31.5.2010 | 16:01
Góðar fréttir.
Sjaldgæft er að frambjóðandi til borgarstjórnarkosninga hafi sökkt sér eins vel í mikilvægan málaflokk borgarmálefna og Hjálmar Sveinsson, en það gerði hann varðandi skipulagsmál.
Auk þess er Hjálmar afar fróður og frambærilegur og þess vegna var það hið versta mál að hann skyldi ekki ná inn sem borgarfulltrúi.
Þegar hrópað er á endurnýjun og að öflugt fólk komi til starfa í pólítík skýtur það skökku við að Hjálmar skyldi ekki komast inn.
Sem fyrsti varborgarfulltrúi Samfylkingarinnar bíða hans hins vegar verkefni ef rétt er á málum haldið og því fagna ég því að hann renni ekki af hólmi, heldur haldi sínu striki.
Hjálmar var óheppinn að eins konar pólitískar hamfarir skyldu dynja yfir í þessu borgarstjórnarkosningum í formi stórsigurs Besta flokksins sem á sér enga hliðstæðu í sögu borgarinnar.
Ágætis fólk skipar þann lista en þarf hins vegar að nýta sér þá reynslu og þekkingu sem Hjálmar og fleiri geta veitt í störfum á vegum borgarbúa.
![]() |
Hjálmar tekur sæti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
31.5.2010 | 00:11
Fýkur fram og til baka.
Nýr veruleiki blasir við í þeim sveitum sem næst liggja Eyjafjallajökli. Hann mótast af því að askan, sem kom í gosinu fýkur fram og til baka og setur mark sitt á daglegt líf í þessum sveitum.
Fyrir nokkrum dögum fauk askan af afréttum og svæðunum norðan jökulsins yfir hann og gerði myrkur um miðjan dag undir Eyjafjöllum.
Um miðjan dag í dag fauk þessi aska til baka yfir Eyjafjallajökul og Fimmvörðuháls og olli öskumistri norður yfir Fljótshlíð og þegar vindur snerist til suðausturs byrjaði hún að berast yfir Rangárþing.
Ég flutti flugvélina til vesturs á tún við Meiritungu nálægt Landvegamótum til að forðast vindstrenginn, sem stendur oft í vestur frá Fljótshlíðinni, en hann ber ösku af aurunum og norðurhlíðum Eyjafjallajökuls til vesturs.
Litlu skiptir þótt rykið setjist þegar rignir því að um leið og þornar, losnar um það og öskufokið byrjar á ný.
Svona ástand var á Skeiðarársandi í meira en ár eftir hlaupið mikla 1996 en munurinn var sá, að sá aur, sem þá barst fram og þornaði og rauk, var á óbyggðu svæði.
![]() |
Mistur vegna öskufoks |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)