1.6.2010 | 11:06
"Nýr jakki? - Sama röddin !"
Fleyg orð Björgvins Halldórssonar um ungan söngvara, sem vildi vekja athygli hans með því að fá sér nýjan glimmerjakka, eiga ágætlega við Framsóknarflokkinn um þessar mundir: "Nýr jakki? - Sama röddin" sagði Bo.
Það dugar ekki að skipta um fólk ef sama stefnan ríkir í meginatriðum áfram.
Ekki er hægt að sjá að afgerandi og opinbert uppgjör hafi farið fram við tímabil formennsku Halldórs Ásgrímssonar, stóriðjustefnuna, helmingaskiptin við Sjálfstæðisflokkinn í einkavinavæðingunn, sérhagsmunagæsluna, sjálftökuna og alræðistilburði Davíðs og Halldórs.
Flokkurinn, sem eitt sinn hafði náttúruverndarsinnana Eystein Jónsson og Steingrím Hermannsson við stjórnvöl sinn, gengur nú harðast fram í hernaðinum gegn landinu og er ekkert lát þar á.
Í þeim efnum er flokkurinn meira en hálfri öld á eftir tímanum.
Það er ekki nóg að einhverja af nýjum áhrifamönnum í flokknum langi til að breyta þessu meðan ekki örlar á sýna það í verki.
Á meðan svo er heldur flokkurinn áfram að hafa þá löskuðu ímynd sem hann á skilið.
![]() |
Framsókn þarf nánari naflaskoðun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.6.2010 | 09:46
Hver var í sjálfsvörn?
Skipalest með hjálpargögn siglir á alþjóðlegu hafsvæði á fullkomlega löglegan hátt.
Ísraelsmenn ráðast að lestinni með hervaldi og skipstjórum er fyrirskipað að stöðva skipin.
Eftir á er sagt að þessi aðgerð ísraelshers hafi verið í sjálfsvörn.
Þegar skipstjórarnir neita að stöðva skipin og lúta ólöglegri hernaðarlegri hótun og vopnaðir hermenn ætla að ryðjast um borð, grípa einhverjir til hnífa og járnstanga gegn hinum vel vopnaða herafla.
Hermennirnir líta á þetta sem vopnaða árás þar sem þeir eigu lífið að verja, og að þeir verði að beita skotvopnum og drepa nítján menn og særa tugi annarra.
Íssraeskir ráðamenn halda því síðan fram og alþjóðasamfélagið á að samþykkja það að manndrápin og skothríðin hafi verið í sjálfsvörn gegn árásarmönnum.
Seint hefði maður trúað því að annað eins yrði borið á borð. En lengi skal manninn reyna.
![]() |
Árásin mistókst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)