50 þúsund kílómetrar sennilega ekki nóg.

Í frægasta jeppaþjóðgarði Bandaríkjanna og raunar hinum eina sem gerir út á jeppamenn eru 1600 kílómetrar af merktum jeppaslóðum. Algerlega er bannað að viðlögðum háum sektum að aka utan þessara slóða.

Á Íslandi eru líkast til um 23 þúsund kílómetrar af merktum vegum og slóðum. 

Þetta finnst mörgum alls ekki vera nóg heldur vilja þeir bæta við gönguslóðum og hesta- og kindagötum. 

Landið er auglýst á ýmsum vefsíðum sem gósenland utanvegaaksturs að sumarlagi og miðað við þann akstur sem sýndur er utan allra göngu- og kindaslóða er ekki fráleitt að álykta að 50 þúsund kílómetrar muni ekki nægja fyrir þessi not eða 30 sinnum lengri en boðið er upp á í hinum bandaríska jeppaslóðaþjóðgarði. 

Er þá ótalið það einstæða frelsi sem Íslendingar njóta þegar til jeppa- vélsleða- og fjórhjólaferða um snævi þakið hálendið. 

Er þetta ekki dæmigert fyrir Íslendinga?  Ekki var talið nóg að íslenska bankakerfið yrði jafnstórt og hagkerfi landsins heldur helst fimm til tíu sinnum stærra. 

Þeir sem andmæltu þessu voru taldir úrtölumenn, kverúlantar og öfundarmenn og þurfa að fara í endurhæfingu. 

Ekki er talið nóg að við framleiðum fimm sinnum meira rafmagn en við þurfum sjálf fyrir venjulegan iðnað, fyrirtæki og heimiili, heldur vilja menn framleiða minnst tíu sinnum meira rafmagn en við þurfum. 

Þeir sam andæfa þessu eru sagðir vera öfgamenn sem séu á móti framförum, atvinnuuppbyggingu og á móti rafmagni! 

 


mbl.is Tóku myndir af utanvegaakstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eg vill byrja a ad taka thad skyrt fram ad utanvegaakstur asamt utanvegareid eru vandamal sem tharf ad leisa.

Thu talar um ad landid se auglyst sem gosenland fyrir utanvegaakstur, eru thaer auglysingar a ensku eda islensku? Astaedan fyrir tvi ad eg spyr er su ad min reynsla af tvi ad runta med turista a halendisvegum er su ad theirra upplifun er ad their seu ad keyra "off road". Eg hef sem sagt nokkrum sinnum reynt ad skamma tha fyrir ad nota enska ordid "off road" tvi thad thydir audvitad utanvegar en their segja vegina vera thad slaema i theirra augum ad their vilji nota thetta ord.

Dori Bjoss (IP-tala skráð) 19.5.2010 kl. 19:51

2 identicon

Vegurinn norðvestan við Langasjó er reyndar ekki til á skipulagsuppdrætti sveitarfélagsins og fannst ekki heldur á kortum Landmælinga eða á þeim kortum Máls og menningar sem leitað var á í gær. Vegurinn er hins vegar greinilegur á GPS korti sem íslenska fyrirtækið Samsýn bjó til. 

Þessi frétt er gott dæmi um lélega heimildavinnu íslenskra fréttamanna. Á korti Máls og Menningar frá 2004 í hlutföllunum 1:300 þúsund er vegur sem liggur norðvestan við Langasjó, yfir Hrútabjörg, yfir Breiðbak og þaðan yfir Fremri Tungnaárbotna, yfir Tungnaá á vaði og svo endar vegurinn þegar komið er norður í Jökulheima.

Kristinn (IP-tala skráð) 19.5.2010 kl. 20:00

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Utanvegaakstur er vandamál sumstaðar. Það má hinsvegar spyrja sig hvot vandamálið sé tækin eða stjórnendur þeirra.

Í lögum er skýrt ákvæði um utanvegaakstur, það er ekki ástæða til að setja hertari reglur. Löggæslan er of léleg til að fylga þeim lögum sem þegar eru í gildi og engin ástæða til að ætla að hertari reglugerð muni skila árangri. Það þarf að auka gæsluna.

Sjá blogg:

http://noldrarinn.blog.is/blog/noldrarinn/entry/1056221/

Gunnar Heiðarsson, 19.5.2010 kl. 20:17

4 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Jú, tækin eru líka vandamál. Það var flutt inn fullt af "leikdóti" sem er hvorki leyfilegt innan né utan vegar. "Krossarar" og mótorhjól fyrir börn allt niður í 6 ára. Ég er hér ekki að tala um íþróttamenn sem stunda mótorsport á tilskyldum brautum. Ég er að tala um öll óskráðu ökutæki sem fólk er að leika sér á hvar sem er, af því að það á þetta dót.

Úrsúla Jünemann, 19.5.2010 kl. 23:03

5 identicon

hvernig væri ef mótorhjólamenn fengju jafn mikið af slóðum til að keyra á og hestamenn og göngufolk? ég get ekki séð hvað er að því að nota þá slóða sem fyrir eru, og einhvernveginn verður vegurinn fyrst til. nú spyr ég er þá ekki flugvöllurinn á tungubökkum náttúruspilling þar er verið að skemma graslendi með flugvélum og rellukofum? það geta allir tuðað yfir öllu og ég skil ekki afhverju folk getur ekki bara virt áhugamál hvors annars og hætt þessu tuði. landið er meira en nógu stórt fyrir okkur öll

Páll (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 02:45

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Aldeilis er kostulegt að heyra um áhyggjur fólks af örfáum merktum lendingarstöðum flugvéla sem fer sífellt fækkandi.

"Flugvöllurinn" á Tungubökkum er gróið tún, nákvæmlega eins og þúsundir túna um allt land og samt tala menn um náttúruspjöll. 

Hvernig væri nú að Páll færi upp á Tungubakka og leitaði að "skemmdum á graslendinu", sem flugvélarnar lenda á og tæki af því myndir áður en hann lætur svona bull á prent.  

Ómar Ragnarsson, 20.5.2010 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband