"Slitin og ónýt dekk..."

Ofangreind orð í frétt um fólk, sem er að skipta út vetrardekkjum segja sína sögu um sérkennilega dekkjanotkun margra.

Enn eimir sterklega eftir af þeirri ofurtrú sem margir hafa haft á vetrardekkjum og þá helst negldum.

Ég kalla það ofurtrú að aka að vetri til á svo slitnu vetrardekkjum að þau eru ónýt að vori. Slík dekk gefa verra grip í snjó og hálku en ný sumardekk. 

Sama er að segja um negld og slitin, oft misslitin vetrardekk, sem naglarnir eru flestir farnir úr. Slitin negld vetrardekk gefa verra grip en ný, óslitin og ónegld vetrardekk.


mbl.is Vetrardekkin víkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég man þá tíð Ómar er við ókum með draug inn í dekkjunum. Hallærið var svolítið þá. 
Skömmtunarseðlar viðgengust en allir eru búnir að gleyma því.

Guðmundur Bjarnason (IP-tala skráð) 10.4.2010 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband