12.4.2010 | 19:52
Rétt hjá Davíð?
Orð Davíðs Oddssonar um nauðsyn á þjóðstjórn á ríkisstjórnarfundi 30. september 2008 voru að mínum dómi ekki ámælisverð í ljósi þess ástands sem þá var upp komið í íslenskum þjóðmálum.
Skiptir í mínum huga ekki máli hvort það teldist tæknilega rétt að embættismaður segði slíkt úr því að málum var svona komið.
Í raun voru runnir upp efnahagslegir stríðstímar á Íslandi og fjölmörg dæmi eru um það frá öðrum löndum að þjóðstjórnir séu myndaðar á hættutímum.
Jafnvel hefði mátt ræða um utanþingssjórn þess vegna.
Það voru aðrar ástæður en þessi ummæli sem hefðu átt að vera til þess að Davíð hefði aldrei átt að verða Seðlabankastjóri en það er önnur saga.
![]() |
Uppnám vegna orða um þjóðstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
12.4.2010 | 19:10
Kemur fram í dagsljósið að hluta til.
Það atriði að Hannes Smárason hafi tekið 10 milljarða króna út úr Icelandair á bak við framkvæmdastjóra og stjórn félagsins varð mér efni til bloggpistils í fyrra.
Nú kemur í ljós að þetta hefur líklegast verið svona en enginn þorði að gera neitt í málinu, stjórnarmenn gengu að vísu út, - en forstjórinn heyktist á því að gera þetta mál opinbert og afhjúpa það.
Þegar síðan er gerður 130 milljón króna starfslokasamningur við forstjórann og hann hættir síðan við að upplýsa málið lyktar það auðvitað af því að um mútur hafi verið að ræða, mútur fyrir það að þegja.
Þetta mál er auðvitað næsta smátt, "aðeins" 10 milljarðar króna sem hefði þótt risavaxin upphæð fyrir nokkrum árum en nú er þjóðin orðin svo dofin vegna 100 sinnum stærri upphæða.
![]() |
Hótaði lögreglurannsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.4.2010 | 18:59
Skrýtið.
Einkennilegt er að ekki skuli vera hægt að rekja hverjir ferðuðust með einkaþotum á milli landa í "gróðærinu".
Í einkafluginu er lagt mikið upp úr því að smáfuglarnir fylli út eyðublðð með margvíslegum upplýsingum og útreikningum varðandi hvert flug.
Siðan kemur nú í ljós að hér eru menn langt í frá jafnir, - sumir eru jafnari en aðrir, þeir sem meira mega sín.
Þetta á ekki aðeins við um einkaþotur, heldur kom til dæmis í ljós hér um árið að ekki var vitað hverjir voru farþegar í sjálfri flugvél Flugmálastjórnar í ákveðnu flugi sem varð fréttnæmt.
![]() |
Ófullkomnir farþegalistar einkaþotna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2010 | 15:18
Allir segja:"Ekki ég".
Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram að svör þeirra, sem kallaðir voru fyrir nefndina hafi verið á einn veg, og lýsinguna á því virðist mega orða í einni stöku:
Ábyrgðin er ýmisleg /
mínir elsku vinir: /
Allir segja: "Ekki ég, /
heldur allir hinir."
![]() |
Skýrslan kom þjóðinni á óvart |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.4.2010 | 11:40
"Skýra þarf framkvæmdasvið..."
Ofangreind orð eru notuð um einstakar stofnanir og embætti í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um það að hér eftir þurfi að skýra betur framkvæmdasvið einstakra stofnana og embætta.
Með þessu er það sagt að ófullkomin lög séu ástæða þess, að allir aðilar hrunsins geta bent hver á annan þegar leita á orsaka þess og allir getað fríað sig ábyrgð en bent á aðra.
Er hugsanlegt að niðurstaða skýrslunnar sé sú, að í næsta hruni verði reynt að hafa þetta á hreinu en að komið hafií ljós að í hruninu 2008 hafi enginn einn aðili borið neina ábyrgð vegna þess að hún var ekki skilgreind nógu vel?
![]() |
Vissu um vandann en gerðu ekki neitt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)