Kem af fjöllum, - á varla orð.

Ég var á ferð í gær með Andra Frey Viðarssyni til að taka upp í framlag okkar til dagskrár Rásar tvö á föstudögum og laugardögum.

Fór beint frá Skagaströnd austur á Hvolsvöll til að yrkja kvikmyndagerðarakurinn í nótt og í morgun, - skrapp síðan í bæinn til að efna loforð um þátttöku í Vikulokunum á Rás 1 og er á leið til baka út á starfsvettvanginn í íslenskri náttúru.

Ég virðist hafa vitað minnst allra um einhvert óvæntasta atvik, sem mig hefur hent á lífsleiðinni, og kem af fjöllum í bókstaflegri merkingu. Minnist að vísu símtals um hádegi í gær þar sem við Andri vorum á fullu og ég heyrði lítið í manninum í símanum, heyrði eitthvað um Facebook og hann héti Friðrik. 

Bað hann um að hringja aftur á eftir hádegi á morgun þegar hugsanlega yrði hlé á hamaganginum hjá mér. 

Rekst síðan núna á þessa frétt í mbl.is sem gerir mig orðlausan, hrærðan og þakklátan yfir þessari óvæntu uppákomu.

Get ekkert sagt annað en að nú geta hjólin farið að snúast í verkefnum mínum og ég gríp til orða Churchills sem hann sendi Roosevelt í stríðinu: "Give me the tools and I will finish the job".

Það mun ég reyna að gera með innilegu þakklæti til þeirra sem vilja leggjast með mér á árarnar.  

 

 

 


mbl.is Ómar Ragnarsson fær milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú átt þetta sko sannarlega skilið Ómar minn, þú ert sannkallaður faðir íslenskrar náttúru. Sjálfur mun ég gefa glaður, enda fátt mikilvægara en fallega landið sem við búum á

Kári Örn (IP-tala skráð) 17.7.2010 kl. 15:21

2 identicon

Þú átt allt gott skilið Ómar og ég mun glaður fara í bankann og leggja mitt að mörkum.

Takk fyrir allt Ómar.

CrazyGuy (IP-tala skráð) 17.7.2010 kl. 15:51

3 Smámynd: Kristinn Þór Sigurjónsson

Þetta framtak er endurspeglun á því fallega sem býr í okkur manninum - tek glaður þátt.

Kristinn Þór Sigurjónsson, 17.7.2010 kl. 16:11

4 identicon

Þú ert vel að þessu kominn, og hefur staðið sem klettur í baráttunni.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 17.7.2010 kl. 16:22

5 Smámynd: Finnur Bárðarson

Örlítill þakklætivottur fyrir allt sem þú hefur glatt og frætt okkur um

Finnur Bárðarson, 17.7.2010 kl. 17:04

6 identicon

Ég rakst á þetta uppátæki á blogginu í gærkvöldi og gerð mitt án tafar. En fyrsta hugsunin var eiginlega: Af hverju í ósköpunum hefur engu dottið þetta í hug fyrir löngu?

Jón Daníelsson (IP-tala skráð) 17.7.2010 kl. 17:08

7 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Þú ert einstakur Ómar, til hamingju.

Aðalsteinn Agnarsson, 17.7.2010 kl. 19:08

8 Smámynd: Steinmar Gunnarsson

Ómar minn; af öllum Íslendingum þá átt þú þetta inni hjá mér. Takk fyrir allann fróðleik um sögu lands og þjóðar í gegnum árin. Ég veit ekki hvort þú manst eftir mér sem einum af leiðangursmönnum á Vatnajökli fyrir allmörgum árum, þegar sungið var um Ljónsstaðabræður og þú kættist svo ógurlega að við sáum ekkert nema fæturna á þér upp fyrir skenkinn í skálanum, svo mikið var hlegið. Kær kveðja úr ríki Þórhildar Skattadrottningar.

Steinmar Gunnarsson, 17.7.2010 kl. 19:36

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það verða allir með, ekki spurning.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.7.2010 kl. 19:38

10 identicon

Ég hef sagt þér það áður Ómar, að þú ert ein af bestu fyrirmyndum þessarar þjóðar. Þú og allt þitt sprell og alvara hefur haft gríðarleg áhrif til góðs á mig persónulega og örugglega alla þjóðina.

Ég vona að allir sem vettlingi geta valdið taki þátt í þessari gjöf til þín svo þú fáir mátt og styrk til að klára verk þín og getir svo lifað í öryggi til æviloka.

Grefill (IP-tala skráð) 17.7.2010 kl. 19:48

11 Smámynd: Landfari

Minna má það nú varla vera Ómar minn að við sýnum lit að taka þátt í þeim kostnaði sem þú hefur staðið undir við að  skrá sögu þessa lands okkar og þjóðar. Sögu sem bæði við og afkomendur okkar eigum eftir að njóta til fróðleiks, skemmtunar og lærdóms.

