Nálægðin ræður öllu.

Þótt öskufall og kraftur gossinn í Eyjafjallajökli hafi minnkað njóta Eyfellingar ekki góðs af því, því miður, vegna nálægðar sveitarinnar við eldstöðina.

Aðeins eru um tíu kílómetrar frá gígnum niður í byggð og meira að segja í gær, þegar verið var að flytja þá stórfrétt út um heimsbyggðina að þessu væri að slota, mátti sjá á flugi yfir eldstöðina að enn kom upp aska, sem þá féll til austurs yfir Fimmvörðuháls og austur á Goðabungu í Mýrdalsjökli. 

Þetta yrði lítið skárra fyrir Fljótshlíðina í sunnan átt en þó munar miklu um það, að frá gígnum norður í Múlakot eru 17 kílómetrar en ekki 10 eins og til næstu bæja undir Eyjafjöllum. 


mbl.is „Skyggnið er einn metri“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér er mikið hugsað til fólksins þarna og dýranna. Bændurna sem hafa miklar áhyggur af búfénaði sínum. Ég veit að björgunarsveitir ofl eru að aðstoða þetta fólk en er ekki hægt að fá almenning í að gera eitthvað.? Þetta hlýtur að taka mikið á sálartetrið hjá þessu fólki, og það veit enginn hvað gosið tekur langan tíma.

Þær eru ótrúlegar andstæður í umræðunni í þjóðfélaginu í dag. Bændur sem hafa áhyggjur af búfénaði sínum og síðan þeir sem hafa svikist einskins við að reyna græða, þó svo það setti aðra í skuldasúpu.

Lara (IP-tala skráð) 19.4.2010 kl. 09:40

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Ómar.

Tek undir það að þarna munar vissulega um fjarlægð og bæirnir Þorvaldseyri og Seljavellir eru næst eldstöðinni og opnir fyrir öskufalli ásamt bæjum sunnar á sléttunni.

þarna munar um hvern kílómeter.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 20.4.2010 kl. 01:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband