24.7.2010 | 20:23
" Vinda ofan af " þessu öllu !
Nú er það að koma í ljós, sem við í Íslandshreyfingunni vöruðum sterklega við þegar braskið með HS orku fór af stað vorið 2007, að verið er að færa auðlindir Íslands til lands og sjávar í hendur útlendinga og að til eru þeir Íslendingar sem hjálpa útlendingunum við að finna leiðir til þess að þetta geti gerst.
Allt virðist falt, orkuauðlindin, sjávarauðlindin og íslensk náttúra. Eða eins og Flosi Ólafsson orðaði það:
Seljum fossa og fjöll !
Föl er náttúran öll !
Og landið mitt taki tröll !
Þegar Flosi orti og söng þetta voru Íslendingar nýlega búnir að ná yfirráðum yfir fiskimiðunum og því eðlilegt að hann óraði ekki fyrir því að þau væru föl fyrir erlenda auðjöfra.
Við vorum líka nýbúnir að fá afhent íslensku handritin sem mætustu synir landsins höfðu barist fyrir í meira en tvæ aldir að yrðu varðveitt og síðar komið í hendur þjóðarinnar sem skóp þau.
Að íslensk náttúra sé föl og henni fórnað fyrir útlendinga er jafnvel enn alvarlegra en að handritin séu það.
En kannski eru þau næst á listanum. Verða boðin hæstbjóðanda á alþjóðlegu uppboði?
![]() |
Rifti samningum við Magma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)