Næstum 40 ár aftur í tímann?

Þegar Bandaríkjaher var með þyrlusveit á Keflavíkurflugvelli voru fjórar þyrlur lágmark. 

Þyrlur þurfa mun meiri viðhaldstíma en flugvélar og þess vegna verða þær að vera minnst fjórar, - annars koma tímabil þegar ekki er völ á þyrlu til knýjandi verkefnis. 

Upp úr 1970 kom Varnarliðið á fót sveit mjög öflugra þyrlna sem nefndar voru Jolly Green Giant.

Myndaðist ástand þar sem þessar þyrlur og þyrlur Landhelgisgæslunnar mynduðu flota, sem hægt var að grípa til á víxl ef svo bar undir.

Þannig var áhöfn bandarískrar þyrlu sem vann mikið björgunarafrek í hinni afskekktu Vaðalvík sunnan Norðfjarðar á sínum tíma.

Síðasta áratug hafa þyrlurnar verið sex samanlagt, íslenskar og bandarískar.

Með því að fækka þyrlunum ofan í þrjár alls er flotinn ekki aðeins orðinn helmingi minni, heldur er það ekki spurning um hvort heldur hvenær þyrla verður ekki tiltæk í áríðandi útkall.

Slíkir dagar verða óhákvæmilega nokkrir á hverju ári.

Ef þyrlunum verður fækkað niður í tvær, eins og verið að að gæla við, verður farið næstum 40 ár aftur í tímann.

Í lokin ein spurning: Er það rétt að á nýja dýra og stóra varðskipinu geti þyrla ekki eins og hægt hefur verið hefur á íslenskum varðskipum? 

 


mbl.is Þyrlan kölluð til leitar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég geri ráð fyrir að orðið sem datt út hjá þér sé "lent", en það getur bara ekki verið að menn klikki þannig á teikningu. Sé svo, eigum við kannski að bölva því að það var ekki okkar skip sem sökk

Erlingur Friðriksson (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 13:21

2 identicon

Ekki gleyma því að bandarísku þyrlurnar gátu tekið eldsneyti á flugi, sem gerði þeim kleyft að fara mun lengra frá landi en nú er hægt.

Kjartan (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 13:28

3 identicon

Sæll Ómar.

Þú leiðréttir mig ef til vill, en heitir ekki víkin Vöðlavík? Þó má vera að Vaðalvík sé annað nafn yfir hana, en Vaðlasandur er sandeyrin sem gengur norður af Kirkjubólsánni. Það geta því verið mörg örnefni yfir suma staði, eftir því hver lítur yfir.

Hjörleifur Jóhannesson (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 14:40

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á nýja varðskipinu, Þór, er merktur lendingarstaður fyrir þyrlur.

Myndir frá smíði skipsins eru hér.

Og tæknilegar upplýsingar má sjá hér.

Þorsteinn Briem, 8.3.2010 kl. 16:28

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

5. mars 2010

"Í gær var þyrlueldsneyti í fyrsta sinn dælt á Líf, þyrlu Landhelgisgæslunnar meðan hún var á lofti yfir íslensku varðskipi. Slíkt er afar mikilvægt að geta gert þegar verið er í aðgerðum á hafi úti og langt fyrir þyrlu að fara til eldsneytistöku. Gekk æfingin í alla staði vel en undanfarið hafa varðskip og þyrla Landhelgisgæslunnar æft verklag vegna þessa án þess að eldsneyti væri dælt á þyrluna."

Þorsteinn Briem, 8.3.2010 kl. 16:36

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég er búinn að skoða þessi gögn og sé að um borð í nýja Þór verður kerfi til dælingar eldsneytis yfir í þyrlu á flugi, en enda þótt talsverður flatur flötur sé aftast á skipinu er ekki hægt að sjá á óyggjandi hátt að þar sé lendingarpallur fyrir þyrlur.

Bátur er sýndur á stjórborðshlið en engri þyrlu er komið fyrir á myndunum sem sýni að þær geti lent.

Ómar Ragnarsson, 9.3.2010 kl. 00:30

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á mynd númer 10 er merktur lendingarstaður fyrir þyrlu á þyrluþilfari nýja Þórs, en það er um 16 metrar á breidd og um 25 metrar á lengd, um 400 fermetrar, og því um 70% stærra en þyrluþilför varðskipa Landhelgisgæslunnar, Ægis og Týs.

Nýja varðskipið er 4.250 brúttórúmlestir, um fimm sinnum stærra en Ægir og Týr, og um 94 metra langt, eins og sést hér á myndum númer 3 og 6:

Teikningar af nýja Þór

Ægir
var smíðaður árið 1968 en Týr árið 1975, og skipin eru systurskip, 927 brúttórúmlestir, um 70 metrar að lengd og um 10 metrar á breidd.


Þyrluþilför Ægis og Týs eru 9,8 metrar á breidd en 24,17 metrar á lengd og því um 237 fermetrar.

Nýi Þór og norska varðskipið Harstad eru "nánast systurskip" en Þór er þriðjungi (um 33%) stærri í brúttórúmlestum talið.

Á neðstu myndinni sést þyrluþilfar Harstad og lendingarstaðurinn vel merktur

Norska varðskipið Harstad í Reykjavíkurhöfn

Þorsteinn Briem, 9.3.2010 kl. 06:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband