Vegaframkvæmdir nútímans.

Viðleitnin til að jafna aðstöðu fólks hvar sem það á heima er nauðsynleg og tekur aldrei enda. 

Fyrir hundrað árum var lagning síma, vega og rafvæðing sveitanna af þessum toga, sem og að koma á aðstæðum fyrir móttöku sjónvarpssendinga.

Ein helsta ástæða kröfunnar um íslenskt sjónvarp á sjöunda áratugnum snerist um þetta jafnræði í stað þess misræmis sem var fólgið í því að aðeins væri hægt að horfa á sjónvarp á suðvesturhorninu og þá eingöngu sjónvarps fyrir erlenda hermenn.

Forsenda fyrir því að möguleikar og not byggðar um allt land séu í samræmi við hagmuni þjóðarinnar er að tryggja að unga fólkið og konurnar fáist til að eiga þar heima, en mest hefur skort á að þessir tveir þjóðfélagshópar hafi haldið sínu í dreifbýlinu.

Dreifbýli þar sem karlar við aldur er uppistaðan er dæmt til að veiklast og líða undir lok.

Háhraðanettenging er að ekki aðeins brýnt beint hagsmunamál fyrir fólkið sem býr í dreifbýlinu heldur ekki síður hagsmunamál fyrir þá þéttbýlisbúa sem þar eru á ferð.

Þannig væri ég hvorki að blogga þetta né senda myndir til Reykjavíkur ef ekki væri þessi möguleiki nútímans, þar sem ég er nú staddur.

  


mbl.is ADSL í Mývatnssveit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. maí 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband