Kemur líka fyrir á sumrin.

Með vaxandi ferðamannastraumi á íslenskum gönguleiðum fjölgar að sjálfsögðu óhöppum.

Þetta gerist líka á fjölförnum gönguleiðum á sumrin.

Það gerist líka þegar hálka kemur í Reykjavík og þá eru það meira að segja tugir fólks sem brotnar á einum morgni.

Munurinn er að vísu sá að það þarf ekki þyrlur til að sækja þetta fólk en hvert beinbrot er firna dýrt fyrir þjóðfélagið engu að síður og útilokað er að setja útgöngubann á fólk á hálkumorgnum.

Fólk brotnar líka og snýr sig í göngum á Esjuna og engum dettur í hug að banna gönguferðir upp á það fjall þess vegna.

Nýlega þurfti þyrlu til að flytja konu sem féll ofan í sprungu nálægt Helgafelli fyrir sunnan Hafnarfjörð.

Eina leiðin sem sumir sjá eru boð og bönn út og suður. Þeir, sem heimta slíkt, eru oft heimakært fólk sem skilur ekki að það sé fólgin í því lífsnautn og unaður að ferðast úti í náttúrunni, efla þrek sitt og þor og víkka vitund sína og sýn.


mbl.is Slasað fólk sótt í Þórsmörk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reykjavíkurflugvelli skellt í lás á morgun.

Á morgun verður allt flug frá og til Reykjavíkurflugvelli bannað og flugvellinum skellt í lás! Hvers vegna?

Jú, samkvæmt mínum upplýsingum er þetta gert í sparnaðarskyni vegna þess að Flugfélagið flýgur ekki á páskadag og þrjá flugumferðarstjóra þarf til að halda uppi flugstjórnarþjónustu á vellinum.

Að mínum dómi er þetta misráðið og á skjön við reynslu af öðrum flugvöllum með umferðarstjórn.

Þegar ég byrjaði að læra 1966 var þetta þannig, að um leið og flugumferðarstjórnar fóru af þeim völlum, þar sem slík þjónusta var veitt um allt land, var öll flugumferð um þessa velli bönnuð.

Nokkrum árum síðar sáu menn hve vitlaust þetta var og nú eru flugtök og lendingar heimilaðar á þessum völlum allan sólarhringinn burtséð frá því hvort vakt er í turninum eða ekki.

Á morgun er spáð mjög góðu flugveðri en lélegu veðri á annað páskadag. Þess vegna er lokun vallarins alveg á skjön við aðstæður, sem bjóða upp á flugferðir að gosstöðunum og aukin umsvif, til dæmis vegna útlendinga sem vilja sjá gosið og ætti slíkt að vera fagnaðarefni.

Engan eða í mesta lagi einn flugumferðarstjóra þarf til að stýra sjónflugi um Reykjavíkurflugvöll ef ekkert blindflug er flogið.

Um flug um völlinn myndu gilda allar reglur um flugleiðir, brottflug og aðflug, sem nú gilda þótt ekki sé vakt í turninum.

Mjög góð reynsla hefur fengist frá breytingunum á reglum um flugvelli með umferðarstjórn á sjöunda áratug síðustu aldar. Það ætti að vera hægt að nýta sér nú varðandi Reykjavíkurflugvöll.


mbl.is Virknin í eldgosinu óbreytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. apríl 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband