1.4.2010 | 01:19
Hættan mest rétt áður en sprungur opnast, ekki á eftir.
Einföld ályktun er sú að fyrst eftir að ný gossprunga hefur opnast rétt hjá þeirri eldri, sé hættan minni á frekari opnun en þegar fyrsta sprungan var ein um hituna og fjall og hraun að hlaðast upp á sprungunni.
Þegar hlaðast fer upp við nýju sprunguna eftir nokkurn tíma, ætti að hættan að aukast á frekari opnun og frekar þörf á að vera á varðbergi eftir því sem frá líður frekar fyrst eftir að opnast hefur fyrir nýja gosrás.
Þess vegna sýnist manni að það ætti að vera óþarfi að banna alla umferð alla leið frá Sólheimahjáleigu og niður í vesturhlíð Goðabungu, þar sem bíllinn stendur á myndinni hér við hliðina.
Þar er gott útsýni yfir gosstöðvarnar í nægri fjarlægð á svæði þar se ekki hefur orðið vart við óróa.
Frekar ætti að víkka bannsvæðið í kringum sprungurnar tvær, sem komnar eru og í vestur og austur frá þeim.
Þetta kemur væntanlega allt betur í ljós á fundi með jarðfræðingum í fyrramálið.
![]() |
Sprungurnar líklega nátengdar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.4.2010 | 01:05
Til hvers eru sett skilyrði?
Þegar úrskurður umhverfisráðherra um mat á umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar var kynntur 20. desember 2001 var þess getið leyfi fyrir virkjuninni hefði verið veitt gegn "20 ströngum skilyrðum."
Sum þeirra voru í raun einskis virði, svo sem það skilyrði að borun ganga undir Fljótsdalsheiði mætti ekki valda því að það færi að leka úr vötnum á heiðinni niður í göngin. Ef slíkur leki hefði farið af stað er vandséð hvernig hefði átt að stöðva hann.
Annað skilyrði var marklaust, sem sé að ekki mætti raska merkilegum innskotshrygg í Valþjófsstaðafjalli sem væri aðeins 3 metra frá virkjuninni.
Hið rétta er að þessi hryggur er 3 kílómetra frá virkjuninni.
Ég sé á bloggi að sumum finnst alger óþarfi að vera að fylgjast með því að settum skilyrðum hafi verið eða sé fylgt þegar hvort eð er búið að framkvæma allt það sem framkvæma átti.
Þá er hægt að spyrja á móti: Hvers vegna var þá verið að setja skilyrði?
Í ágætri bók um Blönduvirkjun er rakið hvernig Landsvirkjun komst upp með það á sínum tíma að uppfylla ekki öll loforð sín og skilyrði vegna þess að það sjónarmið var ríkjandi, að úr því að búið væri að framkvæma væri það bara sóun á tíma og peningum að ganga eftir slíku.
Um þetta gildir hin dásamlega setning, sem sögð var þegar látið var ógert að kanna með borunum 6-7 kílómetra áberandi misgengi, sem sást greinilega ofanfrá, en í því tafðist borun um meira en hálft ár og mátti litlu muna að þetta misgengi hefði gert alla framkvæmdina ónýta.
Sagt var: "Við ætluðum að fara þarna í gegn hvort eð var"
![]() |
Landsvirkjun telur sig hafa uppfyllt skilyrðin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)