10.4.2010 | 23:13
Tapaði söngvakeppnin fyrir Borgarholtsskólanum?
![]() |
Borgarholtsskóli sigraði í söngkeppninni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.4.2010 | 16:56
Ótrúlegur harmleikur.
Orsök slyssins mikla við Smolensk er einhver algengasta orsök slysa í sögu flugsins, sem sé sú, að brjóta þá reglu flugsins að þótt flogið sé eftir fyrirfram ákveðinni áætlun, áætlun A, sé fyrir hendi að minnsta kosti ein önnur áætlun ef áætlun A gengur ekki upp, svo að hægt sé að skipta yfir í ætlun B eða C o. s. frv.
Ef aðeins áætlun A kemur til greina og engin önnur, er tekin óbærileg áhætta.
Áætlun B í þessu tilfelli hefði verið að hætta við lendingu og lenda á öðrum flugvelli.
Í blindflugi er skylt að hafa flugþol til 45 mínútna aukaflugs og flugs til lendingar á fyrirfram uppgefnum varaflugvelli.
Slys af þessu tagi eru fátíð hjá reyndum atvinnuflugmönnum og með hreinum ólíkindum að þetta slys skuli hafa átt sér stað.
"Kóngur vill sigla en byr verður að ráða" hefur verið þekkt íslenskt máltæki og átt við á mörgum sviðum, oft á nöturlegan hátt.
P. S. Svo virðist sem þeim flugmönnum, sem fengnir eru til að fljúga með hátt setta ráðamenn telji það stundum svo mikla upphefð við sig og hæfileika sína að þeir geti gengið lengra en aðrir.
Dæmi frá okkar landi er umdeild lending á Ísafirði fyrir um áratug og lending með Noregskonung í Vestmannaeyjum á áttunda áratugnum.
![]() |
Flugmenn hunsuðu fyrirmæli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
10.4.2010 | 11:22
"Örkin" til sölu.
Í Fréttablaðinu í dag er báturinn "Örkin" auglýstur til sölu, með eða án tilheyrandi bátakerru og utanborðsmótors.
Hvort tveggja sést hér á efstu myndunum, en þar fyrir neðan eru myndir frá því að báturinn var dreginn austur á lánskerru í apríl 2006, þá splunkunýr.
Ég set þetta hér á bloggsíðuna mína líka til þess að þeir, geta þeir, sem sjá auglýsinguna og kunna að hafa áhuga á þessu, geti fræðst nánar um þetta með því að skoða þessa færslu.
Ég verð að selja bátinn vegna skulda, sem ég komst í vegna þessarar kvikmyndagerðar, sem var afar dýr, erfið og tímafrek.
Vegna hennar fór ég 80 ferðir frá Reykjavík upp á hálendið eystra og eyddi í það yfir 200 vinnudögum, sem samsvarar tæpu vinnuári.
Er þá ótalin öll vinna við þetta hér syðra, sem er enn meiri.
Ég hef að vísu í höndum skriflegan samning um fyrirhugaðan 7 milljón króna styrk til þessa, sem gerður var 2007 við, að því er þá virtist, stöndugt stórfyrirtæki.
Í trausti þess hélt ég áfram siglingum og kvikmyndatökum 2007, 2008 og 2009 meðan áfram var haldið við gerð lóna og mannvirkja fyrir austan.
Engin leið var að hætta tökunum á drekkingu landsins. Í þessum siglingum var tekið myndefni sem aldrei verður hægt að taka aftur og varð að taka þá, þótt það kostaði skuldsetningu.
2008 og í fyrrasumar, þegar útséð var um að hægt yrði að uppfylla samninginn sem víkja myndi fyrir forgangskröfum vegna áhrifa hrunsins á fyrirtækið, hafði ég ekki efni á að sigla Örkinni.
Ég tók það til bragðs að róa á eins manns sundlaugartuðru um Folavatn til myndatöku þar.
Var heppinn að drukkna ekki í einn slíkri ferð þegar tuðran fór að leka. Á myndinnni er tuðran úti í einum af hólmum Folavatns hjá risastóru álftahreiðri, sem þar var, en öllu þessu hefur nú verið sökkt í miðlunarlónið Kelduárlón.
Talsverðar myndatökur eru eftir af siglingu Arkarinnar á lónunum fullgerðum, en þær verða að bíða, eins og fullnaðargerð myndarinnar sem og önnur sjö kvikmyndaverkefni mín.
Einnig er það inni í áætluninni um þessa kvikmynd að báturinn, sem myndin snýst um, verði til sýnis á sýningarstað þegar þar að kemur.
Sala bátsins verður háð því skilyrði að fáist fjámagn til að klára þetta verkefni, verði hægt að kaupa bátinn til baka með því að afhenda eigandanum splunkunýjan sams konar bát.
Væntanlegur eigandi Arkarinnar myndi þá græða 300 þúsund krónur miðað við að nú kostar nýr svona bátur frá Sólplasti í Sandgerði 1100 þúsund krónur.
600 þúsund króna söluverð bátsins miðast við það ástand sem hann er nú í, en á honum eru þrjár rifur eftir steina, sem leyndust í jarðvegi, sem draga varð hann yfir til þess að koma honum á flot í Hálslóni.
Hjá Sólplasti er áætlað að kosta muni um 150 þúsund krónur að gera við þær.
Ég er tilbúinn til að selja bátinn fyrir 800 þúsund krónur og afhenda hann hér á Reykjavíkursvæðinu viðgerðan sem nýjan.
Rifurnar komu á byrðinginn haustið 2006 en sumarið 2007 var honum siglt þótt vatn kæmist inn í eitt af vatnsþéttu hólfum hans og hann meira að segja notaður til að draga Ferozu-jeppann "Rósu" í kafi eftir endilöngu lóninu þegar honum var bjargað af botni þess.
Bátakerran var keypt sérstaklega á sínum tíma og ný kerra af þessari gerð kostar nú 7-800 þúsund krónur.
Utanborðsmótorinn er 9 hestafla fjórgengismótor af gerðinni Johnson og kostar ríflega 450 þúsund krónur nýr í dag. Hann er enn í umbúðunum, ónotaður.
Ég neyddist til að kaupa þennan mótor vegna þess að mótornum, sem upphaflega var keyptur á Örkina, var stolið frá mér. Sá var 30 hestöfl en 9 hestöfl taldi ég nægja til að sigla það sem eftir væri með því að nota með 5 hestafla fjórgengismótor sem ég hafði sem varamótor þegar siglt var.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
10.4.2010 | 10:13
"Slitin og ónýt dekk..."
Ofangreind orð í frétt um fólk, sem er að skipta út vetrardekkjum segja sína sögu um sérkennilega dekkjanotkun margra.
Enn eimir sterklega eftir af þeirri ofurtrú sem margir hafa haft á vetrardekkjum og þá helst negldum.
Ég kalla það ofurtrú að aka að vetri til á svo slitnu vetrardekkjum að þau eru ónýt að vori. Slík dekk gefa verra grip í snjó og hálku en ný sumardekk.
Sama er að segja um negld og slitin, oft misslitin vetrardekk, sem naglarnir eru flestir farnir úr. Slitin negld vetrardekk gefa verra grip en ný, óslitin og ónegld vetrardekk.
![]() |
Vetrardekkin víkja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)