Ég vona innilega, sjálfra okkar vegna, að við náum gott betur en fimmunni þegar við leggjum öll saman því það er mikils um vert að þú náir að vanda sem best til þessara verka, okkur öllum og afkomendum okkar til yndisauka.

Auk þsess legg ég til að Ómar Ragnarsson verði settur á heiðurslistamannlaun ekki síðar en strax, fyrir ómetanlegt framlag við kynningu og varðveislu á því listaverki sem landið okkar er.

Landfari, 17.7.2010 kl. 20:34

12 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Heill sé þér Ómar hafðu ævarandi þökk fyrir störf þín í þágu okkar kær kveðja úr Þingeyjarsveit.

Sigurður Haraldsson, 17.7.2010 kl. 20:38

13 Smámynd: hilmar  jónsson

You are the man Ómar...

hilmar jónsson, 17.7.2010 kl. 21:27

14 Smámynd: Snowman

Kæri Ómar.  Þú hefur allt þitt líf gefið okkur landsmönnum svo mikið, hvort sem er í gríni eða alvöru.  Nú er tími kominn til að gefa þér eitthvað aftur.

Ég þakka þér fyrir svo margt skemmtilegt í gegnum tíðina, sérstaklega fyrir samvinnuna hjá RÚV.  Þú ert svo einstaklega litríkur maður svo það er mér mikill heiður að fá að vera með í þessari landsafmælisgjöf.

Viðeigandi eru orð William Wordsworth

Come forth into the light of things, let nature be your teacher.

Snowman, 17.7.2010 kl. 22:56

15 Smámynd: Páll Jónsson

Ólst upp við jólaplöturnar þínar... Heilu kynslóðirnar skulda þér, engin spurning að veita smá hjálp.

Páll Jónsson, 17.7.2010 kl. 23:43

16 identicon

Ómar – Barátta þín til verndunar íslenskrar náttúru verður aldrei fullmetin. Stiklurnar og náttúrulýsingar þínar munu lifa meðal íslensku þjóðarinnar um aldir eins og náttúruperlur þjóðskáldanna. Okkar litla framlag er kærkomið tilefni til að þakka þér fórnfúst og ómetanlegt starf í þágu lands og þjóðar.

Páll Árnason (IP-tala skráð) 18.7.2010 kl. 00:28

17 Smámynd: Guðrún Markúsdóttir

Ómar, þú átt skilið allt hið besta. Ég vona að sem flestir leggi hönd á plóginn. Til hamingju!

Guðrún Markúsdóttir, 18.7.2010 kl. 01:40

18 identicon

No guts, no glory, og þú ert löngu búinn að vinna þér glorý-ið inn Ómar!

Þú mátt búast við verulegum endurbótum á kvikmyndagerðarakrinum, sá að þú fórst yfir núlagaðan rampinn áðan. Við eigum bara eftir að þökuleggja smá ;)

Jón Logi (IP-tala skráð) 18.7.2010 kl. 08:56

19 identicon

það kemur ekki neitt annað til greina en að taka þátt í afmælisgjöfinni.  Ég lagði inn hærri fjárhæð og er viss um að fleiri gera það.  Og vona að þeir sem ekki geta séð af 1.000. kr. til þín geti lagt inn einhverja upphæð hvort sem það er 100 kr. eða minna.  Ég tek einnig þátt  í minningu um Ragga bakara, en ég naut þeirra forréttinda að kynnast honum. Mundu að þetta er afmælisgjöf okkar til þín. Ekki styrkur, ekki laun né annað skattskylt.  Mundu að við erum að gefa þér afmælisgjöf og um leið að heiðra þig fyrir fölskalausa ást á landinu okkar.

Guðbjörg Gísladóttir (IP-tala skráð) 18.7.2010 kl. 11:28

20 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Kæri Ómar!  Hjartanlega til hamingju með afmælið í haust.  Ég tek heils hugar undir það sem hér hefur verið sagt, að þessi gjöf er einungis lítill þakklætisvottur fyrir allt sem þú hefur gefið af þér til þjóðarinnar.

Þegar ég las viðtalið við þig í DV helgarblaðinu, kom upp í hugann minning frá hjónaballinu á Patró veturinn 1961. Við vorum að spila þar, hljómsveitin frá Bíldudal. Þú varst nýkominn í salinn þegar Gísli Snæ, (sem sá um ballið) fór að tala við ykkur Helgu; kom svo upp á svið til okkar og tilkynnti að þú ætlaðir að taka smá innslag, fyrst þú værir þarna staddur.

Að vanda settir þú salinn í algjört hláturskast og ætlaðir svo að hlaupa aftur niður í sal. Þá kallaði Gísli til þín og sagðir þurfa að borga þér.  Þú vildir enga greiðslu taka, en hann sagði að það kæmi ekki til mála. Nú væri alvara lífsins að taka við, þar sem þú værir kominn með konu.  Að því sögðu kallaði hann á Helgu og bað hana að koma aðeins upp til ykkar.  Þegar hún var komin, og stoð við hlið þér, tók Gísli fram 5 eitt hundrað krónu seðla og sagði. Það mikilvægast í lífi hvers manns í upphafi sambúðar er að læra að skipta jafnt.  Að því búnu rétti hann þér einn hundrað krónu seðil, en Helgu rétti hann fjóra.

Fólkinu í salnum var vel skemmt, og þú tókst eitt af þínum víðfrægu bakföllum, enda Gísli Snæ lúmskfindinn og skemmtilegur maður.

Guð blessi þig og þína, og haldi hér eftir sem hingað til, verndarhendi yfir þér og þínum.

Kveðja frá Guðbirni og Ragnheiði 

Guðbjörn Jónsson, 18.7.2010 kl. 11:48

21 identicon

Skemmtileg saga, Guðbjörn, verulega skemmtileg.

Ómar ... mannstu eftir þessu sem Guðbjörn talar um?

Grefill (IP-tala skráð) 18.7.2010 kl. 12:29

22 Smámynd: Villi Asgeirsson

Millifærði minn þúsundkall með glöðu geði. Vona að sem flestir geri það svo að Ómar geti haldið áfram á sömu braut. Ég veit allt of vel hvað það er að rembast peningalaus við kvikmyndagerð og veit að nokkur þúsund þúsundkallar munu skila sér margafalt til okkar í hágæðaefni. Svo minntist einhver á heiðurslistamannalaun. Ef einhver á það skilið, er það Ómar.

Annars eru mínar fyrstu minningar af Ómari tengdar grænu og rauðu plötunum. Man að ég hlustaði endalaust á þær með frændunum. Við lifðum okkur inn í textana, sögurnar og húmorinn.

Pabbi vann sem útsendingarstjóri hjá Sjónvarpinu þegar ég var krakki. Áður en dagskráin byrjaði, var alltaf spilað lag undir klukkunni. Mig minnir að það hafi yfirleitt verið instrumental lög, en einhverntíma mátti ég velja. Ég gramsaði í kassa með 7" plötum og dró upp Refinn í Hænsnakofanum. Einhver vildi eitthvað annað, en ég stóð á mínu, Rebbi skyldi spilaður, og það gekk eftir.

Villi Asgeirsson, 18.7.2010 kl. 12:54

23 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Man eftir þegar þú komst austur á Reyðarfjörð til að skemmta, þegar ég var smápolli, þá var það næstum eins og einhver úr Bítlunum væri mættur á svæðið. :)

Marinó Már Marinósson, 18.7.2010 kl. 13:28

24 Smámynd: Billi bilaði

Stendur ekki afmælið örugglega fram yfir mánaðarmót, þegar maður á pening?

Billi bilaði, 18.7.2010 kl. 15:02

25 identicon

Það stendur til 16. september

Grefill (IP-tala skráð) 18.7.2010 kl. 15:07

26 identicon

Til hamingju með afmælið, með þökk fyrir allt það góða sem þú hefur gert fyrir okkur :)

Laufey og Ingvar (IP-tala skráð) 18.7.2010 kl. 15:58

27 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Vona að þetta gangi vel karlinn minn. Þú átt þetta svo sannarlega skilið.

Haraldur Bjarnason, 18.7.2010 kl. 16:51

28 identicon

Ég hefði haldið að Ómar væri kominn á heiðurslistamannalaunum fyrir lyfandis löngu síðan ?

Karl Guðjónsson (IP-tala skráð) 18.7.2010 kl. 17:34

29 identicon

Hann þarf að komast þangað strax. Einhver hringi í Gnarrinn. Hann er með allskonar svona.

Grefill (IP-tala skráð) 18.7.2010 kl. 17:55

30 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Lagði inn frá okkur og barnabarninu, því að þitt mikilvæga starf Ómar, hefur ekki síst áhrif á hvernig landi við skilum áfram til komandi kynslóða.

Við erum þér eilíflega þakklát Ómar, margar bænir fylgja þér áfram í þínu starfi.

Ragnhildur Jónsdóttir, 18.7.2010 kl. 18:26

31 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Innilega til hamingju, Ómar og takk fyrir allt þitt ómetanlega framtak. Þú ert svo sannarlega vel að þessu öllu saman kominn.

Arnór Bliki Hallmundsson, 18.7.2010 kl. 19:05

32 identicon

Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur öll í gegnum árinn. 70 ára !!- Hver hefði trúðað því ? Ég hélt að þú værir svona ca.55!!!

SkúliÞorkelsson (IP-tala skráð) 18.7.2010 kl. 19:09

33 identicon

Í flokki fremstur ætíð er

framar öðrum mönnum.

Árnaðar vil óska þér

afreksmanni sönnum.

Birgir (IP-tala skráð) 18.7.2010 kl. 21:55

34 Smámynd: Landfari

Ég verð nú að segja eins og Skúli hér að ofan, hver hefði trúað því að kallinn sé að verða sjötugur. Þetta hlýtur eiginlega að vera prentvilla í þjóðskránni. Það þarf að skoða þetta eitthvað betur. :)

En hvers vegna er maðurinn ekki á heiðurslistamannalaunum? Ég skil það nú eiginlega bara verr og verr eftir því sem ég hugsa meira um það. Ég legg til að einhver sem kann til þeirra verka safni undirskriftum hér á netinu með áskorun til þeirra sem þar um véla.

Landfari, 18.7.2010 kl. 22:19

35 identicon

Ég þakka þér Ómar fyrir allt, sem þú hefur gert fyrir land okkar og þjóð. Vonandi verður þetta framtak til þess að þú getir lokið heimildarmyndirnar, sem eru í vinnslu. Til hamingju með afmælið í haust.

Sigurbjörn H. Magnússon (IP-tala skráð) 18.7.2010 kl. 23:03

36 identicon

Ég þakka þér Ómar fyrir allt, sem þú hefur gert fyrir land okkar og þjóð. Vonandi verður þetta framtak til þess að þú getir lokið við heimildarmyndirnar, sem eru í vinnslu. Til hamingju með afmælið í haust.

Ég varð að endursenda þetta þar sem eitt orð vantaði í fyrri athugasemdina. Slíkt má ekki henda þegar maður sendir Ómari Ragnarssyni kveðju eða athugasemd.

Sigurbjörn H. Magnússon (IP-tala skráð) 18.7.2010 kl. 23:10

37 identicon

Ég má til með að segja sömu söguna og ég kom með á Facebook síðunni.

Ég man svo vel eftir því þegar þú lentir alltaf flugvélinni þinni hérna á Reyðarfirði á lítilli braut sem stendur nú ennþá með sömu staurunum á brautarásunum, hérna ínní firðinum. Svo sá maður þig bregða fyrir eitt skiftið og þá byrjaði ég að syngja OG SUMIR HLÆJA AHHAAHHAAHAAHAA aðeins 6.ára hnokki. Þá kipptistu allur við og byrjaðir með þessum látum og endaðir lagið með stæl, Þetta er augnarblik sem ég gleymi aldrei. Svo endaði þetta með ágætis samtali og handsali .Þetta var á Reyðarfirði sumarið 1990.

Þú ert Gull af manni og hefur alltaf verið.

Hafðu það gott og en og aftur til hamingju með daginn .

Með Bestu vináttu kveðjur.

ólafur Gunnarsson (IP-tala skráð) 18.7.2010 kl. 23:57

38 Smámynd: Huckabee

Til hamingju 'Ómar takk fyrir frábæra samferð og veitta gleði vonandi tekur landinn vel við sér og vonandi dugar þetta þér eitthvað og vona að þetta dugi til að þú getir ráðið þér aðstoð við það sem þú ert ekki jafngóður  í

Huckabee, 19.7.2010 kl. 10:33

39 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Til hamingju með áfangann!

Sumarliði Einar Daðason, 19.7.2010 kl. 12:41

40 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þú áttar þig kannski ekki á því Ómar en þú ert einn dáðasti maður Íslands.

Takk fyrir að vekja mér hlátur.
Takk fyrir að kenna mér að elska landið.
Takk fyrir að sína mér mannlífið í sinni víðustu mynd.
Takk fyrir allt.

Anna Einarsdóttir, 19.7.2010 kl. 23:22

41 identicon

Einn? Hann ER dáðasti maður Íslands. Og ekki út af engu. Hann hefur unnið fyrir því og var búinn að vinna fyrir því fyrir löngu. Þess vegna uppsker hann nú ríkulega.

Þannig virkar lífið, hefur alltaf gert og mun alltaf gera. Maður uppsker nefnilega eins og maður sáir. 

Grefill (IP-tala skráð) 20.7.2010 kl. 00:01

42 Smámynd: Þorsteinn Briem

"II. kafli. Skattskyldar tekjur. ...

7. gr. ... A. ... 4. Verðlaun og heiðurslaun, vinningar í happdrætti, veðmáli eða keppni. Beinar gjafir í peningum eða öðrum verðmætum, þar með talin afhending slíkra verðmæta í hendur nákominna ættingja, nema um fyrirframgreiðslu upp í arf sé að ræða.

Undanskildar eru þó tækifærisgjafir, enda sé verðmæti þeirra ekki meira en almennt gerist um slíkar gjafir svo og verðlitlir vinningar í almennum happdrættum og keppnum."

Lög um tekjuskatt nr. 90/2003

Þorsteinn Briem, 20.7.2010 kl. 11:32

43 Smámynd: Landfari

Þess vegna hef ítreka ég ábendingar mínar um að við erum ekki saman að gefa eina gjöf heldur er hver og einn að gefa sitt.

Landfari, 20.7.2010 kl. 11:42

44 identicon

Einmitt.

Grefill (IP-tala skráð) 20.7.2010 kl. 12:03

45 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég held að það sé best að bæta við fimm hundruð kalli handa Ómari fyrir skattinum.

Enda kemur það öllum til góða.

Þúsund kall eða 1.500 krónur breytir engu fyrir langflesta.

