Vegaframkvæmdir nútímans.

Viðleitnin til að jafna aðstöðu fólks hvar sem það á heima er nauðsynleg og tekur aldrei enda. 

Fyrir hundrað árum var lagning síma, vega og rafvæðing sveitanna af þessum toga, sem og að koma á aðstæðum fyrir móttöku sjónvarpssendinga.

Ein helsta ástæða kröfunnar um íslenskt sjónvarp á sjöunda áratugnum snerist um þetta jafnræði í stað þess misræmis sem var fólgið í því að aðeins væri hægt að horfa á sjónvarp á suðvesturhorninu og þá eingöngu sjónvarps fyrir erlenda hermenn.

Forsenda fyrir því að möguleikar og not byggðar um allt land séu í samræmi við hagmuni þjóðarinnar er að tryggja að unga fólkið og konurnar fáist til að eiga þar heima, en mest hefur skort á að þessir tveir þjóðfélagshópar hafi haldið sínu í dreifbýlinu.

Dreifbýli þar sem karlar við aldur er uppistaðan er dæmt til að veiklast og líða undir lok.

Háhraðanettenging er að ekki aðeins brýnt beint hagsmunamál fyrir fólkið sem býr í dreifbýlinu heldur ekki síður hagsmunamál fyrir þá þéttbýlisbúa sem þar eru á ferð.

Þannig væri ég hvorki að blogga þetta né senda myndir til Reykjavíkur ef ekki væri þessi möguleiki nútímans, þar sem ég er nú staddur.

  


mbl.is ADSL í Mývatnssveit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Góð hugleiðing, Ómar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.5.2010 kl. 12:47

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Í allri þeirru fyrringu sem yfir okkur hefur dunið síðan haustið 2008, hefur hugarfar fólks breyst. Það má því segja að ollu illu fylgi eitthvað gott.

Gildismat okkar Íslendinga hefur breyst, nú er ekki lengur talað um hltabréf og peninga þegar fólk safnast saman, frekar um landsins gagn og nauðsynjar. Hin ýmsu smáfyrirtæki út um allt land blómstra og magt verið að gera sem engum hefði þótt ástæða til huga að meðan allir áttu að "láta peningana vinna fyrir sig".

Við eigum vissulega í erfiðleikum, þeir erfiðleikar eru þó eingöngu vegna bankahrunsins. Dugnaður Íslendinga mun koma okkur út úr þessum erfiðleikum, við þurfum hjálp til að komast yfir erfiðasta hjallann en eftir það erum við á grænni grein, það er ef peningagræðgin verður ekki látin yfirtaka hugi okkar aftur.

Svo vil ég þakka þér Ómar fyrir þessi skemmtilegu og oft fræðandi blogg sem þú miðlar til okkar. Fjölbreytni þín í efnistökum er með ólíkindum og þekking góð.

Gunnar Heiðarsson, 12.5.2010 kl. 14:20

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Makalaus enginn í Mývatnssveit,
mórauður hrútur fékk laglega geit,
ansi gott það ADSL,
engin lengur þar sifjaspell.

Þorsteinn Briem, 12.5.2010 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband