14.6.2010 | 21:52
Ýmsar hliðar á sunnanþeynum.
Í dag flaug ég frá Hvolsvelli til Sauðárflugvallar, sem er milli Brúarjökuls og Kárahnjúka og síðan þaðan til Akureyrar, þar sem þessi bloggpistill er skrifaður.
Þegar loftið er þurrt og hlýtt og vindur blæs eitthvað verður loftið rykmettað víða í byggð vegna þess að á hálendinu eru sums staðar þurrar leirur á borð við Jökulsárflæður norðan Dyngjujökuls sem byrjar að rjúka úr.
Ég get ekki birt myndir úr úr þessari ferð í dag en vonandi á morgun.
Munu ýmsir verða undrandi á að sjá þær, því að þær munu sýna að mönnum fannst ekki nóg á sínum tíma að sætta sig við hið óumflýjanlega, að þurrar leirur með sífellt nýjum framburði færu að rjúka og færa næsta umhverfi sitt á kaf í moldviðri, heldur var búið til nýtt manngert leirstormasvæði norðan Brúarjökuls til að bæta við alveg nýju svæði leirstorma.
Meira um það með myndum á morgun.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.6.2010 | 07:16
Löw og Maradona.
Argentínumenn og Þjóðverjar hafa tekið byrjunina á HM með trompi fyrir sakir stórkostlegs liðsanda, hugmyndaauðgi og samheldni, sem þjálfarar liðanna láta smita út frá sér niður á leikvanginn.
Að sama skapi valda Englendingar vonbrigðum. Einkum er óskaplega ánægjulegt að sjá til þýska landsliðsins, sem er ekki aðeins eins og þrautskipulögð og öguð heild, heldur sést mun meiri hreyfanleiki, frumkvæði, yfirsýn og tímaskyn hjá liðinu en áður hefur sést hjá Þjóðverjum, sem hafa oft verið skammaðir fyrir að leika frekar leiðinlegan fótbolta þótt árangursríkur hafi verið.
Enginn er þó betri en andstæðingurinn leyfir hverju sinni og það á eftir að koma í ljós þegar líður á HM hvort Þjóðverjar halda þessum dampi og hve langt Argentínska liðið kemst á þeim baráttuanda og lífsgleði sem hinn litríki þjálfari þeirra blæs þeim í brjóst.
![]() |
Löw: Yfirburðir allan leikinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)