Og meiri hluti unglingavandamála foreldravandamál ?

Fróðlegt væri að vita eftir að það hefði verið rannsakað hvort það sé staðreynd, sem mig grunar, að meirihluti svonefndra unglingavandamála séu í raun foreldravandamál.

Þegar rætt er við þá sem fást við hin svonefndu unglingavandamál ber þeim yfirleitt saman um að áberandi sé að unglingarnir, sem eru til vandræða, séu frá lausungarheimilum, þar sem skort hefur aga og foreldrarnnir oft óreglufólk eða fólk, sem hefur ekki talið sig mega vera að því að eyða tíma í að ala upp börn sín. 

Sem dæmi má nefna að núna síðast, þegar 15 þúsund manns steðjuðu til Akureyrar og var það allt skrifað á Bíladagana þar, var í raun mikill minnihluti þessa fólks sem tengdist bíladögunum. 

Mikill meirihluti voru þúsundir fólks, mest ungmenni, sem finna út hvar mesta fjörið verður um hverja helgi og fer þangað til að sletta úr klaufunum og mála viðkomandi bæ rauðan. 

Um síðustu helgi sýndist þessu liði Akureyri verða staðurinn og þess vegna fór allur þessi fjöldi þangað. 

Mér var sagt að með ólíkindum væri hve stór hluti ungmennanna væri undir átján ára aldri og virtist geta gert nánanst hvað sem væri án þess að hafa minnstu áhyggjur af foreldrum sínum. 

Í mörgun tilfellun kemur í ljós þegar hafa þarf samband við foreldrana, að þeir eru sjálfir í "skyldudjammi" sínu sem byggist á því að "fara út á lífið" á föstudagskvöldi, detta í það og halda áfram "gleðinni" alla helgina. 

Eða þá að foreldrarnir eru svo uppteknir við að sinna aðkallandi samkvæmislífi eða lífsgæðakapphlaupinu að unglingarnir eru látnir lönd og leið. 

Í laginu Reykjavíkurljóð orða ég þetta svona: "Pabbi og mamma púla og djamma." 

Mér dettur ekki í hug að setja þetta á blað og halda því fram að ég hafi verið fyrirmyndar uppalandi sjálfur. Þegar ég lít til baka sé ég að það var ekki góður grunnur fyrir uppeldið, jafnvel þótt ég væri stakur reglumaður, að vinna flestar helgar við það að vera á fréttavöktum eða íþróttafréttavöktum jafnframt því að skemmta á skemmtunum út um allar koppagrundir. 

Ég þakka það konu minni og börnum mínum hve mikill gæfumaður ég hef verið varðandi þessi mál. 


mbl.is Meirihluti ofbeldismála heimilisofbeldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. júní 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband