12.6.2010 | 12:12
Peningar eru enn til.
Það er gömul saga og ný í mannkynssögunni að aldrei komi svo erfið kreppa eða óáran að ekki séu til fjölmargir sem græða á ástandinu eða haldi sínu og vel það.
Margur auðmaður hefur orðið ríkur á því fyrirbæri sem kallað er brunaútsölur og það á ekki að koma á óvart að fjöldi Íslendinga hafi næga peninga á milli handanna og jafnvel hagnist á því ástandi sem nú ríkir í þjóðlífinu.
Það verður alltaf til útsjónarsamt fólk sem alltaf hefur sitt á þurru, græðir peninga og á nóg fé til að veita sér munað, sama hvernig ástandið er.
![]() |
Biðlisti eftir Rolex-úrum og góð sala sögð í flatskjám |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)