Þorsteinn Briem, 20.7.2010 kl. 12:13

46 Smámynd: Landfari

Þúsund kallinn var nú bara viðmiðun, það eru örugglega margir sem fundu aðra tölu, sumir hærri, aðrir lægri, allt eftir efnum og aðstæðum.

Það er hið besta mál að gefa honum 1500 í stað 1000 en það er óþarfi að láta skattmann hafa þriðjung þess. Reyndar tæki hann mera en 500 kall af þessum 1500 ef þetta flokkast sem skattskyld gjöf.

Það er bara alger óþarfi því í reynd er hver og einnað gefa og því eru þessar gjafir flestar þannig að þær eru undanskildar "tækifærisgjafir, enda sé verðmæti þeirra ekki meira en almennt gerist um slíkar gjafir"

Undanskilin er þó  gjöfin frá upphafsmanninum sem mun vera nokkuð vegleg.

Skattmann fær sinn hlut af þessari upphæð því þetta fer allt í kvikmyndagerðina og þar nær hann sínum hlut. Síðan þegar myndin er fullgerð fær hann sitt af aðgangseyrirnum og svo framv.

Landfari, 20.7.2010 kl. 12:45

47 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ómar þarf að greiða 40% í tekjuskatt, 600 krónur af 1.500 króna gjöf, samtals tvær milljónir króna af fimm milljóna króna gjöf, miðað við annað skattþrep, tekjum á bilinu 200-650 þúsund krónur á mánuði, og það er eins gott að Ómar og gefendurnir viti af því.

Hvort gefnir eru í þessu tilfelli samtals fimm þúsund eitt þúsund kallar eða ein ávísun upp á fimm milljónir króna skiptir hér engu máli.

Þetta er ekki ein gjöf upp á eitt þúsund krónur, því síður fermingargjöf og ALLT skattskylt.


Ef menn trúa því ekki geta þeir sent fyrirspurn á rsk@rsk.is

Þorsteinn Briem, 20.7.2010 kl. 13:50

48 Smámynd: Þorsteinn Briem

Tvær milljónir króna af fimm milljóna króna gjöf fara því í tekjuskatt til ríkisins, til að mynda vegagerðar, flugvalla, löggæslu, heilbrigðisþjónustu og skóla.

En Landfari heldur náttúrlega að þetta sé allt ókeypis.

Og það er löngu búið að ferma Ómar Ragnarsson.

Meira að segja búið að afferma hann líka.

Þorsteinn Briem, 20.7.2010 kl. 14:01

49 identicon

Ekki er ég með þetta hreinu að öðru leyti en því að mér hefur ekki einu sinni dottið í hug að ef maður gefur einhverjum 500 kr., 1.000 kr., eða 3.000 kr. þá sé það skattskylt.

Sé svo, og reynist svo í tilfelli Ómars, þá veit ég allt í einu um tugi, jafnvel hundruð skattsvikara sem ég hélt fram a þessu að væru löghlýðið afbragðsfólk sem mætti ekki vamm sitt vita.

Kannski maður ætti að sækja um vinnu hjá RSK við að fletta ofan af svona skattsvikum nokkur ár aftur í tímann. Ég yrði nú heldur betur fljótur að vinna fyrir tímakaupinu.

Grefill (IP-tala skráð) 20.7.2010 kl. 18:14

50 Smámynd: Þorsteinn Briem

Grefill.

Það á að afhenda og gefa Ómari Ragnarssyni persónulega það sem safnast hefur í einni ávísun nú um helgina og í annarri ávísun þegar hann á sjötugsafmæli 16. september næstkomandi.

Og skatturinn lítur ekki á fimm milljónir króna sem "hóflega tækifærisgjöf". Ekki heldur tvær milljónir króna.

Þessar gjafir hafa nú ekki farið framhjá fólki sem starfar hjá skattinum, upphæðirnar koma fram í fréttunum og Ómar fer ekki að ljúga til um þær á skattframtalinu.

Afhenda Ómari gjöfina um næstu helgi

Þorsteinn Briem, 20.7.2010 kl. 19:25

51 identicon

Já, ok ... var ekki búinn að sjá þetta. En ... sem sagt ... ef þetta er skattskylt þá verður það auðvitað bara greitt með gleði og bros á vör, enda er skatturinn sameiginlegur sjóður okkar allra.

Grefill (IP-tala skráð) 20.7.2010 kl. 19:37

52 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bætum bara skattinum við upphæðina og málið er dautt!

Þorsteinn Briem, 20.7.2010 kl. 20:00

53 identicon

Ég held að mjög margir hafi lagt inn meira en þúsundkall. Síðan held ég líka að miðað við nánast 100% jákvæðni landsmanna við þessu framtaki þá muni gjöfin verða svo stór að Ómarr þarf engar áhyggjur að hafa af peningum, eða réttara sagt skorti á peningum, það sem eftir er ævinnar.

Velvilji fólks í hans garð og þakklæti er bara svo mikið og innilegt að ég held t.d. að flestir þeirra sem þegar hafa lagt inn kannski eitt til þrjú þusund krónur séu alveg til í að gera það aftur í ágúst og jafnvel í september líka.

Ég merki líka vel á viðbrögðum fólks að vilji allra standi einfaldlega til þess að Ómar Ragnarsson og eiginkona hans geti peningalega lifað hér eftir eins og kóngur og drottning í ríki sínu - því það eru þau nefnilega í hugum landsmanna.

Eitt af því sem gerir það að verkum að fólk vill að Ómar fái aðgang að öllum þeim peningum sem hann þarf og vill er að hann er sennilega eini Íslendingurinn sem nánast enginn getur hugsað sér að fara að öfundast út í.

Síðan vita líka allir að allt það fé sem þjóðin gefur Ómari nú í afmælisgjöf á sjötugsafmæli hans, sama hve það verður mikið, mun skila sér margfallt til baka í þeim verkum sem hann kemur nú til með að geta klárað.

Reyndar finnst flestum hann nú þegar hafa skilað þessum peningum til baka í því ótrúlega mikla og góða þjóðþrifastarfi sem hann hefur lagt að baki og þeim menningarperlum sem hann hefur nú þegar gefið þjóðinni.

Þess vegna er ég alveg viss um að íslenska þjóðin mun einfaldlega gefa það sem gefa þarf til að allt gangi upp hjá Ómari - og rúmlega það.

Grefill (IP-tala skráð) 21.7.2010 kl. 02:14

54 Smámynd: Þorsteinn Briem

Við skulum vona það besta, Grefillinn minn.

Þorsteinn Briem, 21.7.2010 kl. 05:59

55 Smámynd: Finnur Þorgeirsson

Steni Briem skrifar,

"Það á að afhenda og gefa Ómari Ragnarssyni persónulega það sem safnast hefur í einni ávísun nú um helgina og í annarri ávísun þegar hann á sjötugsafmæli 16. september næstkomandi."

Þetta er bara ekki rétt, það á ekki að afhenda einhverja alvöru ávísun heldur bara táknrænt blað þar sem að upphæðin er þegar inni á reikningi Ómars. Hugsanlega mun Ómar rífa upp eigið ávisanahefti (ef hann á slíkt) og skrifa ávísunina á sjálfan sig. Allir gefendur hafa verið að gefa Ómari, milliliðalaust, stakar gjafir í tilefni 70 afmæli Ómars. Gjafirnar nema um 1000-5000 krónur á hvern einstakling s.s. tækifærisgjöf, en Ómar einn veit um hvaða upphæðir eru að ræða. Ef að skatturinn fer að fetta fingur út í litlar gjafir sem gefnar eru á stórafmæli, þótt Ómar eigi óneitanlega marga vini, þá eru ansi margir sem eiga margt óunnið gagnvart skattinum. Hins vegar er alveg ljóst að Ómar mun þurfa að gefa upp til skatts af ofurgjöfinni frá Landsvirkjun (2 Millj.), ef að sú gjöf telst vera afmælisgjöf. Ef að gjöfin frá Landsvirkjun er styrkur til kvikmyndagerðar þá á Ómar næg tilefni til frádráttar á móti tekjum.

Finnur Þorgeirsson, 21.7.2010 kl. 13:36

56 Smámynd: Þorsteinn Briem

Finnur Þorgeirsson.

Í fréttinni á mbl.is kemur fram að hér sé um eina ávísun að ræða um helgina og aðra þegar Ómar á sjötugsafmæli 16. september næstkomandi.

Afhenda Ómari gjöfina um næstu helgi


Hvort þessar ávísanir eru "táknrænar" eða raunverulegar skiptir hér tæpast höfuðmáli.

Ef þér eru gefnar nokkrar milljónir króna af fjöldanum öllum af þér óskyldu fólki um allt land, hvort sem er í einu lagi eða mörgum framlögum af einu tilefni, eru þær væntanlega skattskyldar, samkvæmt lögum um tekjuskatt. Það er engin venjuleg tækifærisgjöf.

Þess vegna er um að gera að bæta væntanlegum tekjuskatti við gjöfina.


Hvort Ómar hefur einhvern frádrátt á móti þessum óvenjulegu tækifærisgjöfum er svo annað mál.

Hann gæti til að mynda stofnað nýtt fyrirtæki utan um þessar gjafir, í stað þess að greiða strax gamlar skuldir, og notað síðan tekjur nýja fyrirtækisins til að greiða skuldir gamla fyrirtækisins smám saman, í stað þess að eiga áfram ekki neitt.

"Undanskildar eru þó tækifærisgjafir, enda sé verðmæti þeirra ekki meira en almennt gerist um slíkar gjafir, svo og verðlitlir vinningar í almennum happdrættum og keppnum."

Lög um tekjuskatt nr. 90/2003

Þorsteinn Briem, 21.7.2010 kl. 17:02

57 Smámynd: Finnur Þorgeirsson

Steini Briem,

Ég er ekki sammála þér að það skipti ekki máli hvort athöfnin sé táknræn eða ekki. Það er enginn einn aðili að fara afhenda Ómari krónu á Laugardag. Það á bara að fara lesa upp stöðu reikningsins sem er í eigu Ómars ef Ómar er samþykkur að láta okkur fá þá vitneskju.

Ég er líka að lesa sömu lög og þar er eins og þú segir tekið fram: "Undanskildar eru þó tækifærisgjafir, enda sé verðmæti þeirra ekki meira en almennt gerist um slíkar gjafir, svo og verðlitlir vinningar í almennum happdrættum og keppnum."

(Þetta var meðal annars sett á svo að RSK þurfti ekki að eltast við þvottavélavinninga hjá útvarpstöðvum eða því um líkt).

Allir sem millifæra á Ómar útskýra færsluna sem:

Merkt: Afmælisgjöf til Ómars

Enda er það tilefnið, og er það nokkuð algengt að fólk fái afmælisgjafir þegar það verður sjötugt.

Ég held ekki að Ómar geti tekið við afmælisgjöfum og farið að stofna fyrirtæki um það í skattalegum tilgangi enda voru gjafirnar ætlaðar honum og ekki einhverju fyrirtæki.

En auðvitað er þetta afmæli óvenjulegt og margir sem vilja gleðja Ómar. RSK er vandi á höndum og ekki ólíklegt að þetta endi fyrir dómstólum.

Finnur Þorgeirsson, 21.7.2010 kl. 17:40

58 Smámynd: Þorsteinn Briem

Finnur Þorgeirsson.

Að sjálfsögðu er hægt að stofna fyrirtæki eða sjóð utan um gjöf eða gjafir og nýta til ákveðins verkefnis eða verkefna.

Ómar
getur einfaldlega fengið bestu ráðleggingarnar um þetta atriði hjá Ríkisskattstjóra og algjör óþarfi að láta það fara fyrir dómstóla, enda er Ómar löghlýðinn maður.

Þorsteinn Briem, 21.7.2010 kl. 18:24

59 Smámynd: Finnur Þorgeirsson

Steini Briem,

ég efa ekki að Ómar sé fullfær um að leita sér ráðgjafar í þessu máli. Hann ætti hins vegar að fá þá ráðgjöf frá hlutlausum skattalögmanni en ekki frá Ríkisskattstjóra. Þetta eru allt túlkunaratriði þótt bæði Ómar og Ríkisskattstjóri séu vafalaust báðir afar löghlýðnir menn.

Finnur Þorgeirsson, 21.7.2010 kl. 18:42

60 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þetta reddast!

Þorsteinn Briem, 21.7.2010 kl. 18:56

61 Smámynd: Landfari

Steini Briem, þú ert alveg úti á þekju með túlkun þína á skattalögunum.  Þú hefur sennilega ekkert verið að hafa fyrir því að gefa Ómari afmælisgjöf í tilefni af sjötugsafmælinu í september.

Ef þú hefðir gert það þá hefðirðu sennilega tekið eftir að þú varst að leggja inn á persónulega reikning Ómars í bankanum. Reikning sem er á hans kennitölu en ekki hans Friðriks veitingamanns sem ætlar að afhenda Ómari mynd (sennilega og vonandi stækkaða) af ávísun með þeirri uppæð sem samtals er komin inn á reikninginn. Myndin sjálf er hinsvegar einskis virði nema kanski tilfinningalega þær eru ekki skattskyldar enn.

Það er því engum blöðum um að fletta að litlu uppæðirnar sem fólk er að leggja inn eru skattfrjálsar en eins og bent hefur verið á gildir það ekki um upphæðina frá Friðriki og Landsvirkjun, ef þær fara til Ómars persónulega.

Ómar er því í reynd og lagalega búinn að fá þessar upphæðir afhentar og hefur einn nú þegar  fullan og óskorðaðan ráðstöfunarétt á því sem er inni á reikningnum.

Ég legg til Steini minn að þú farir að sinna einhverju öðru en gefa mönnum (fermdum, affermdum eða ófermdum) ráð í skattamálum. Það hljóta að vera til einhver svið þar sem hæfileikar þínir nýtast.

Landfari, 21.7.2010 kl. 19:15

62 identicon

Er Steini Briem ekki fínn í að semja vísur? Mig minnir það. Hvernig væri nú að koma með nokkrar og hætta þessu skattatali?

ps. Hvað varðar skattamál út af þessum gjöfum þá hef ég engar áhyggjur af því að hið rétta verði ekki að lokum gert í málunum. Við þurfum ekkert að leysa þau mál hér.

Þetta er bloggsíðan hans Ómars og hér á að ríkja gleði, ekki deilur.

Grefill (IP-tala skráð) 21.7.2010 kl. 19:41

63 Smámynd: Þorsteinn Briem

Landfari.

Gjafir
inn á reikning í nafni Ómars Ragnarssonar eru tæpast skattfjrálsar í þessu tilfellii, eins og ég er búinn að segja hér nokkrum sinnum.

"Ef þér eru gefnar nokkrar milljónir króna af fjöldanum öllum af þér óskyldu fólki um allt land, hvort sem er í einu lagi eða mörgum framlögum af einu tilefni, eru þær væntanlega skattskyldar, samkvæmt lögum um tekjuskatt. Það er engin venjuleg tækifærisgjöf."

"Undanskildar eru þó tækifærisgjafir, enda sé verðmæti þeirra ekki meira en almennt gerist um slíkar gjafir, svo og verðlitlir vinningar í almennum happdrættum og keppnum."

Lög um tekjuskatt nr. 90/2003

Þorsteinn Briem, 21.7.2010 kl. 19:51

64 identicon

Plís ... hættið þessum umræðum um skattamál Ómars. Ég er að vakta þennan þráð vegna þess að mér finnst gaman að lesa kvejur fólks til Ómars. Ég hef engan áhuga á skattlegri meðferð gjafanna og held að Ómars sé fullfær um að leysa það mál sjálfur.

Steini ... komdu frekar með vísur til heiðurs Ómari

Grefill (IP-tala skráð) 21.7.2010 kl. 19:59

65 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þess vegna er best að bæta tekjuskattinum við, enda er þar nú ekki um háar upphæðir að ræða hjá hverjum og einum, miðað við eitt þúsund króna gjöf.

En þessi upphæð skiptir Ómar Ragnarsson miklu máli.

Ætli einhver hafi stutt Ómar meira á þessu bloggi undanfarin ár en einmitt undirritaður, nafnlausi Landfari?!

Ekki stendur heldur á peningum frá mér í þessa gjöf og mun hærri upphæð en eitt þúsund krónur, ef þér kemur það við.

Þorsteinn Briem, 21.7.2010 kl. 20:03

66 Smámynd: Þorsteinn Briem

Grefill.

Þessir hlutir geta skipt miklu máli varðandi þessa gjöf og því sjálfsagt að benda á þá.

Reyndu bara að sætta þig við það, í stað þess að halda öðru fram.

Þorsteinn Briem, 21.7.2010 kl. 20:10

67 Smámynd: Landfari

Steini minn, þú breytir ekkert skattalögunum með því að þylja upp einhverja vitleysu nógu oft.

Það er mjög miður ef þú hefur verið að leggja inn á einhvern annan reikning en Ómars. Ef þú hefur lagt inn á reikninginn hans Ómars ertu búinn að afhenda þá fjármuni sem þú lést af hendi rakna og það verður ekki gert aftur nema Ómar þá skili þér aurunum.

Ef þú hefur millifært í heimabankanum geturðu gengið úr skugga um hvort gjöfin fór ekki örugglega til Ómars en ekki inn á einhvern söfnunarreiknig í nafni Friðriks sem hann getur svo afhent Ómari. Í því tilfelli gæti þetta orkað tvímælis en ef 1000 kennitölur gefa 1000 kr. hver þá er það allt annað en ef ein kennitala gefur eina milljón, og breytir þá engu hvort það er í 1000 millifærslum eða einni.

Fyrir flesta er þetta nú ekki flókið að skilja en maður verður náttúrulega að sýna þeim skilning sem ekki geta lesið.

Annars er ég nú eiginlega mest sammála Grefli (hvernig beygirðu þetta nafn?) um að það sé meira viðeigandi að taka upp léttara hjal. Hvenig gengur með efnisöflun í nýju bókina?

Landfari, 22.7.2010 kl. 17:58

68 identicon

Það er nú ekkert komið í gang almennilega enda hef ég ekki beitt mér mikið meira fyrir því en að senda þetta blogg út um hugmyndina.

Ef ég næ hins vegar að skapa mér tíma til að gera þetta þá held ég að ég verði ekkert í vandræðum með að safna 75 sögum. Það eru komnar fjórar eða fimm.

Grefill - Grefil - Grefli - Grefils

Grefill (IP-tala skráð) 22.7.2010 kl. 19:44

69 Smámynd: Landfari

Sko mig, þá var ég með þetta rétt.

Endilega haltu hugmyndinni á lofti. Þær skipta örugglega hundruðum ef ekki þúsundum sem til eru. Misgóðar náttúrulega þannig að það  þarf að velja úr.

Hvaðan kemur þessi tala 75. Mér finnst 210 hljóma miklu betur.

Þrjár fyrir hver ár.

Okkur vantar líka sjálfboðaliða með kunnáttu í að safna undirskriftum til "akademíunnar" sem tilnefnir til heiðurslistamannalauna.

Landfari, 22.7.2010 kl. 20:57

70 identicon

75 ... átti að vera 70 ... afmælisár Ómars. ef þær geta orðið fleiri, nú þá verða þær bara fleiri.

Sammála þessu með akademíuna. Held það verði nú ekki mikið mál að fá þessa sjöþúsund og eitthvað sem þegar eru komnir á Facebook-síðuna til að skrifa undir það.

Vonandi getur maður gefið sér tíma. Stefni á það hiklaust. Verð samt talsvert upptekinn þar til í næstu viku. En eftir það ... sjáum til.

Grefill (IP-tala skráð) 23.7.2010 kl. 02:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband