Peningar eru enn til.

Það er gömul saga og ný í mannkynssögunni að aldrei komi svo erfið kreppa eða óáran að ekki séu til fjölmargir sem græða á ástandinu eða haldi sínu og vel það.

Margur auðmaður hefur orðið ríkur á því fyrirbæri sem kallað er brunaútsölur og það á ekki að koma á óvart að fjöldi Íslendinga hafi næga peninga á milli handanna og jafnvel hagnist á því ástandi sem nú ríkir í þjóðlífinu. 

Það verður alltaf til útsjónarsamt fólk sem alltaf hefur sitt á þurru, græðir peninga og á nóg fé til að veita sér munað, sama hvernig ástandið er.


mbl.is Biðlisti eftir Rolex-úrum og góð sala sögð í flatskjám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Hef oft á tilfinigunni að Islendingar viti ekki hvað kreppa er í raun.Landið okkar er að gera stéttarskiptingar, fátækt fólk og ríkt fólk.Áhugaverð grein í fréttablaðinu í dag um hjón sem fluttu frá Bandaríkjunum og saga þeirra,ekki get ég vorkent svona fólki.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 12.6.2010 kl. 16:05

2 Smámynd: Elínborg

Mikið rétt hjá þér Ómar, og ætli verðmætamat hafi breytst mikið hjá öllum eftir hrunið? Líklega ekki hjá þessum hópi.......

Og Sigurbjörg; hrædd um að það sé rétt hjá þér,er millistéttin ekki að hverfa hér?

Elínborg, 12.6.2010 kl. 17:59

3 identicon

Ætli vinstri stjórnin þefi ekki upp peninginn og geri 2% upptæk á ári undir nafninu auðlegðarskattur

johann (IP-tala skráð) 12.6.2010 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband