8.5.2010 | 22:55
Konur laðast að mönnum í einkennisbúningum.
Ofangreint var niðurstaða djúprar könnunar hóps líffræðinga, mannfræðinga og dýrafræðinga, sem greint var frá í aðalgrein Time fyrir mörgum árum.
Einkennisbúningur og vopn eru tákn um vald og kvendýrið leitar að karldýri sem á mesta möguleika til að verja það og börnin. Skiptir engu hvað karldýrið er gamalt.
Er þetta skýring á því fyrirbæri þegar konur laðast að sér eldri mönnum, en í nýyrðasafni okkar Sigmundar Ernis Rúnarssonar fyrir 20 árum var slík kona kölluð gráfíkin.
Þetta útskýrir líka Hljómskálafarganið svonefnda þegar ítalskir hermenn, sem stóðu vart út úr hnefa og fengu landgönguleyfi af herskipi sínu, voru umsetnir af íslenskum stúlkum og mikið fjör var í runnum Hljómskálagarðsins.
Sjálfur áttaði ég mig á því aðdráttarafl einkennisbúninga hafði einnig gilt í eigin fjölskyldulífi.
Fimm af börnum okkar hjóna fæddust að hausti, um það níu mánuðum eftir að ég hafði klæðst jólasveinabúningi dag hvern í hálfan mánuð um jól og nýjár! Já, konur laðast að karlmönnum í einkennisbúningum !
Könnunin, sem Time greindi frá, leiddi í ljós, að karldýrin laðast helst að ungum kvendýrum sem geti alið hraust börn og átti þetta að útskýra gráa fiðringinn svonefnda !
Í umræðu um þetta í gærkvöldi við kvöldverðarborð fyrir austan sagði konan, sem sat við borðið, að þarna væri greinilega um að ræða könnun karlmanna sem reyndu að réttlæta verstu eigileika þess kyns, valda- og peningafíkn og framhjáhald á miðjum aldri.
Ekki verri kenning en hvað annað.
![]() |
Stal erótískum lögreglubúningum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
8.5.2010 | 22:39
Góð auglýsing ?
Kannski er það bara góð auglýsing fyrir Ísland að besta flugleiðin yfir Atlantshafið liggi yfir Ísland, ef á annað borð við höldum þessu á lofti.
Ég var austur við Hvolsvöll mestan part dagins og sá mun fleiri þotur fljúga hátt yfir í heiðríkjunni en vanalegt er.
Gaman hefði verið að ná mynd af slíkri þotu og sýna afstöðuna til gossins en það tókst ekki.
Hér eru hins vegar tvær myndir frá því í morgun.
Á þeirri efri sjást Fimmvörðuháls til hægri en Eyjafjallajökull til vinstri.
Á neðri myndinni er horft úr vestri yfir tind Eyjafjallajökuls, sem fer mikinná sviðinu, en í baksýn horfir Katla gamla á, kolsvört og kannski til í tuskið sem forðum?
![]() |
Gífurleg flugumferð við Ísland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)