13.6.2010 | 01:38
Eru hjónaskilnaðir skemmtilegir ?
Fréttin á mbl.is um leðjuslaginn í Borgarnesi er létt og skemmtileg, - gerir lífið skemmtilegra. Birtist sú frétt þó í fjölmiðli sem tekur það ekkert sérstaklegra að hann sé skemmtilegur.
Eini fjölmiðillinn sem tekur það sérstaklega fram um sjálfan sig er "Séð og heyrt" sem hefur letrað á forsíðu sinni og ítrekar í forystugreinum um sjálft sig: "Gerir lífið skemmtilegra".
Þetta hefur verið kjörorð blaðsins árum saman.
Í síðustu tveimur tölublöðum eru á forsíðu fréttir af hjónaskilnuðum.
Í tölublaðinu sem flaggar skilnaði Selmu og Rúnars teygir kjörorðið "Gerir lífið skemtilegra" sig yfir í ljósmyndina af Selmu eins og sést á meðfylgjandi myndum.
Samkvæmt þessu gerir blaðið sér far um að gera lífið skemmtilegra með því að birta "stórfréttir" af hjónaskilnuðum, gjaldþrotum og fleiru sem þeir sem í hlut eiga finnst ekki skemmtilegir.
Mér er spurn: Fyrir hverja eru hjónaskilnaðir, gjaldþrot og aðrir erfiðleikar í einkalífi fólks svona skemmtilegir að þeir eru flaggskip stórfrétta á forsíðu?
Bið að afsaka að vegna tæknilegra mistaka er neðri myndin í tveimur stærðum á bloggsíðunni.
![]() |
Fréttamaður og þingmaður í leðjuslag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)