19.5.2010 | 19:10
50 þúsund kílómetrar sennilega ekki nóg.
Í frægasta jeppaþjóðgarði Bandaríkjanna og raunar hinum eina sem gerir út á jeppamenn eru 1600 kílómetrar af merktum jeppaslóðum. Algerlega er bannað að viðlögðum háum sektum að aka utan þessara slóða.
Á Íslandi eru líkast til um 23 þúsund kílómetrar af merktum vegum og slóðum.
Þetta finnst mörgum alls ekki vera nóg heldur vilja þeir bæta við gönguslóðum og hesta- og kindagötum.
Landið er auglýst á ýmsum vefsíðum sem gósenland utanvegaaksturs að sumarlagi og miðað við þann akstur sem sýndur er utan allra göngu- og kindaslóða er ekki fráleitt að álykta að 50 þúsund kílómetrar muni ekki nægja fyrir þessi not eða 30 sinnum lengri en boðið er upp á í hinum bandaríska jeppaslóðaþjóðgarði.
Er þá ótalið það einstæða frelsi sem Íslendingar njóta þegar til jeppa- vélsleða- og fjórhjólaferða um snævi þakið hálendið.
Er þetta ekki dæmigert fyrir Íslendinga? Ekki var talið nóg að íslenska bankakerfið yrði jafnstórt og hagkerfi landsins heldur helst fimm til tíu sinnum stærra.
Þeir sem andmæltu þessu voru taldir úrtölumenn, kverúlantar og öfundarmenn og þurfa að fara í endurhæfingu.
Ekki er talið nóg að við framleiðum fimm sinnum meira rafmagn en við þurfum sjálf fyrir venjulegan iðnað, fyrirtæki og heimiili, heldur vilja menn framleiða minnst tíu sinnum meira rafmagn en við þurfum.
Þeir sam andæfa þessu eru sagðir vera öfgamenn sem séu á móti framförum, atvinnuuppbyggingu og á móti rafmagni!
![]() |
Tóku myndir af utanvegaakstri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
19.5.2010 | 07:49
"E15" skást?
Í nafninu Eyjafjallajökull er tvisvar sinnum að finna hið íslenska "ll" sem útlendingum gengur svo illa að bera fram.
Ég er farinn að halda að skásta tillagan um "þjálla nafn á fjallinu" svo að notuð séu tvö orð með stöfunum "ll" í fjögurra orða umræðu um það sé einfaldlega "E15" sem stungið hefur verið upp á með tilvísun til þess að nafnið byrjar á stafnum "E" og er 15 stafir.
Annars lendum við í því að fá nöfn eins og "Guðjohnsen" eða "Jóhanna" sem þessu fólki kann að þykja óþægilegt. Nema að þeim finnist það bara skemmtilegt?
![]() |
Kallaði Eyjafjallajökul Guðjohnsen |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)