Skárri en umferðarljósin.

Þegar ekið er í gegnum nýtt hverfi suður af Ásvöllum í Hafnarfirði þar að fara, ef ég man rétt, um ein sjö hringtorg á tiltölulega stuttum kafla.

Þetta þykir manni kannski full mikið af hinu góða en á móti kemur að ekki væri skárra ef þarna væru umferðarljós á hverju horni. 

Því miður hefur ekki myndast svipuð umferðarmenning hér á landi og víða erlendis, til dæmis víða í Ameríku, þar sem umferð gengur snurðulaust á gatnamótum, þar sem eru engin umferðarljós, heldur gildir reglan "fyrstur kemur - fyrstur fær", þ. e. að ökumenn fara yfir gatnamótin í þeirri röð sem þeir koma að þeim. 

Ef slík regla yrði sett hér á landi myndi ugglaust fljótlega verða fjöldaárekstur á mörgum gatnamótum.

Umferðarljósin hafa þann stóra ókost að þau skynja ekki umferðarþunga eða það hvernig skynsamlegast er að hleypa bílum yfir gatnamót heldur stöðva og leyfa umferð í gríð og ergi, þótt jafnvel nær engin umferð sé.

Í hringtorgunum fer umferðin eftir aðstæðum og skynsamlegum ákvörðunum og hegðun bílstjóranna sjálfra og við Íslendingar virðumst ekki vera svo galnir hvað snerti akstur um hringtorg.

Einnig hægja hringtorgin á umferðarhraða þar sem hann væri annars kannski helst til mikill. 

Því virðast þau vera skásta lausnin, þótt stundum sýnist þau var nokkuð hvimleið. 


mbl.is Segja hringtorg draga úr slysahættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. apríl 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband