Ýmsar hliðar á sunnanþeynum.

Í dag flaug ég frá Hvolsvelli til Sauðárflugvallar, sem er milli Brúarjökuls og Kárahnjúka og síðan þaðan til Akureyrar, þar sem þessi bloggpistill er skrifaður.

Þegar loftið er þurrt og hlýtt og vindur blæs eitthvað verður loftið rykmettað víða í byggð vegna þess að á hálendinu eru sums staðar þurrar leirur á borð við Jökulsárflæður norðan Dyngjujökuls sem byrjar að rjúka úr.

Ég get ekki birt myndir úr úr þessari ferð í dag en vonandi á morgun.

Munu ýmsir verða undrandi á að sjá þær, því að þær munu sýna að mönnum fannst ekki nóg á sínum tíma að sætta sig við hið óumflýjanlega, að þurrar leirur með sífellt nýjum framburði færu að rjúka og færa næsta umhverfi sitt á kaf í moldviðri, heldur var búið til nýtt manngert leirstormasvæði norðan Brúarjökuls til að bæta við alveg nýju svæði leirstorma.

Meira um það með myndum á morgun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband