Ekkert kemur upp.

Mér tókst að ná mynd á ellefta tímanum í morgun sem er líklega eina myndin, þar sem efsti hluti ísgjárinnar í gegnum Gígjökul með nýrunnu hrauni í, gígurinn sjálfur og gufumökkurinn upp úr honum sjást greinilega og ekkert ský hindrar útsýnið. p1011818_993344.jpg

Niðurstaða: Engin gosefni koma upp, aðeins gufa. Sendi myndina til ruv og Stöðvar 2. 

Ég var núna um fjögurleytið að koma úr flugi með Magnús Tuma Guðmundsson, jarðeðlisfræðing, sem tók bæði ljósmyndir, kvikmyndir og hitamyndir af gosgígnum í Eyjafjallajökli.

Mesti hitinn sem mældist í gígnum voru 100 stig sem óravegu frá bræðslumarki hrauns. Niðurstaða: Ekki kemur vottur af kviku upp. 

Þar með er ekki sagt að gosinu sé lokið, sé miðað við fyrri gos. Þvert á móti ætti einmitt nú að hafa sérstakan vara á varðandi það að það taki sig upp á nýjum stað. 


mbl.is Eldgosinu ekki lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsilegt fólk framtíðarinnar.

Nú er sá tími þegar glæsilegt ungt fólk framtíðarinnar útskrifast úr framhaldsskólum landsins, fólkið sem þar að taka til eftir okkur, sem búin eru að klúðra svo mörgu.

Einn nemandinn í Íslandsmetshópi Verslunarkonan er stórglæsileg bróðurdóttir mín, Mist Edvardsdóttir, sem samfagnaði með fjölskyldu og vinum í kvöld í föðurhúsum. 

Mist er flottur fulltrúi hinnar nýju kynslóðar sem getur gengið út í lífið með opnari sýn á sig og þjóðfélagið en flestar kynslóðir á undan henni. 

Stúlkurnar eru óhræddar við að feta nýjar slóðir og Mist er gott dæmi um það, - er harðsnúin og kappsöm knattspyrnukona sem stefnir hátt á mörgum sviðum. 

Eini erfiðleikinn varðandi föðurbræður hennar, sem eru forfallnir Framarar, er að hún spilar fyrir KR svo að það yrðí dálítið erfitt fyrir okkur að hrópa "áfram KR!" ef til þess kæmi.

En að baki þessum orðum mínum býr auðvitað engin alvara, heldur stolt yfir því að unga fólkið sé óhrætt fyrir að fara sínar leiðir og stefna hátt.

Og Mist er ekki eina systkinadætrunum sem lætur til sín taka við markaskorun í efstu deild knattspyrnunnar, því að hún og Margrét Ólafsdóttir, sem var landsliðskona á á sinni tíð og ein allra besta knattspyrnukona landsins þá, eru systkinabörn.

 


mbl.is Tæplega 300 útskrifaðir frá Verzlunarskólanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vindakerfið og staðbundnar aðstæður ráða oft.

Ég varð var við þetta fína duft í dag við Hótel Rangá en ekki þurfti að undrast það eftir flug þaðan til Vestmannaeyja og síðan í átt að Múlakoti og til baka á upphafsstað.

Þótt það væri róleg vestanátt í 1500 metra hæð gaf Veðurstofan upp breytilegan vind í 3000 metra hæð og greinilega mátti auk þess sjá hvernig loftið ofan af jöklinum skreið í neðri loftlögum niður hlíðar hans og sogaðist þaðan inn að lítilli hitalægð, sem myndaðist yfir austanverðu Suðurlandsundirlendinu. 

Suðurlandsundirlendið er stærsta undirlendi landsins og þar valda landfræðilegar aðstæður því að oft myndast þar sérstakar veðurfræðilegar aðstæður á sama hátt og jökulskjöldur Vatnajökuls myndar oft sitt eigið veðurkerfi. 

Ég efast um að þetta  komist alltaf inn í tölvulíkönin í London þar sem spár eru gerðar fyrir öskufall og tel því mikilvægt að reynt sé hér heima að finna út raunverulegar aðstæður fyrir hvern tíma frekar en að treysta eingöngu á spá í tölvulíkani.  


mbl.is Fín aska fellur á Hvolsvöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. maí 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband