Kem af fjöllum, - á varla orð.

Ég var á ferð í gær með Andra Frey Viðarssyni til að taka upp í framlag okkar til dagskrár Rásar tvö á föstudögum og laugardögum.

Fór beint frá Skagaströnd austur á Hvolsvöll til að yrkja kvikmyndagerðarakurinn í nótt og í morgun, - skrapp síðan í bæinn til að efna loforð um þátttöku í Vikulokunum á Rás 1 og er á leið til baka út á starfsvettvanginn í íslenskri náttúru.

Ég virðist hafa vitað minnst allra um einhvert óvæntasta atvik, sem mig hefur hent á lífsleiðinni, og kem af fjöllum í bókstaflegri merkingu. Minnist að vísu símtals um hádegi í gær þar sem við Andri vorum á fullu og ég heyrði lítið í manninum í símanum, heyrði eitthvað um Facebook og hann héti Friðrik. 

Bað hann um að hringja aftur á eftir hádegi á morgun þegar hugsanlega yrði hlé á hamaganginum hjá mér. 

Rekst síðan núna á þessa frétt í mbl.is sem gerir mig orðlausan, hrærðan og þakklátan yfir þessari óvæntu uppákomu.

Get ekkert sagt annað en að nú geta hjólin farið að snúast í verkefnum mínum og ég gríp til orða Churchills sem hann sendi Roosevelt í stríðinu: "Give me the tools and I will finish the job".

Það mun ég reyna að gera með innilegu þakklæti til þeirra sem vilja leggjast með mér á árarnar.  

 

 

 


mbl.is Ómar Ragnarsson fær milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. júlí 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband