Hver var í sjálfsvörn?

Skipalest með hjálpargögn siglir á alþjóðlegu hafsvæði á fullkomlega löglegan hátt.

Ísraelsmenn ráðast að lestinni með hervaldi og skipstjórum er fyrirskipað að stöðva skipin. 

Eftir á er sagt að þessi aðgerð ísraelshers hafi verið í sjálfsvörn. 

Þegar skipstjórarnir neita að stöðva skipin og lúta ólöglegri hernaðarlegri hótun og vopnaðir hermenn ætla að ryðjast um borð, grípa einhverjir til hnífa og járnstanga gegn hinum vel vopnaða herafla. 

Hermennirnir líta á þetta sem vopnaða árás þar sem þeir eigu lífið að verja, og að þeir verði að beita skotvopnum og drepa nítján menn og særa tugi annarra. 

Íssraeskir ráðamenn halda því síðan fram og alþjóðasamfélagið á að samþykkja það að manndrápin og skothríðin hafi verið í sjálfsvörn gegn árásarmönnum. 

Seint hefði maður trúað því að annað eins yrði borið á borð. En lengi skal manninn reyna. 

 


mbl.is Árásin mistókst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Drápu þeir ekki 19?

D. gunnar (IP-tala skráð) 1.6.2010 kl. 10:22

2 Smámynd: Tryggvi

Ertu búinn að horfa á upptökuna ??? þetta er ekki einhverjir að veifa hnífum og járnstöngum, það er hópur manna sem ræðst með offorsi á hermennina sem síga niður.

Ég aftur á móti set spurningamerki við atlöguna, hvort hún hafi verið réttmæt af hálfu Ísraelsmanna.  En það er ekki málstað palestínu til framdráttar að horfa með blindu auga á fréttir.   Sjálfsvörn var þetta sannarlega eftir að í skipið var komið, atlagan var aftur á móti sennilega röng aðgerð.

Tryggvi, 1.6.2010 kl. 10:26

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Verður þetta ekki gleymt eftir nokkra daga eins og aðrar aðgerðir Ísraela?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.6.2010 kl. 10:28

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Hver heldur þú, Ómar?

hvað er sungið hér http://www.youtube.com/watch?v=b3L7OV414Kk

hvað er konukindin að segja okkur. Ætlaði hún sér að varða píslarvottur?

Sjá einnig:

http://www.postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/1062395/

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 1.6.2010 kl. 10:39

5 identicon

Hvað næst?  Þessi árás á alþjóðlegu hafsvæði er með öllu ólögleg og fangelsun þeirra sem í skipalestinni voru þar af leiðandi líka.  Ég hef oft verið hliðhollur málstað Ísraels en undanfarin ár hefur sú afstaða mín breyst.  Hvað er Gaza annað en risavaxið gettó svipað þeim sem gyðingar máttu þola í seinni heimsstyrjöldinni?  Hvernig getur þjóð sem varð fyrir öðrum eins hörmungum og helförin var beitt sömu meðulum 65-70 árum seinna?  Síðan Ísrael var úthlutað landssvæði eftir seinni heimsstyrjöldina þá hafa þeir ekki verið til friðs og það eru engar líkur á því að sú afstaða sé að breytast.  Getur þetta endað í öðru en allsherjar stríði á þessum slóðum?  Er kannski verið að kynda undir bálinu af ásettu ráði?  Ekki veit ég það en aðgerðir Ísraela eru ekki lýsandi fyrir þjóð sem vil búa við frið.

Jóhann (IP-tala skráð) 1.6.2010 kl. 11:03

6 identicon

Tryggvi, allir ísraelsku hermennirnir sluppu lifandi en það dóu samt 19 manns á skipinu. Hvað segir það okkur um hver sé "verri aðilinn"?

Spekingur (IP-tala skráð) 1.6.2010 kl. 11:11

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"..hópur manna sem ræðst með offorsi á hermennina..." segir Tryggvi.

Samkvæmt þessu hefði það vera túlkað sem árás af minni hálfu, ef að mér að mér hefði ráðist byssumaður þegar ég gekk niður Laugaveginn 26. september 2006, og ég hefði álpast til að negla hann kaldan með kjaftshöggi. 

Það hefði verið þá verið orðað þannig að ég hefði "ráðist með offorsi" á byssumanninn. 

Göbbels sagði að Pólverjar hefðu átt upptökin að seinni heimsstyrjöldinni 1. september 1939 þegar þeir "réðust með offorsi" á þýsku innrásarhermennina. 

Dapurlegt er þegar ráðamenn þjóðar, sem varð fórnarlamb villimannslegustu valdamanna heimssögunnar, grípa til sams konar réttlætingar á athæfi sínu. 

Ómar Ragnarsson, 1.6.2010 kl. 11:25

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ef það ráðast vopnaðir menn um borð í skip á alþjóðlegu hafsvæði með því yfirlýsta markmiði að hindra löglega för þess, og farþegar grípa til varna með þeim verkfærum sem hendi eru næst. Hver er það þá sem "byrjaði"? Helsti munurinn á þessu og sómölskum sjóræningjum eru að þeir eru ekki studdir af neinu þjóðríki.

Guðmundur Ásgeirsson, 1.6.2010 kl. 12:00

9 identicon

Alveg er það merkilegt hversu blindir menn geta verið ef Ísrael ber á góma.Það virðist engu skipta hversu glæpsamleg athæfin eru.Öllu skal umsnúið í andhverfu sína.Hjá aatof mörgum má enginn hafa skoðun sem er óhagstæð þessum svokölluðu hagsmunum Ísraelsríkis.Nú bíða menn eftiryfirlísingu frá Bandaríkjastjórn.Hún er fyrirfram ákveðin.Bandaríkjastjórn lítur málið alvarlegum augum,en sýnir erfiðri stöðu Ísraelsríkis skilning.Á einhver von á ferskum fréttum úr þeirri átt?

Siggi Gudjonsson (IP-tala skráð) 1.6.2010 kl. 14:12

10 Smámynd: Haraldur Axel Jóhannesson

Vilhjálmur og Tryggvi lesið þessa grein og dæmi svo hver byrjaði

http://www.semp.us/publications/biot_reader.php?BiotID=161

Haraldur Axel Jóhannesson, 1.6.2010 kl. 15:25

11 identicon

Ómar segir:

"Dapurlegt er þegar ráðamenn þjóðar, sem varð fórnarlamb villimannslegustu valdamanna heimssögunnar, grípa til sams konar réttlætingar á athæfi sínu. "

Og því miður er þetta allt of satt. Það þarf eiginlega að reka þetta í granirnar á þeim, því að spegill sögunnar ætti þarna að sjást. Einu sinni bjuggu milljónir gyðinga í gettóum, og nú reka þeir gettó af þvílíkri hörku sjálfir.

Þarna gerðu þeir stór mistök, en.....Palestínumenn (þjóð á stærð við okkur) mættu nú kannski viðurkenna tilvistarrétt Ísraelsríkis ef þeir vilja samúð. Og á sumum stöðum er það kannski ekki gleymt hversu snöggir þeir voru út á götu að brenna Bandaríska fánann og fagna þann 11/9/2001. 

Svona er heimurinn

Jón Logi (IP-tala skráð) 2.6.2010 kl. 04:10

12 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jón Logi: Varðandi tvíeðli Ísraelsmanna og hráskinnungahátt má einnig benda á leynilegt hernaðarbandalag sem þeir mynduðu á sínum tíma með þáverandi aðskilnaðarstjórn í Suður-Afríku. Fyrir tilstilli þessa samstarfs vígvæddist S-Afríka með kjarnavopnum, en Ísrael hefur aldrei viðurkennt að eiga slík vopn og hefur því ekki heldur skrifað undir alþjóðlega sáttmála um bann við útbreiðslu kjarnavopna. Þeir fara sem sagt ekki eftir sömu reglum og þeir ætlast til að Íranir fylgi og hóta óbeint hernaðarárásum láti þeir ekki af kjarnorkuþróun sinni.

Það voru ekki bara Palestínumenn sem fögnuðu á götum úti þann 11/9 heldur líka fimm útsendarar írsaelsku leyniþjónustunnar Mossad sem dönsuðu á götum og húsþökum þennan dag og tóku myndir af hvor öðrum með brennandi WTC í bakgrunni, frá New Jersey handan við Hudson ánna á besta útsýnisstaðnum yfir til NY.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.6.2010 kl. 06:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband