýjandi verkefnis.
Upp úr 1970 kom Varnarliðið á fót sveit mjög öflugra þyrlna sem nefndar voru Jolly Green Giant.
Myndaðist ástand þar sem þessar þyrlur og þyrlur Landhelgisgæslunnar mynduðu flota, sem hægt var að grípa til á víxl ef svo bar undir.
Þannig var áhöfn bandarískrar þyrlu sem vann mikið björgunarafrek í hinni afskekktu Vaðalvík sunnan Norðfjarðar á sínum tíma.
Síðasta áratug hafa þyrlurnar verið sex samanlagt, íslenskar og bandarískar.
Með því að fækka þyrlunum ofan í þrjár alls er flotinn ekki aðeins orðinn helmingi minni, heldur er það ekki spurning um hvort heldur hvenær þyrla verður ekki tiltæk í áríðandi útkall.
Slíkir dagar verða óhákvæmilega nokkrir á hverju ári.
Ef þyrlunum verður fækkað niður í tvær, eins og verið að að gæla við, verður farið næstum 40 ár aftur í tímann.
Í lokin ein spurning: Er það rétt að á nýja dýra og stóra varðskipinu geti þyrla ekki eins og hægt hefur verið hefur á íslenskum varðskipum?
![]() |
Þyrlan kölluð til leitar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)