19.4.2010 | 09:20
Nálægðin ræður öllu.
Þótt öskufall og kraftur gossinn í Eyjafjallajökli hafi minnkað njóta Eyfellingar ekki góðs af því, því miður, vegna nálægðar sveitarinnar við eldstöðina.
Aðeins eru um tíu kílómetrar frá gígnum niður í byggð og meira að segja í gær, þegar verið var að flytja þá stórfrétt út um heimsbyggðina að þessu væri að slota, mátti sjá á flugi yfir eldstöðina að enn kom upp aska, sem þá féll til austurs yfir Fimmvörðuháls og austur á Goðabungu í Mýrdalsjökli.
Þetta yrði lítið skárra fyrir Fljótshlíðina í sunnan átt en þó munar miklu um það, að frá gígnum norður í Múlakot eru 17 kílómetrar en ekki 10 eins og til næstu bæja undir Eyjafjöllum.
![]() |
Skyggnið er einn metri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)