Reykjavíkurflugvelli skellt í lás á morgun.

Á morgun verður allt flug frá og til Reykjavíkurflugvelli bannað og flugvellinum skellt í lás! Hvers vegna?

Jú, samkvæmt mínum upplýsingum er þetta gert í sparnaðarskyni vegna þess að Flugfélagið flýgur ekki á páskadag og þrjá flugumferðarstjóra þarf til að halda uppi flugstjórnarþjónustu á vellinum.

Að mínum dómi er þetta misráðið og á skjön við reynslu af öðrum flugvöllum með umferðarstjórn.

Þegar ég byrjaði að læra 1966 var þetta þannig, að um leið og flugumferðarstjórnar fóru af þeim völlum, þar sem slík þjónusta var veitt um allt land, var öll flugumferð um þessa velli bönnuð.

Nokkrum árum síðar sáu menn hve vitlaust þetta var og nú eru flugtök og lendingar heimilaðar á þessum völlum allan sólarhringinn burtséð frá því hvort vakt er í turninum eða ekki.

Á morgun er spáð mjög góðu flugveðri en lélegu veðri á annað páskadag. Þess vegna er lokun vallarins alveg á skjön við aðstæður, sem bjóða upp á flugferðir að gosstöðunum og aukin umsvif, til dæmis vegna útlendinga sem vilja sjá gosið og ætti slíkt að vera fagnaðarefni.

Engan eða í mesta lagi einn flugumferðarstjóra þarf til að stýra sjónflugi um Reykjavíkurflugvöll ef ekkert blindflug er flogið.

Um flug um völlinn myndu gilda allar reglur um flugleiðir, brottflug og aðflug, sem nú gilda þótt ekki sé vakt í turninum.

Mjög góð reynsla hefur fengist frá breytingunum á reglum um flugvelli með umferðarstjórn á sjöunda áratug síðustu aldar. Það ætti að vera hægt að nýta sér nú varðandi Reykjavíkurflugvöll.


mbl.is Virknin í eldgosinu óbreytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Lok lok og læs og allt í stáli?

Já þetta er kostulegt. Hvað með flugvelli eins og í landi Kópavogs á Sandskeið og Tungubakka í Mosfellsbæ? Þar eru mun styttri flugbrautir og þar af leiðandi varhugaverðari þegar aðstæður eru ekki sem bestar.

Nú er væntanlega þyrluvakt og þar af leiðandi þarf að vera einhver viðbúnaður og þar með einhverjir á vakt í flugturninum á Reykjavíkurflugvelli?

Öryggi í flugi er öllum mikilvægt. En það er auðvitað rándýrt fyrir 300 þús hræður að halda uppi flugþjónustu tveggja flugvalla með aðeins 50 km fjarlægð milli þeirra. Á þetta hefur margsinnis verið bent.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 3.4.2010 kl. 12:49

2 identicon

Ætli enginn hafi sett sig í samband við Flugstoðir vegna þessa.  Ég trúi ekki öðru en að þar bregðist menn við með því að hafa opið, ef leitað yrði eftir því.

Lesandi (IP-tala skráð) 3.4.2010 kl. 13:00

3 identicon

Það er nú lítið mál í mínum huga þó að flugvellinum sé lokað í einn dag, en fyrir þá sem ekki eiga bíl eða geta ekki keyrt þá finnst mér það öllu verra,  að það keyra engir strætisvagnar á morgun og gerðu  ekki heldur í gær. Það er til fólk sem fer allra sinna ferða innanbæjar með strætisvögnum en ef það á ekki einhvern nákominn sem getur keyrt það á þessu dögum, þá er þetta sama fólk eiginlega dæmt í stofufangelsi. Svona er nú Ísland í dag. Því miður.

En burtséð frá því, þá ætla ég bara að óska ykkur Gleðilegra Páska.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 3.4.2010 kl. 14:11

4 Smámynd: KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON

Tek undir með Ómari að það er engin ástæða til að loka flugvellinum fyrir sjónflugsumferð þó ekki sé flugumferðarstjóri á vakt. Athyglisvert er að allir flugvellir landsins verða opnir til flugtaks eða lendinga á morgun nema Rvk-flugvöllur.

Þá grunar mig að flugumferðarstjóri verði á vakt á Reykjavíkurflugvelli á morgun ásamt vakt slökkviliðs vegna þess að flugvöllurinn er varaflugvöllur fyrir Keflavík.

Ef svo er, er enginn sparnaður falinn í lokun vallarins á páskadag.

KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON, 3.4.2010 kl. 14:45

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Mikil umferð einkaflugvéla hefur verið um flugvöllinn undanfarna daga vegna eldgossins á Fimmvörðuhálsi og flugvélarnar ásetnar. Hjördís segir að hægt sé að láta opna völlinn gegn gjaldi."

Komast ekki í flug á páskadag - mbl.is

Þorsteinn Briem, 3.4.2010 kl. 17:21

6 Smámynd: Huckabee

Stærri borgir en reykjavík er án flugumferðarstjóra í turni til þess að gefa heimildir til sjónflugs eða blindflugs ástæðan  það er of dýrt. Þægilegt getur verið að hafa menn á jörðu til að góna fyrir  flugmenn og segja hvaða braut á að nota og hefur ekkert með flugöryggi að gera og oft pirrandi að eiga við lundleiða flugumferðamenn.

Nútíma tækni á jörðu til að gefa upp veður upplýsingar til flugmanna brautarljós kveikt fjarvirkt flugumsjóna menn geta verið hvar sem er í heiminum til að stjórna  flugumferð í blindflugi .Hvet flugáhugamenn á íslandi til að nota þetta tækifæri til að losna við óþarfa kostað og leggja niður leið störf  manna.Flugöryggi er síþjálfun og reynsla höldum niður kostnaði nýtum tæknina,fljúga meira happy landings og páska     

Huckabee, 4.4.2010 kl. 00:01

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Jú, ég fékk það upplýst í dag að ég gæti látið kalla út vakt fyrir 58.000 krónur.

En ég orða þetta svona: Það kostar ekkert að lofa okkur lenda sjálfum eins og á öðrum flugvöllum. 

Ómar Ragnarsson, 4.4.2010 kl. 17:03

8 identicon

Ætti ekki að duga að Keflavíkurflugvöllur stýrði Reykjavíkurflugvelli á svona dögum?

Vantar eitthvað upp á að það sé hægt?

ragnar (IP-tala skráð) 4.4.2010 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband